Skattalagasafn ríkisskattstjóra 18.4.2024 21:37:09

Reglugerð nr. 391/1998, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=391.1998.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Um skyldutryggingu, iðgjald og tryggingavernd.

3. gr.
Aðild að lífeyrissjóði.

(1) Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs.

(2) Um aðild að lífeyrissjóði fer eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein eða sérlögum ef við á. Taki kjarasamningur ekki til viðkomandi starfssviðs eða séu ráðningarbundin starfskjör ekki byggð á kjarasamningi, velur viðkomandi sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa. Tiltaka skal aðild í skriflegum ráðningarsamningi.
 

4. gr.
Iðgjald.

Iðgjald til lífeyrissjóðs skal ekki vera lægra en 10% af iðgjaldsstofni*1) sbr. 5. gr. Heimilt er að hafa iðgjaldið hærra enda sé kveðið á um hærra iðgjald í sérlögum eða samið um það í kjarasamningi, ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti.

*1)Sjá 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
 

5. gr.
Iðgjaldsstofn.

(1) Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skv. 4. gr. skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds skal vera allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru skv. 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt*1). Til gjaldstofns skal þó ekki telja hlunnindi sem greidd eru í fríðu, svo sem fatnað, fæði og húsnæði, eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, t.d. ökutækjastyrki, dagpeninga og fæðispeninga. Enn fremur skal ekki telja til gjaldstofns eftirlaun og lífeyri sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóður greiðir, bætur greiddar af Tryggingastofnun ríkisins, slysa- og sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga og bætur tryggingafélaga vegna atvinnutjóns af völdum slysa. Þá skal telja til iðgjaldsstofns atvinnuleysisbætur samkvæmt lögum um atvinnuleysis-tryggingar. Iðgjaldsstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafnhár fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt*1), sbr. 59. gr. þeirra laga*2).

(2) Lífeyrisiðgjaldi skal ráðstafa til lágmarkstryggingaverndar og eftir atvikum til viðbótartryggingaverndar.

*1)Nú laga nr. 90/2003, tekjuskatt. *2)Nú 58. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
 

Fara efst á síðuna ⇑