Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 10:53:52

Reglugerð nr. 627/2005, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=627.2005.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Eftirgjöf kílómetragjalds.

5. gr.

(1) Ef gjaldskylt ökutæki er flutt tímabundið úr landi, skal ekki greiða kílómetragjald vegna þess aksturs sem sannanlega hefur átt sér stað erlendis, enda framvísi eigandi eða umráðamaður ökutækis staðfestingu tollyfirvalda, á skráningu kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis við útflutning og innflutning.

(2) Óheimilt er að skipa ökutæki úr landi nema greitt hafi verið álagt kílómetragjald.
 

Fara efst á síðuna ⇑