Skattalagasafn ríkisskattstjóra 5.12.2024 04:10:39

nr. 8/1994 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=8.1994)
Ξ Valmynd

Auglýsing úr Lögbirtingablaði
nr. 8/1994 frá ríkisskattstjóra, um reglur um stofn til virðisaukaskatts (skattverð) í byggingarstarfsemi.*1)

*1)Sbr. auglýsing úr Stjórnartíðindum nr. 405/1997.



1.0 Almennt gangverð liggur fyrir.
(1) Við útreikning virðisaukaskatts (útskatts) í byggingarstarfsemi sem skattskyld er samkvæmt reglugerð nr. 576/1989 skal miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum.

(2) Almennt gangverð vegna vinnu manna er það endurgjald sem aðili krefst fyrir að inna af hendi sambærilega vinnu eða þjónustu fyrir óskyldan eða ótengdan aðila, þó ekki lægra en það endurgjald sem aðrir aðilar á sama atvinnusvæði krefjast fyrir sams konar vinnu eða þjónustu. Almennt gangverð tækjanotkunar skal metið á sam¬bærilegan hátt. Almennt gangverð á byggingarefni er smásöluverð byggingarefnis á almennum markaði.


2.0 Almennt gangverð liggur ekki fyrir.

2.1 Almennt.
(1) Liggi almennt gangverð einhvers eða allra liða sem reikna skal virðisaukaskatt af við byggingarframkvæmdir ekki fyrir skal miða skattverð við reiknað útsöluverð þar sem tekið er tillit til alls kostnaðar og ágóða við hina skattskyldu starfsemi.

(2) Reiknað útsöluverð einstakra liða ákveðst þannig: 
          [A. Eigin vinna byggingaraðila. 
                    • Miða skal við lágmarksendurgjald skv. 3.0. 
                    • Við framangreint bætist álag skv. lið 2.2. 

          B. Vinna starfsmanna. 
                    • Miða skal við greidd laun, þ.m.t. eru fæðispeningar, fatapeningar, verkfæragjald, ferða- og flutningsgjald o.fl. Þegar ekki er um að ræða launagreiðslur, heldur skiptivinnu o.s.frv., skal miða þennan þátt kostnaðarins við a.m.k. lágmarksendurgjald samkvæmt lið 3. 
                    • Við framangreint bætist álag skv. lið 2.2.]1)

1)Sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 405/1997. 

          C. Andvirði byggingarefnis.
(1) Af notkun byggingarefnis skal reikna virðisaukaskatt að því leyti sem sala þess eða afhending til verksins er skattskyld. Skila skal virðisaukaskatti af byggingarefni í eftirfarandi tilvikum:

  1. Þegar byggt er til sölu eða leigu; af byggingarefni sem byggingaraðili og starfsmenn hans nota við byggingarframkvæmdirnar. Hér er átt við efni sem þessir aðilar vinna úr, s.s. timbur, sement, raflagnaefni og efni sem þeir setja niður án eiginlegrar úrvinnslu, s.s. eldavélar og hurðir. Allt efni sem byggingaraðili flytur sjálfur inn eða kaupir á heildsöluverði telst keypt inn á eigin lager.
  2. Þegar byggt er til eigin nota; af byggingarefni sem byggingaraðili og starfsmenn hans nota við byggingarframkvæmdirnar, að því leyti sem um er að ræða vörur sem byggingaraðili selur eða framleiðir. Byggingaraðili þarf ekki að reikna álagningu og útskatt á byggingarefni sem hann kaupir sérstaklega til byggingarinnar, enda fái hann engan innskatt af efniskaupum.

(2) Skattverð byggingarefnis er fundið með eftirfarandi hætti: 
          • Kaupverð (kostnaðarverð) byggingarefnis. 
          • Álag á kaupverð samkvæmt lið 2.4.*1)

(3) Ekki skal reikna virðisaukaskatt af byggingarefni sem ekki sætir neins konar aðvinnslu af hálfu byggingaraðila eða starfsmanna hans, sé það keypt í ákveðið verk, þar sem ekki er heimilt að taka innskatt af því við kaup.

*1)Nú liður 2.3. 

          D. Notkun eigin eða leigðra tækja og aðrir kostnaðarliðir við byggingarframkvæmdir.
     Hér er m.a. átt við notkun þungavinnuvéla og véla iðnaðarmanna á byggingarstað, kostnað við kaffi- og verkfæraskúra, notkun byggingarkrana, notkun byggingarmóta, vélanotkun á verkstæðum, svo og notkun sendi- og vörubifreiða. 
          • Við ákvörðun á útsöluverði fyrir framangreinda kostnaðarliði skal nota stuðla eða viðmiðunarverð samkvæmt lið 2.5.*1)

*1)Nú liður 2.4.

[2.2 Álag á laun m.a. fyrir launatengdum gjöldum, föstum kostnaði og ágóða.
(1) Í álagi þessu felast m.a. eftirfarandi kostnaðarliðir: lífeyrissjóðsgjald, sjúkrasjóðsgjald, orlofssjóðsgjald, tryggingargjald, ábyrgðargjald, slysatryggingar, orlof, veikindi, sérstakir frídagar, stjórnunarkostnaður og ágóði.

(2) Margfalda skal greidd laun eða laun ákvörðuð samkvæmt lið 3.0 með eftirfarandi hækkunarstuðlum: 

                                                                                                              Hækkunarstuðull

  1. Sérfræðingar, t.d. arkitektar og verkfræðingar ........................ 2,15
  2. Iðnaðarmenn og verkamenn á verkstæði ............................... 1,67
  3. Iðnaðarmenn og verkamenn á byggingarstað ....................... 1,46

(3) Sú fjárhæð sem þannig fæst telst skattverð viðkomandi liða.]1)

1)Sbr. 2. gr. auglýsingar nr. 405/1997.

[2.3]1) Álag á byggingarefni fyrir m.a. föstum kostnaði og ágóða.
(1) Liggi almenn álagning í smásöluverslun ekki fyrir á því byggingarefni sem byggingaraðili og starfsmenn hans nota við byggingarframkvæmdir skal álagning ákvörðuð þannig að kostnaðarverð efnis af eigin lager byggingaraðila skal marg¬faldað með eftir¬farandi hækkunarstuðlum:

  1. Raflagnaefni:                               Hækkunarstuðull 1,35.
  2. Annað byggingarefni:                 Hækkunarstuðull 1,18.

(2) Sú fjárhæð sem þannig fæst skal teljast skattverð efnisins.

(3) Ekki skal reikna álag á efni sem keypt er í smásölu og er gjaldfært og notað beint í tiltekið verk.

1)Sbr. 2. gr. auglýsingar nr. 405/1997.

[2.4]1) Viðmiðunartaxtar eigin tækja o.fl.
A. Þungavinnuvélar, bílkranar o.fl.
(1) Skattverð fyrir hverja klst. er fundið með því að margfalda eigin þyngd tækisins í tonnum talið með eftirfarandi fjárhæðum:

  1. Bílkranar með grindarbómu og beltakranar:                                                   148 kr./tonn
  2. Bílkranar með vökvabómu:                                                                                  192 kr./tonn
  3. Dráttarvélar, beltagröfur og traktorsgröfur, hjólagröfur og hjólaskóflur:      238 kr./tonn
  4. Jarðýtur og vegheflar:                                                                                            291 kr./tonn
  5. Jarðýtur með riftönn og liðstýrðar skóflur með gröfu:                                     323 kr./tonn

(2) Önnur tæki, ótalin, falla undir sambærilega flokka.

(3) Laun vélstjóra og flutningskostnaður reiknast sérstaklega.

1)Sbr. 2. gr. auglýsingar. nr. 405/1997.


B. Vélar á byggingarstað.
(1) Skattverð véla sem iðnaðarmenn o.fl. nota á byggingarstað er fundið með því að framreiknað stofnverð vélar eða endurkaupsverð eins og það er á hverjum tíma er margfaldað með eftirfarandi stuðlum:

Stuðull fyrir verð á klst. er:           0,00166
Stuðull fyrir verð á dag er:           0,00910

(2) Vélar og tæki sem falla undir þennan flokk eru m.a. stærri tæki, svo sem beygjuvél, flísasög, hitablásari, hjólsög, naglaloftbyssa, múrhamar, slípivél, snigildæla, vibrator og snittvélar, og minni vélar, svo sem borvélar, brettaskífur, handfræsarar, hjólsagir og járnaklippur.

(3) Með framreiknuðu stofnverði er átt við stofnverð (kostnaðar- eða kaupverð) tækis eða vélar framreiknað samkvæmt verðbreytingastuðli. Þetta er sama verð og er fyrningargrunnur tækisins samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt eins og verðið ber að tilgreina í dálki 5 á fyrningarskýrslu með skattaframtali í lok ársins á undan tekjuári. Fyrningargrunnur 1992 er því framreiknað stofnverð til viðmiðunar við verðlagningu á árinu 1993. Skattverð tækja sem keypt eru á árinu miðast við stofnverð (kostnaðar- eða kaupverð).

(4) Laun vélamanns á hverjum tíma reiknast sérstaklega.


C. Vinnubúðir (t.d. kaffi- og verkfæraskúrar). 
Eftirfarandi viðmiðunarverð skal gilda fyrir hvern fermetra vinnubúða á mánuði:

Kaffiskúrar o.fl.:            387 kr./m2
Verkfæraskúrar:           176 kr./m2


D. Byggingarkranar án manns.
Viðmiðunarverð fyrir byggingarkrana aðra en bílkrana á hvern vinnudag eru:

Lyftigeta 700 kg út í 20,0 m:                          4.118 kr./dag
Lyftigeta 1000 kg út í 29,5 m:                     11.225 kr./dag
Lyftigeta 1850 kg út í 35,0 m:                     14.934 kr./dag


E. Byggingarmót.
Eftirfarandi viðmiðunarverð skal gilda fyrir notkun á hvern fermetra byggingarmóta:

Veggjamót:                                                       122 kr./m2

Loftamót:
- metraform o.fl.:                                              386 kr./m2
- álflekamót o.fl.:                                              176 kr./m2


F. Vélar á verkstæðum.
Eftirfarandi er viðmiðunarverð véla á verkstæðum. Verð miðast við hverja mínútu:

Flokkur 1:                          18 kr./mín.

Undir flokk 1 falla t.d. þykktarheflar 20 - 24 tommu, hjólsagir 5 hö. og meira, stærri sambyggðar vélar og aðrar vélar í sama verðflokki.

Flokkur 2:                          13 kr./mín.

Undir flokk 2 falla t.d. þykktarheflar 10 - 18 tommu, hjólsagir 1,5 hö., keðjustremmarar og aðrar vélar í sama verðflokki.

Flokkur 3:                            6 kr./mín.

Undir flokk 3 falla léttbyggðar vélar og aðrar vélar með ámóta afköst, lakksprautur o.fl.


G. Sendi- og vörubifreiðar.
Eftirfarandi viðmiðunarverð skal gilda fyrir eigin notkun bifreiða (miðað við burðargetu) á hverja klst.:

Sendibifreiðar:
     - 1,3 tonn og minni: 810 kr./klst.
     - stærri en 1,3 tonn: 1.301 kr./klst.

Vörubifreiðar:
     - minni en 10 tonn: 1.225 kr./klst.
     - 10 tonn og stærri: 2.215 kr./klst.
     - með malarvagn: 3.556 kr./klst.

Laun bifreiðastjóra reiknast sérstaklega.


3.0 Reiknuð laun vegna eigin vinnu byggingaraðila.
     [Liggi almennt gangverð útseldrar vinnu byggingaraðila ekki fyrir skal miða skattverð við lágmarksendurgjald í eftirfarandi gjaldflokkum. Lágmarksverð þetta byggist á reiknuðu endurgjaldi skv. 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með áorðnum breytingum. Orlof er ekki meðtalið þar sem það er hluti álags samkvæmt lið 2.2. Við lágmarksverð skv. þessum lið skal bæta álagi samkvæmt lið 2.2.]1)

1)Sbr. 3. gr. auglýsingar nr. 405/1997.


Viðmiðunarflokkur A.
     Sérmenntaðir menn sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í sérgrein sinni;

  1. ásamt sérmenntuðum starfsmanni (mönnum):

Mánaðarlaun 232.522 kr.
Dagvinna á klst. 1.411 kr.

  1. ásamt aðstoðarmönnum sem ekki eru sérmenntaðir:

Mánaðarlaun 205.692 kr.
Dagvinna á klst. 1.248 kr.

  1. einir eða greiða að hámarki ein árslaun aðstoðarmanns sem ekki er sérmenntaður:

Mánaðarlaun 159.874 kr.
Dagvinna á klst. 970 kr.


Viðmiðunarflokkur B.
     Stjórnendur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi;

  1. með veruleg umsvif og greiða sem samsvarar árslaunum 10 starfsmanna eða fleiri:

Mánaðarlaun 202.507 kr.
Dagvinna á klst. 1.229 kr.

  1. Sem greiða sem samsvarar árslaunum fjögurra til allt að tíu starfsmanna:

Mánaðarlaun 143.335 kr.
Dagvinna á klst. 870 kr.
 

Viðmiðunarflokkur C.

  1. Menn sem falla undir flokk B en gætu greitt laun sem samsvara árslaunum tveggja til fjögurra starfsmanna:

Mánaðarlaun 118.343 kr.
Dagvinna á klst. 718 kr.

  1. Menn sem falla undir flokk B en gætu greitt laun sem samsvara árslaunum aðstoðarmanns:

Mánaðarlaun 94.675 kr.
Dagvinna á klst. 574 kr.


Viðmiðunarflokkur D.
     Iðnaðarmenn sem vinna við iðn sína auk þess að stjórna mönnum;

  1. og hafa iðnlærða menn í sinni þjónustu:

Mánaðarlaun 96.782 kr.
Dagvinna á klst. 558 kr.

  1. og hafa aðstoðarmann í þjónustu sinni eða einn iðnlærðan:

Mánaðarlaun 92.862 kr.
Dagvinna á klst. 536 kr.

  1. starfa einir en gætu greitt árslaun aðstoðarmanns:

Mánaðarlaun 89.055 kr.
Dagvinna á klst. 514 kr.


     Reglur þessar eru settar með stoð í 8. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi og taka gildi 1. janúar 1994. 
 

 

Fara efst á síðuna ⇑