Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 13:33:33

nr. 532/2003, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=532.2003.5)
Ξ Valmynd

V. kafli
Mikilvægi og áhætta.
8. gr.

(1) Við ákvörðun um framkvæmd og umfang athugana vegna endurskoðunar og áritunar á ársreikning, ber endurskoðanda að hafa í huga mikilvægi einstakra þátta og áhættu. Endurskoðandi skal haga könnun sinni þannig að megináhersla sé lögð á þá liði ársreiknings og þá þætti innra eftirlits, sem mestu máli skipta og þar sem hætta á verulegum skekkjum er mest.

(2) Hinir ýmsu liðir ársreiknings eru háðir mismikilli áhættu að því er skekkju varðar. Styrkur innra eftirlits hefur áhrif á áhættuna og þar með ákvarðanir um framkvæmd og umfang endurskoðunar.

(3) Gott innra eftirlit fyrirtækis getur hinsvegar aldrei alfarið komið í stað þess að endurskoðandi framkvæmi sjálfstæðar athuganir og gagnasöfnun til staðfestingar réttmæti einstakra mikilvægra liða ársreikningsins. Þannig skal endurskoðandi ávallt framkvæma sérstakar athuganir á raunvirði eigna fyrirtækis og kanna sérstaklega þá áhættu sem kann að vera tengd skuldbindingum eða samningum sem stofnunin hefur átt aðild að. Dreifing útlána og útlán til stærstu lánþega, greiðslutryggingar og afskriftaframlög skulu einnig könnuð sérstaklega.
 

9. gr

     Verði endurskoðandi var við verulega ágalla á rekstri eða atriði er varða innra eftirlit, greiðslutryggingar útlána, önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu hlutaðeigandi fyrirtækis eða atriði sem leiða til þess að hann mundi synja um áritun eða gera fyrirvara, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög, reglugerðir eða reglur sem gilda um fyrirtækið hafi verið brotnar, skal endurskoðandi gera stjórn þess og Fjármálaeftirlitinu viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi fær vitneskju um og varða fyrirtæki í nánum tengslum við hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki.
 

Fara efst á síðuna ⇑