Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 12:20:45

Reglugerð nr. 410/2018 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=410.2018.0)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 410/2018, um fjárhæð atvinnuleysistrygginga.

1. gr.

Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði skv. 32. gr. laga um atvinnu­leysis­tryggingar miðast við tryggingahlutfall hins tryggða þannig að þær nemi aldrei hærri fjárhæð en 425.647 kr. á mánuði miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu, sbr. 15. eða 19. gr. laganna. Til að finna út atvinnuleysisbætur fyrir hvern dag skal miða við 21,67 daga.

2. gr.

Sá sem telst að fullu tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á rétt til óskertra grunn­atvinnuleysisbóta sem skulu nema 270.000 kr. á mánuði. Lágmarksréttur til atvinnu­leysis­trygginga veitir rétt til ¼ hluta grunnatvinnuleysisbóta.

3. gr.

Frítekjumark skv. 2. mgr. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar skal vera 66.459 kr. á mánuði.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 33. gr. og 4. mgr. 36. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, kemur í stað reglugerðar nr. 548/2006, um sama efni, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. maí 2018.

 

Fara efst á síðuna ⇑