I. KAFLI
Skattskylda og skattskyldir aðilar.
(1) Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt, kílómetragjald, af eftirtöldum ökutækjum:
-
Bifreiðum sem skráðar eru hér á landi sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga.
-
Eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd.
-
Bifreiðum og eftirvögnum, sbr. a. og b. lið, sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands.
(2) Við ákvörðun á því hvort greiða eigi kílómetragjald af ökutæki, sem skráð er hér á landi, skal líta til skráningar þess í ökutækjaskrá.
(3) Bifreiðar sem ætlaðar eru til fólksflutninga eru undanþegnar skattskyldu.
(1) Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er hér á landi hvílir á skráðum eiganda þess á álestrardegi eða afskráningardegi hafi ökutæki verið afskráð sem ónýtt. Hafi ökutæki skipt um eiganda án þess að það hafi verið tilkynnt til skráningar hvílir greiðsluskyldan jafnframt á hinum nýja eiganda. Ef annar aðili en skráður eigandi hefur umráðarétt yfir skráningarskyldu ökutæki ber hann óskipta ábyrgð með skráðum eiganda á greiðslu kílómetragjalds.
(2) Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er erlendis hvílir á innflytjanda þess.