Skattalagasafn ríkisskattstjóra 26.4.2024 18:48:17

nr. 532/2003, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=532.2003.2)
Ξ Valmynd

II. kafli
Markmið endurskoðunar ársreiknings.
2. gr.

(1) Endurskoðun ársreiknings fjármálafyrirtækis skal framkvæmd í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í samræmi við ákvæði þessara reglna. Markmið endurskoðunar er að komast að raun um hvort ársreikningur gefi glögga mynd af afkomu og efnahag fjármálafyirtækis og að ársreikningur sé saminn í samræmi við ákvæði þeirra laga og reglna sem um fyrirtækið gilda, félagssamþykktir og góða reikningsskilavenju og að fylgt hafi verið ákvæðum laga og reglna varðandi upplýsingaskyldu viðkomandi fyrirtækis.

(2) Í þessu felst m.a. eftirfarandi:

  1. Hvort upplýsingar í rekstrarreikningi og skýringum gefi glögga mynd af rekstri fyrirtækis í samræmi við lög, reglur, samþykktir og góða reikningsskilavenju.
  2. Hvort útlán, kröfur og aðrar eignir í efnahagsreikningi séu fyrir hendi, í eigu fyrirtækis og séu færðar og metnar í samræmi við gildandi lög, reglur og góða reikningsskilavenju. Einnig að veðsetning og aðrar kvaðir á eignum komi fram í ársreikningi.
  3. Hvort skuldir og aðrar skuldbindingar, þ.m.t. trygginga- og ábyrgðarskuldbindingar, séu tilgreindar og metnar í efnahagsreikningi, eða utan efnahagsreiknings, í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju.
  4. Hvort rekstrar- og efnahagsreikningur sé í samræmi við bókhald viðkomandi fyrirtækis.
  5. Hvort einstakir liðir rekstrar- og efnahagsreiknings séu sundurliðaðir og flokkaðir í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju og allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram í ársreikningi.
  6. Hvort eignir viðskiptamanna samkvæmt fjárvörslusamningum séu fyrir hendi og upplýsingar um þá komi fram í ársreikningi.

 

Fara efst á síðuna ⇑