Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 10:10:09

Reglugerð nr. 440/2009 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=440.2009.0)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 440/2009, um tímabundna aukna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði auk annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga.*1)

*1)Sbr. reglugerðir nr. 605/2009, 1071/2010, 1256/2011 og 1282/2013.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, XV, við lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Bráðabirgðaákvæðið gilti til 1. janúar 2015 og því er þessi reglugerð ekki enn í gildi.


Gildissvið.
1. gr.

     Eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð þessari skal á tímabilinu 1. mars 2009 til [1. janúar 2015]2) 3) 4) endurgreiða:

  1. virðisaukaskatt sem byggjendur íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað,
  2. virðisaukaskatt sem eigendur íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis hafa greitt af vinnu manna við endubætur eða viðhald þess,
  3. virðisaukaskatt sem byggjendur íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis hafa greitt af þjónustu [---]1) vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess,
  4. virðisaukaskatt sem eigendur íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis hafa greitt af þjónustu [---]1) vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess.

  1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 605/2009. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1071/20103)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1256/2011. 4)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1282/2013.

 

Frístundahúsnæði.
2. gr.

(1) Með frístundahúsnæði samkvæmt 1. gr. er átt við frístundahúsnæði eins og það er skilgreint í 2. gr. laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, enda sé það skráð sem frístundahús hjá Fasteignaskrá Íslands.

(2) Eigendur frístundahúsnæðis fá því aðeins virðisaukaskatt endurgreiddan á grundvelli þessarar reglugerðar að hann hafi ekki fengist endurgreiddur í formi innskatts, sbr. VII. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

 

Húsnæði í eigu sveitarfélaga.
3. gr.

(1) Ákvæði 1. gr. á einnig við um annað húsnæði sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga, enda sé húsnæðið skráð hjá Fasteignaskrá Íslands. Með húsnæði í þessu sambandi er átt við hús eða hluta húss, sem ætlað er til nota í atvinnustarfsemi, geymslu eða annarra afnota og eru varanlega skeytt við land, t.d. skrifstofuhúsnæði, íþróttahús, áhaldahús og vörugeymslu.

(2) Sveitarfélög, stofnanir og félög sem alfarið eru í eigu þeirra fá því aðeins endurgreiddan virðisaukaskatt á grundvelli ákvæða þessarar reglugerðar ef innskattur hefur ekki fengist endurgreiddur samkvæmt reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign eða reglugerð nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi, sbr. VII. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

(3) Þá skal einnig tekið tillit til þess virðisaukaskatts sem sveitarfélög og stofnanir þeirra hafa fengið endurgreiddan á grundvelli 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.  

 

Endurgreiðslutímabil.
4. gr.

     Endurgreiðsla virðisaukaskatts skal taka til reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 1. mars 2009 til [1. janúar 2015]1) 2) 3) enda sé gætt að ákvæðum um tímamörk útgáfu reiknings samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1071/2010. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1256/2011. 3)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1282/2013.

5. gr.

     Að öðru leyti en kveðið er á um í reglugerð þessari gilda ákvæði reglugerðar nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði

 

Gildistaka.
6. gr.

     [Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, XV, við lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.]1)

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1256/2011.

 
 

Fara efst á síðuna ⇑