Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 10:17:06

nr. 1641/2021 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=1641.2021.0)
Ξ Valmynd

Auglýsing

nr. 1641/2021, um fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu, persónuafslátt og skattleysismark erfðafjárskatts árið 2022.

Lögum samkvæmt ákveður og auglýsir fjármála- og efnahagsráðuneytið árlega fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns og innheimtuhlutfall í staðgreiðslu sem er samanlagt hlutfall tekjuskatts samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og meðalhlutfall útsvars eins og það er samkvæmt ákvörðunum sveitarstjórna, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
 
Tekjuskattshlutfall á árinu 2022 verður 17% af tekjuskattsstofni að 4.445.783 kr., 23,5% af tekjuskattsstofni frá 4.445.784 kr. að 12.481.275 kr. og 31,8% af tekjuskattsstofni frá 12.481.276 kr. Meðalútsvar á árinu 2022 samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna verður 14,45%. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu á árinu 2022 verður því 31,45% af tekjuskattsstofni að 4.445.783 kr., 37,95% af tekjuskattsstofni frá 4.445.784 kr. að 12.481.275 kr. og 46,25% af tekjuskattsstofni frá 12.481.276 kr.
 
Samkvæmt A-lið 67. gr., sbr. ákvæði til bráðabirgða LXI, laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, skal persónuafsláttur hvers einstaklings á árinu 2022 vera 646.993 krónur, eða 53.916 krónur að meðaltali á mánuði.
 
Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laga um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, skal skattfrelsismark erfðafjárskatts í skattstofni dánarbús á árinu 2022 vera 5.255.000 kr.

 

Fara efst á síðuna ⇑