Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.4.2024 13:44:44

Reglugerð nr. 599/2005, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=599.2005.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Eftirlit.

15. gr.

     Hlutverk eftirlitsmanna er að kanna hvort mælabúnaður gjaldskyldra ökutækja, skráning ökumanna á akstri og skráning ökutækisins í ökutækjaskrá sé í samræmi við lög og reglur sem slíkt grundvallast á. 

16. gr.

(1) Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á ökutækinu sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla og lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl. Eftirlitsmönnum er þannig heimilt að:

  1. mæla heildarþyngd ökutækis og bera hana saman við gjaldþyngd ökutækis,
  2. kanna hvort ökuriti eða ökumælir og hraðamælir telji rétt,
  3. kanna skráningarskírteini ökutækis og skráningarblöð ökurita,
  4. kanna hvort akstur hafi verið réttilega færður í akstursbók,
  5. kanna hvort innsigli hafi verið rofið,
  6. kanna hvort ökumælir og ísetning eru í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.
     

(2) Eftirlitsmönnum er heimilt að kanna starfsemi verkstæða er hafa heimild til ísetningar og úrtöku ökumæla skv. 3. gr. og athuga hvort þau fullnægi skilyrðum sem þeim eru sett samkvæmt reglugerð þessari.

(3) Eftirlitsmönnum er heimilt að fara til álestraraðila og fylgjast með álestri og kanna hvort álestraraðili fari að þeim reglum sem settar eru fram í reglugerð þessari og benda á leiðir til úrbóta ef einhverju er ábótavant. 

17. gr.

(1) Telji eftirlitsmenn, álestraraðilar eða skoðunarmenn að ökutæki eða búnaður þess sé ekki í samræmi við skráningu ökutækisins eða ákvæði reglugerðar þessarar, eða að ökumaður hafi ekki uppfyllt skyldur sínar til skráningar á akstri ökutækisins, skulu þeir tilkynna skriflega um það til ríkisskattstjóra á eyðublaði (skýrslu), í því formi sem hann ákveður. Í skýrslunni skal m.a. greint frá nafni ökumanns, eiganda eða umráðamanni ökutækis, skráningarnúmeri ökutækis, hverju hafi verið ábótavant og öðru því sem máli kann að skipta við ákvörðun á skatti eða viðurlögum.

(2) Að skýrslutöku lokinni skal ökumanni gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslunnar. Áður en ökumaður undirritar skýrslu skal hann spurður hvort það sem fært er til bókar sé rétt og honum gefinn kostur á að koma að athugasemdum.

(3) Skýrslan skal undirrituð af eftirlitsmanni og ökumanni. Neiti ökumaður að undirrita skýrsluna skal kallaður til vottur er staðfestir að skýrslutakan hafi farið fram. 

18. gr.

     Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 7. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., öðlast gildi 1. júlí 2005. 

Fara efst á síðuna ⇑