Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 12:35:13

nr. 790/2001, kafli 4 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=790.2001.4)
Ξ Valmynd

IV. KAFLI
Ársreikningur sveitarfélags.
9. gr.
[Reikningsskil sveitarfélags.

     Reikningsskil A- og B- hluta sveitarfélags skulu tekin saman og gerð í samræmi við almenna reikningsskilavenju, sbr. þó ákvæði þessarar greinar.

Eignarhlutir í öðrum félögum.

     Í samanteknum reikningsskilum sveitarfélaga skal beitt hlutdeildaraðferð við meðhöndlum eignarhluta og afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga.
     Eignarhlutar í eigu sveitarsjóðs (A-hluta) skulu færðir til eignar á kostnaðarverði, sbr. III. kafla laga um ársreikninga nr. 144/1994*1). Í reikningsskilum sveitarsjóðs er eigi heimilt að beita hlutdeildaraðferð við meðhöndlun eignarhluta og afkomu fyrirtækja sveitarfélaga þar sem fyrst og fremst er verið að draga fram ráðstöfun skatttekna.
     Byggðasamlög sveitarfélaga falla undir B-hluta sveitarfélags og skulu í samanteknum reikningsskilum meðhöndluð á sama hátt og fyrirtæki sveitarfélaga. Í skýringum í ársreikningi sveitarfélags skal þó sérstaklega gerð grein fyrir hlutdeild sveitarfélagsins í heildareignum og heildarskuldum byggðasamlagsins.
     Um reikningsskil dóttur- og hlutdeildarfélaga fyrirtækja sveitarfélaga fer eftir almennum reikningsskilavenjum.

Rekstrarframlög til stofnana og fyrirtækja sveitarfélaga.

     Hafi sveitarfélög falið stofnunum sínum eða fyrirtækjum að sjá um lögbundin verkefni eða önnur venjubundin verkefni sveitarfélaga ber aðalsjóði að reikna og færa árlega framlag til viðkomandi stofnana og fyrirtækja til þess að mæta rekstrarhalla þeirra. Þetta á við þegar um viðvarandi rekstrarhalla er að ræða og starfsemi viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis er ekki í samkeppnisrekstri. Framlagið færist til gjalda á viðkomandi málaflokk í aðalsjóði og til tekna sem rekstrarframlag hjá viðkomandi stofnun eða fyrirtæki.
     Dæmi um stofnanir og fyrirtæki eru:
               Félagslegar íbúðir
               Almenningssamgöngur
               Hafnarsjóðir

     Hafi sveitarfélag ekki reiknað framlag til framangreindra stofnana hingað til skal leiðrétta framlög fyrri ára, með færslu á eigin fé hjá aðalsjóði annars vegar og viðkomandi stofnun eða fyrirtæki hins vegar.
     Veiti sveitarfélag B-hluta fyrirtæki framlag til að mæta tilfallandi rekstrarhalla skal slíkt gert í formi lánveitingar með skuldarviðurkenningu milli aðila.

     Sveitarfélagi er óheimilt að afla sér tekna með framlögum frá B-hluta fyrirtækjum yfir í A-hluta umfram þann arð sem ákvarðaður er, sbr. 7. gr. sveitarstjórnarlaganna, þrátt fyrir að rekstrarhalla fyrirtækjanna hafi áður verið mætt með framlögum úr sveitarsjóði.
*1)lög 3/2006.

Óvenjulegir liðir.

     Útgjöld eða tekjur sveitarfélaga sem ekki falla undir venjulegan rekstur þeirra skal sýna sem óvenjulega liði, enda hafi þau veruleg áhrif á afkomu sveitarfélags og skekki samanburð milli ára og milli sveitarfélaga. Dæmi um óvenjulega liði má nefna verulegan hagnað/tap af sölu hlutabréfa í fyrirtækjum sem ekki tengjast beint starfsemi sveitarfélags og verulegan hagnað/tap af sölu varanlegra rekstrarfjármuna, enda sé um að ræða varanlega rekstrarfjármuni sem óvenjulegt er að sveitarfélagið selji.]1)
1)Sbr. 3. gr. auglýsingar nr. 802/2002.

10. gr.
[Form ársreiknings og fjárhagsáætlunar.

     Viðaukar 1-6 verði í samræmi við viðauka A, B, C, D, E, F, G, H, I, J og K.]1).

1)Sbr. 2. gr. auglýsingar nr. 948/2004.

11. gr.
Sundurliðunarbók.

     Samhliða gerð ársreiknings skulu sveitarfélög sundurliða rekstur sinn í sérstakri sundurliðunarbók, sbr. viðauka 5 – 6E.
 

12. gr.
Fjárhagsáætlun.

     Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings, sbr. reglugerð nr. 944/2000. Fjárhagsáætlun sveitarfélags skal sett fram á því formi sem sýnt er í viðaukum 1 – 4, án samanburðar.

      [Samhliða gerð fjárhagsáætlunar skulu sveitarfélög sundurliða áætlaðan rekstur sinn á málaflokka, sbr. viðauka 5]1).

1)Sbr. 3. gr. auglýsingar nr. 945/2004.


 [13. gr.
Þriggja ára áætlun.

     Form þriggja ára áætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings, sbr. reglugerð nr. 944/2000. Þriggja ára áætlun skal sett fram á því formi sem sýnt er í viðaukum 1-4, án samanburðar.
     Þriggja ára áætlun skal vera á sama verðlagi og fjárhagsáætlun skv. 12. gr.
     Samhliða gerð þriggja ára áætlunar skulu sveitarfélög sundurliða áætlaðan rekstur sinn á málaflokka, sbr. viðauka 5.]1)

1)Sbr. 4. gr. auglýsingar nr. 945/2004.
 

Fara efst á síðuna ⇑