II. KAFLI
Sérstök flokkun og greining í launabókhaldi sveitarfélaga.
4. gr.
Sundurliðun launaupplýsinga.
Auk þeirrar sundurliðunar í laun og launatengd gjöld, sbr. 3. gr., skulu sveitarfélög haga launabókhaldi sínu þannig að það geti gefið upplýsingar um launagreiðslur einstakra rekstrareininga sveitarfélaga með eftirfarandi hætti:
1. Grunnskólar
Skipt niður á:
a. Skólastjóra/aðstoðarskólastjóra
b. Kennara/leiðbeinendur
c. Aðra starfsmenn
Heildarlaun
Þar af: Dagvinnulaun
Þar af: Yfirvinnulaun
Þar af: Sérkennslulaun
Þar af: Laun fyrir foreldrasamstarf
Þar af: Laun fyrir þróunarstarf
2. Leikskólar
Skipt niður á:
a. Leikskólastjóra/aðstoðarleikskólastjóra
b. Leikskólakennara
c. Aðra starfsmenn
Heildarlaun
Þar af: Dagvinnulaun
Þar af: Yfirvinnulaun
Þar af: Sérkennslulaun
Þar af: Laun fyrir foreldrasamstarf
Þar af: Laun fyrir þróunarstarf
3. Tónlistarskólar
Skipt niður á:
a. Tónlistarskólastjóra
b. Tónlistarkennara
c. Aðra starfsmenn
Heildarlaun
Þar af: Dagvinnulaun
Þar af: Yfirvinnulaun
Þar af: Laun fyrir þróunarstarf