Úr reglugerð
nr. 1240/2015, um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála*1)
Tilkynningar til skattyfirvalda.
(1) Tilkynningarskyldar fjármálastofnanir skulu afhenda ríkisskattstjóra eftirfarandi upplýsingar vegna allra tilkynningarskyldra reikninga í sinni vörslu á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og í samræmi við auglýsingu *1) hans:
- [nafn, heimilisfang, heimilisfestarríki, kennitölu(r) eða skattkennitölu(r) (e. Taxpayer Identification Number, TIN), ásamt fæðingardegi og fæðingarstað (þegar um einstakling er að ræða) hvers tilkynningarskylds aðila sem er reikningshafi. Ef reikningshafi er lögaðili og áreiðanleikakönnun skv. 8., 9., 10 og 11. gr. leiðir í ljós að um einn eða fleiri ráðandi tilkynningarskyldan aðila er að ræða skal jafnframt veita upplýsingar um nafn, heimilisfang, heimilisfestarríki, kennitölu(r) eða skattkennitölu(r), (e. Taxpayer Identification Number, TIN) ásamt fæðingardegi og fæðingarstað hvers og eins ráðandi aðila;]2)
- reikningsnúmer (eða virkt ígildi þess sé reikningsnúmer ekki til);
- nafn og kennitölu (ef til staðar) viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar;
- reikningsstaða eða virði (í tilviki vátryggingarsamninga að tilteknu peningavirði eða lífeyrissamninga er átt við peningavirði eða endurkaupsvirði) við lok viðeigandi almanaksárs eða annars viðeigandi reikningsskilatímabils eða, hafi reikningnum verið lokað á fyrrnefndu ári eða tímabili, við lokun reikningsins;
- ef um aðra vörslureikninga er að ræða:
- verg heildarfjárhæð vaxta, verg heildarfjárhæð arðs og verg heildarfjárhæð annarra tekna sem myndast vegna þeirra eigna sem viðkomandi reikningur hefur að geyma og í hverju tilviki eru greiddar eða færðar sem tekjur inn á reikninginn (eða með tilliti til reikningsins) á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili; og
- vergur heildarafrakstur af sölu eða innlausn eignar sem er greiddur eða færður sem tekjur inn á reikninginn á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili, þ.e. vergur heildarafrakstur sem viðkomandi tilkynningarskyld fjármálastofnun hafði til meðferðar sem vörsluaðili, miðlari, tilnefndur aðili eða sem umboðsaðili, með öðrum hætti, fyrir viðkomandi reikningshafa;
- verg heildarfjárhæð vaxta, verg heildarfjárhæð arðs og verg heildarfjárhæð annarra tekna sem myndast vegna þeirra eigna sem viðkomandi reikningur hefur að geyma og í hverju tilviki eru greiddar eða færðar sem tekjur inn á reikninginn (eða með tilliti til reikningsins) á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili; og
- ef um ræðir innlánsreikninga, verg heildarfjárhæð vaxta greidd eða færð sem tekjur inn á reikninginn á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili; og
- ef um er að ræða reikninga, sem er ekki lýst í e- og f-lið, skal veita upplýsingar um heildarfjárhæð vaxta sem er greidd viðkomandi reikningshafa eða færð honum til tekna að því er viðeigandi reikning varðar á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili, þ.e. að því er þann reikning varðar sem viðkomandi íslensk tilkynningarskyld fjármálastofnun er loforðsgjafi eða skuldari vegna, þar með talin samanlögð fjárhæð innlausnargreiðslna til reikningshafans á viðeigandi almanaksári eða öðru viðeigandi reikningsskilatímabili.
(2) Tilgreina skal í veittum upplýsingum mynt allra fjárhæða.
(3) Hafi tilkynningarskyld fjármálastofnun enga tilkynningarskylda reikninga til að senda upplýsingar um skal hún upplýsa ríkisskattstjóra um slíkt.
(4) Þrátt fyrir a-lið 1. mgr., að því er varðar eldri tilkynningarskylda reikninga, er þess ekki krafist að kennitala (TIN) eða fæðingardagur reikningshafa séu tilgreind ef þær upplýsingar er ekki að finna í gögnum tilkynningarskyldrar fjármálastofnunar og þess er að öðru leyti ekki krafist að upplýsinganna sé aflað af slíkri tilkynningarskyldri fjármálastofnun skv. innlendum rétti. Þó er tilkynningarskyldri fjármálastofnun skylt með réttmætri fyrirhöfn að afla kennitölu og fæðingardags reikningshafa að því er varðar eldri reikninga fyrir lok annars almanaksárs á því ári sem fylgir á eftir því ári sem slíkir reikningar voru auðkenndir sem tilkynningarskyldir reikningar.
(5) Þrátt fyrir a-lið 1. mgr. er þess ekki krafist að tilgreina kennitölu (TIN) reikningshafa ef:
- kennitala er ekki gefin út af viðkomandi tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi; eða
- ef innlendur réttur í viðkomandi tilkynningarskyldu lögsagnarumdæmi krefst þess ekki að kennitölur sem gefnar eru út í því lögsagnarumdæmi sé safnað saman.
(6) Þrátt fyrir a-lið 1. mgr. er þess ekki krafist að tilgreina fæðingarstað reikningshafa nema tilkynningarskyld fjármálastofnun sé að öðru leyti skyldug til að afla og tilkynna um hann skv. innlendum rétti og að unnt sé að afla upplýsinganna rafrænt í gagnakerfum sem viðhaldið er af hinni tilkynningarskyldu fjármálastofnun.
1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 206/2017. *1)Sbr. auglýsing nr. 271/2015, frá ríkisskattstjóra um skil á upplýsingum vegna tekjuársins 2016, sbr. reglugerð nr. 1240/2015 vegna tilkynningarskyldra erlendra reikninga.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, tekur þegar gildi
Lista yfir lögsagnarumdæmi sem teljast þátttakendur er að finna í fylgiskjali í pdf útgáfu reglugerðarinnar eins og hún var birt í Stjórnartíðindum, sbr. nýtt fskj. sem birt var með breytingareglugerð nr. 1231/2016, sbr. breyting með reglugerð nr. 940/2017.