Skattalagasafn ríkisskattstjóra 26.4.2024 14:10:49

Reglugerð nr. 627/2005, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=627.2005.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Fjárhæð kílómetragjalds.

3. gr.

(1) Af bifreiðum og eftirvögnum sem skráð eru hér á landi og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd skal greiða kílómetragjald, þ.e. gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ökumæli, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga.

(2) Eigendur eða umráðamenn ökutækja til sérstakra nota, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl.*1), skulu greiða kílómetragjald.

(3) Upphæð kílómetragjalds ræðst af gjaldþyngd ökutækisins. Gjaldþyngd ökutækisins skal vera leyfð heildarþyngd þess, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 528/1998, um stærð og þyngd ökutækja*1).

(4) Kílómetragjald skal vera sem hér segir:

 Leyfð heildar-
þyngd öku-
tækis, kg

 Kílómetra-
gjald kr.

 Leyfð heildar-
þyngd öku-
tækis, kg

 Kílómetra-
gjald kr.

 10.000–11.000

 0,29

 21.001–22.000

 6,89

 11.001–12.000

 0,89

 22.001–23.000

 7,49

 12.001–13.000

 1,49

 23.001–24.000

 8,09

 13.001–14.000

 2,09

 24.001–25.000

 8,69

 14.001–15.000

 2,69

 25.001–26.000

 9,29

 15.001–16.000

 3,29

 26.001–27.000

 9,89

 16.001–17.000

 3,89

 27.001–28.000

 10,49

 17.001–18.000

 4,49

 28.001–29.000

 11,09

 18.001–19.000

 5,09

 29.001–30.000

 11,69

 19.001–20.000

 5,69

 30.001–31.000

 12,29

 20.001–21.000

 6,29

 31.001 og yfir

 12,89

 (5) Samanlögð gjaldþyngd samtengdra ökutækja skal vera að hámarki 40.000 kg fyrir fimm ása samtengd ökutæki og 44.000 kg fyrir sex ása samtengd ökutæki.

(6) Ef taka þarf ökumæli úr til viðgerðar skal greiða daggjald sem svarar til 200 km aksturs fyrir hvern dag sem ekið er án ökumælis. Þó skal heimilt að miða gjaldið við raunverulegan akstur, verði því við komið. Heimild til aksturs án ökumælis er ekki veitt til lengri tíma en fimm virkra daga.

*1)Sjá nú reglugerð nr. 155/2007, um stærð og þyngd ökutækja. *2)Nú 7. tölul. sömu málsgreinar.

4. gr.
Gjald af ökutækjum skráðum erlendis.

(1) Af bifreiðum og eftirvögnum sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd skal greiða kílómetragjald skv. 3. gr., þ.e. gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ökumæli, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga.

(2) Tollstjóri skal við komu og brottför ökutækis lesa af ökumæli þess og ákvarða kílómetragjald í samræmi við ekinn kílómetrafjölda.

(3) Innheimtumönnum ríkissjóðs er heimilt að taka við greiðslukortum og erlendum gjaldeyri vegna greiðslu kílómetragjalds samkvæmt þessari grein. Ef greiðsla er innt af hendi í formi erlends gjaldeyris skal miða við sölugengi eins og Seðlabankinn auglýsir hverju sinni.

(4) Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er erlendis hvílir á innflytjanda þess.

(5) Kílómetragjald af ökutæki sem skráð er erlendis skal greiða við brottför bifreiðar eða vagns úr landi.
 

Fara efst á síðuna ⇑