Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.9.2022 04:33:34

nr. 532/2003, kafli 6 (slóđ: www.skattalagasafn.is?ann=532.2003.6)
Ξ Valmynd

VI. kafli
Skipulagning og skráning endurskođunarvinnu.
10. gr.

(1) Árleg endurskođunarvinna skal í meginatriđum vera fyrirfram skipulögđ í endurskođunaráćtlun, sem er skrifleg lýsing á fyrirhuguđu umfangi og framgangi endurskođunarinnar og ţar sem á skipulegan hátt er fariđ yfir ţá ţćtti í innra og ytra umhverfi fyrirtćkisins sem áhrif geta haft á endurskođunarvinnuna.

(2) Endurskođun skal síđan framkvćmd í samrćmi viđ endurskođunarfyrirmćli sem er skrifleg lýsing á ţeim ađgerđum sem nauđsynlegar eru til ađ framfylgja endurskođunaráćtlun.

(3) Umfang og niđurstöđu einstakra endurskođunarađgerđa og heildarniđurstöđur um einstaka liđi ársreiknings skal skrá á vinnuskjöl. Vinnuskjölunum skal safnađ saman og ţau geymd á kerfisbundinn hátt.
 

11. gr.

     Ábendingar og athugasemdir sem endurskođandi vill koma á framfćri viđ stjórn og/eđa framkvćmdastjóra skal bera fram skriflega og skal veita ţessum ađilum hćfilegan frest til svara. Ef endurskođanda ţykir ástćđa til skal hann gera tillögur til stjórnar fjármálafyrirtćkis um endurbćtur varđandi međferđ fjármuna, um breytingar á innra eftirliti eđa innri endurskođun og öđru ţví sem hann telur ađ geti veriđ til bóta í rekstri fyrirtćkisins.
 

Fara efst á síđuna ⇑