Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.4.2024 00:42:06

nr. 532/2003, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=532.2003.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI

Gildissvið.
1. gr.

(1) Reglur þessar ná til endurskoðunar fjármálafyrirtækja en með fjármálafyrirtækjum er átt við viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki, rafeyrisfyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða, sbr. ennfremur 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki

(2) Reglur þessar eru skilgreining á meginatriðum í góðri endurskoðunarvenju hjá fjármálafyrirtækjum sbr. 93. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Reglur þessar eru einnig leiðbeinandi hvað varðar skipulagningu, framkvæmd og áritun um könnun á árshlutareikningum sömu fyrirtækja.
 

Fara efst á síðuna ⇑