Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 08:35:36

Reglugerð nr. 1124/2005, kafli 7 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=1124.2005.7)
Ξ Valmynd

VII. KAFLI
Starfsemi Úrvinnslusjóðs.

18. gr.
Skilun úrgangs.

     Sveitarstjórn skal leggja til og sjá um að rekin sé móttökustöð fyrir förgun úrgangs og söfnunarstöð. Framleiðendum úrgangs eða þeim sem hafa úrgang í vörslu sinni ber að skila úrgangi sem fellur til vegna gjaldskyldrar vöru til söfnunarstöðva. Þó skulu fyrirtæki skila úrgangi til móttökustöðva ef þær eru starfandi á viðkomandi svæði.
 

19. gr.
Aðgangur að upplýsingum.

     Innheimtumaður ríkissjóðs lætur Úrvinnslusjóði í té fyrir hvert uppgjörstímabil upplýsingar um álagt gjald, frádrátt vegna innlendrar framleiðslu, gjaldstofn úrvinnslugjalds og gjaldskyldar vörur sem fluttar eru úr landi samkvæmt tollskrárnúmerum.
 

20. gr.
Framkvæmd verkþátta.

(1) Úrvinnslusjóður skal að jafnaði bjóða út einstaka verkþætti til allt að fimm ára í senn. Takist útboð ekki eða ef ekki er grundvöllur til útboðs skal Úrvinnslusjóður gera verksamninga við aðila um úrvinnslu úrgangs. Í útboðum og verksamningum, skal kveða á um framvísun vottorða frá móttökustöð sem hefur gilt starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

(2) Úrvinnslusjóður skal standa undir hluta af rekstrarkostnaði varðandi meðferð flokkaðs úrgangs í söfnunarstöð, sem til er kominn vegna vara sem greitt hefur verið af úrvinnslugjald, samkvæmt reglum Úrvinnslusjóðs og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá ber Úrvinnslusjóði að greiða fyrir flutning þessa úrgangs til móttöku- eða endurnýtingarstöðvar samkvæmt nánari reglum Úrvinnslusjóðs að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
 

Fara efst á síðuna ⇑