Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.6.2024 17:46:18

nr. 409/2009 (slóđ: www.skattalagasafn.is?ann=409.2009.0)
Ξ Valmynd

Reglur
nr. 409/2009, um endurgreiđslu virđisaukaskatts til Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar.


1. gr.
Gildissviđ.

     Eftir ákvćđum reglna ţessara getur Evrópska einkaleyfastofnunin, hér á eftir nefnd „stofnunin“, fengiđ endurgreiddan ţann virđisaukaskatt sem hún hefur greitt hér á landi vegna kaupa á vörum og ţjónustu í ţágu opinberrar starfsemi hennar.
 

2. gr.
Endurgreiđslutímabil o.fl.

(1) Endurgreiđslutímabil samkvćmt reglum ţessum er sex mánuđir, janúar til og međ júní og júlí til og međ desember.

(2) Fjárhćđ virđisaukaskatts sem sótt er um endurgreiđslu á hverju sinni skal nema a.m.k. 29.400 kr.*1)

(3) Stofnunin getur fengiđ heimild skattstjóra*2) til aukauppgjörs samkvćmt almennum reglum um uppgjörstímabil virđisaukaskatts nái endurgreiđslufjárhćđ 200.000 kr. á tímabilinu.

*1)Fjárhćđin breytist 1. janúar ár hvert í samrćmi viđ byggingarvísitölu. Frá 1. janúar 2022 er hún 48.100 kr. *2)Nú ríkisskattstjóri.

3. gr.

     Umsókn um endurgreiđslu, í ţví formi sem ríkisskattstjóri ákveđur, skal hafa borist skattstjóranum í Reykjavík*1) í síđasta lagi sex mánuđum eftir lok ţess endurgreiđslutímabils sem umsóknin tekur til. Međ umsókn skal fylgja frumrit sölureikninga eđa greiđsluskjala úr tolli ţar sem kemur fram sá virđisaukaskattur sem stofnunin hefur greitt. Ţessi skjöl skulu endursend stofnuninni ađ lokinni afgreiđslu. 

*1)Nú ríkisskattstjóri.

4. gr.
Afgreiđsla á umsóknum.

(1) Skattstjórinn í Reykjavík*1) afgreiđir beiđnir um endurgreiđslu samkvćmt reglum ţessum. Skattstjóri*1) skal rannsaka endurgreiđslubeiđni og getur hann í ţví sambandi krafiđ stofnunina og ţá sem selt hafa henni vörur ţćr og ţjónustu sem umsókn varđar nánari skýringa á viđskiptunum. Skattstjóri*1) skal tilkynna Fjársýslu ríkisins um samţykki sitt til endurgreiđslu. Fjársýsla ríkisins annast endurgreiđslu.

(2) Umsóknir sem berast innan skilafrests og međ réttum fylgigögnum skulu afgreiddar eigi síđar en einum mánuđi og fimm dögum eftir lok endurgreiđslutímabils. Endurgreiđslubeiđnir sem berast eftir lok skilafrests skulu afgreiddar međ beiđnum nćsta endurgreiđslutímabils.

*1)Nú ríkisskattstjóri.
 

5. gr.
Gildistaka.

     Reglur ţessar, sem settar eru vegna skuldbindingar íslenska ríkisins samkvćmt 4. gr. bókunar um forréttindi og friđhelgi Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar viđ samning um evrópska einkaleyfasamninginn sem birtur var í C-deild Stjórnartíđinda međ auglýsingu nr. 1/2004, taka ţegar gildi. 
 

Bráđabirgđaákvćđi.

     Ţrátt fyrir ákvćđi 1. ml. 3. gr. reglna ţessara er endurgreiđsla virđisaukaskatts heimil frá gildistöku evrópska einkaleyfasamningsins ţann 1. nóvember 2004 samkvćmt auglýsingu nr. 1/2004 í C-deild Stjórnartíđinda.
 

Fara efst á síđuna ⇑