Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:40:01

nr. 532/2003, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=532.2003.3)
Ξ Valmynd

III. kafli
Hlutverk og staða endurskoðanda.
3. gr.

(1) Endurskoðandi má ekki vera háður stjórn eða framkvæmdastjóra fyrirtækisins, eiga sæti í stjórn eða vera starfsmaður. Endurskoðanda fjármálafyrirtækis er ennfremur óheimilt að starfa í þágu þess að verkefnum sem skert geta óhæði hans gagnvart fyrirtækinu. Jafnframt skal endurskoðandi forðast að vera beinn þátttakandi í mikilvægum útlána- og rekstrarákvörðunum fjármálafyrirtækis eða koma með fyrstu tillögur að verðmætamati eigna eða skuldbindinga fyrirtækisins, einkum ef í slíku mati felst annað en aðstoð við tæknilega útreikninga út frá gefnum forsendum.

(2) Endurskoðandi fjármálafyrirtækis má ekki vera skuldugur fyrirtækinu sem hann annast endurskoðun hjá hvorki sem aðalskuldari eða sem ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.
 

4. gr.

     Endurskoðandi getur ekki samþykkt leiðsögn eða íhlutun stjórnar eða framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis eða þriðja aðila um framkvæmd endurskoðunar. Hann getur þannig ekki gert samkomulag sem kveður á um takmörkun endurskoðunar.
 

5. gr.

(1) Endurskoðanda fjármálafyrirtækis er heimilt að nota aðstoðarmenn og sérfræðinga við einstaka þætti endurskoðunarvinnunar enda séu þeir faglega hæfir til starfans. Endurskoðandi skal einnig, samkvæmt nánara samkomulagi við stjórn fyrirtækisins, og í þeim mæli sem hann telur eðlilegt, byggja vinnu sína á athugunum og könnunum sem innri endurskoðunardeild fjármálafyrirtækisins framkvæmir, enda hafi hann gengið úr skugga um að sjálfstæði, óhæði og fagleg þekking starfsmanna deildarinnar sé nægjanleg til þess að á vinnu þeirra sé byggjandi. Endurskoðandi skal ávallt yfirfara og framkvæma nauðsynlegar athuganir á gæðum og umfangi þeirrar vinnu innri endurskoðunardeildar sem hann hyggst byggja niðurstöður sínar á.

(2) Hafi verið gerður samningur við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila um árlega úttekt á innra eftirliti fjármálafyrirtækis í tengslum við undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar eiga ákvæði 1. mgr. við eftir því sem við á. 
 

Fara efst á síðuna ⇑