Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:23:21

Reglugerð nr. 1146/2014 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=1146.2014.0)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 1146/2014, um gjaldabreytingar á grundvelli laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

 

 

 

1. gr.

(1) Þegar yfirskattanefnd hefur lokið úrskurði máls skal hún senda málsaðila, umboðsmanni hans og viðkomandi stjórnvaldi eintak úrskurðar. Leiði niðurstaða úrskurðar til þess að gera þurfi gjaldabreytingar í innheimtukerfum hins opinbera skal það stjórnvald sem tók hina kærðu ákvörðun framkvæma breytingarnar. Breytingin skal að jafnaði gerð innan tíu virkra daga frá því að úrskurður barst stjórnvaldi.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal yfirskattanefnd framkvæma gjaldabreytingar þegar um er að ræða: 

  1. Tekjuskatt og önnur gjöld til ríkissjóðs sem ríkisskattstjóri leggur á einstaklinga eða lögaðila samhliða tekjuskatti.
     
  2. Útsvar.
     
  3. Virðisaukaskatt vegna viðskipta innanlands.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. og 20. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, og öðlast gildi 1. janúar 2015.

 

Fara efst á síðuna ⇑