Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.4.2024 12:48:52

Reglugerð nr. 1124/2005, kafli 8 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=1124.2005.8)
Ξ Valmynd

VIII. KAFLI
Bókhald o.fl.

21. gr.
Tekjur Úrvinnslusjóðs.

     Tekjur af úrvinnslugjaldi samkvæmt reglugerð þessari skulu renna óskiptar til Úrvinnslusjóðs að undanþegnu umsýslugjaldi til ríkissjóðs sem nemur 0,5% af þeim tekjum.
 

22. gr.
Úrvinnslugjald sem stofn til virðisaukaskatts.

     Úrvinnslugjald myndar stofn til virðisaukaskatts.
 

23. gr.
Bókhald.

(1) Gjaldskyldir aðilar, sbr. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr., skulu haga bókhaldi sínu þannig að skattyfirvöld geti á hverjum tíma gengið úr skugga um réttmæti skýrslna um úrvinnslugjald.

(2) Í bókhaldi gjaldskyldra aðila skv. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal færa sérstaka reikninga fyrir innkaup og sölu gjaldskyldrar vöru. Reikninga þessa má færa í lok hvers uppgjörstímabils, enda sé á grundvelli þeirra hægt að reikna með beinum hætti fjárhæðir úrvinnslugjalds. Þeir sem selja bæði gjaldskyldar og gjaldfrjálsar vörur skulu halda sölu gjaldskyldra vara greinilega aðgreindri í bókhaldi sínu. Loks skal aðgreina sölu og innkaup gjaldskyldrar starfsemi eftir gjaldtegund og gjaldflokkum.
 

24. gr.
Útgáfa sölureikninga.

(1) Gjaldskyldur aðili skv. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal færa sölu og aðra afhendingu á sölureikning þannig að magn, tegund og heildarverð vöru ásamt fjárhæð úrvinnslugjalds komi fram.

(2) Seljendum vöru, sem ekki er úrvinnslugjaldsskyld, er óheimilt að tilgreina úrvinnslugjald á sölureikningi. Geri þeir það skulu þeir skila gjaldinu í Úrvinnslusjóð, nema leiðréttingu verði komið við gagnvart kaupanda vörunnar. Sama gildir um gjaldskylda aðila sbr. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. sem tilgreina á reikningum sínum of hátt úrvinnslugjald eða úrvinnslugjald af viðskiptum sem ekki eru gjaldskyld. Til sönnunar á leiðréttingu skal gefa út kreditreikning til kaupanda.
 

Fara efst á síðuna ⇑