Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 23:34:13

Reglugerð nr. 505/1998, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=505.1998.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Eftirgjöf áfengisgjalds.

Undanþágur frá áfengisgjaldi.
[8. gr.]2)

(1) Eftirfarandi er undanþegið áfengisgjaldi:

  1. Sala áfengis úr landi.
  2. Innflutningur og sala áfengis til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sbr. lög nr. 110/1951.
  3. [Innflutningur og sala áfengis í tollfrjálsar verslanir og tollfrjálsar forðageymslur.]1)
  4. Innflutningur og sala til aðila sem njóta skattfrelsis hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Við sölu til þessara aðila er skilyrði að seljandi hafi í bókhaldi sínu áritaða heimild frá utanríkisráðuneytinu.
  5. [Innflutningur ferðamanna og farmanna á áfengi við komu frá útlöndum, í samræmi við ákvæði reglugerðar um tollmeðferð vara sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins.]1)
  6. Innflutningur og sala til lækna og lyfsala sem heimild hafa til að selja áfengi sem talið er upp í lyfjaskrá og selt sem lyf.
  7. Innflutningur og sala til framleiðenda sem hafa leyfi til framleiðslu áfengis samkvæmt 6. gr. áfengislaga, í samræmi við ákvæði [12. gr.]3) reglugerðar þessarar.
  8. Innflutningur og sala á neysluhæfum vínanda til framleiðslu á óneysluhæfum vínanda til iðnþarfa, efnarannsókna, náttúrugripasafna og annarra verklegra nota, í samræmi við ákvæði [12. gr.]3)

[(2) Um endurgreiðslu áfengisgjalds til sendimanna erlendra ríkja við kaup á vörum innanlands fer eftir reglugerð nr. 957/2017, um endurgreiðslu virðisaukaskatts og áfengisgjalds til sendimanna erlendra ríkja.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 527/2000. 2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005. 3)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 437/2005. 4)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 958/2017.

[Niðurfelling eða endurgreiðsla áfengisgjalds af innfluttu áfengi
vegna síðari sölu eða förgunar.

[9. gr.]2)

(1) Tollstjóri skal fella niður eða endurgreiða áfengisgjald sem hefur þegar verið reiknað eða greitt af innfluttu áfengi sem síðar er afhent eða selt úr landi, til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, í tollfrjálsar verslanir, í tollfrjálsar forðageymslur, í almennar tollvörugeymslur, á frísvæði eða til aðila sem njóta skattfrelsis hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Umsókn skulu fylgja afrit sölureikninga og önnur þau gögn sem tollstjóri telur nauðsynleg. Að öðru leyti skal fara um endurgreiðsluna eftir ákvæðum reglugerðar [nr. 630/2008, um ýmis tollfríðindi, með síðari breytingum].3)

(2) Tollstjóri skal fella niður eða endurgreiða áfengisgjald sem hefur þegar verið reiknað eða greitt af innfluttu áfengi sem síðar er fargað undir eftirliti tollyfirvalda.]1)

1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 527/2000. 2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005. 3)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 958/2017.

[Frádráttur áfengisgjalds af áfengi framleiddu hér á landi
vegna síðari skila til framleiðanda til endursölu eða förgunar.

[10. gr.]2)

Við uppgjör innlendra framleiðenda skal þeim heimilt að draga frá þegar greitt áfengisgjald frá fyrri uppgjörstímabilum af áfengi sem framleiðandi hefur móttekið að nýju frá kaupanda til endursölu eða förgunar undir eftirliti ríkisskattstjóra.]1)

1)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 527/2000. 2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005.

Áfengisgjaldsskírteini.
[11. gr.]1)

(1) Framleiðendur áfengis geta fengið heimild hjá ríkisskattstjóra til niðurfellingar á áfengisgjaldi við eigin innflutning eða kaup á áfengi eða vínanda í framleiðslu sína. Sömuleiðis geta framleiðendur á óneysluhæfum vínanda til iðnþarfa, efnarannsókna og annarra verklegra nota fengið heimild hjá ríkisskattstjóra til niðurfellingar á áfengisgjaldi við eigin innflutning eða kaup á vínanda í framleiðslu sína.

(2) Aðilar sem verða sannanlega að nýta neysluhæfan vínanda til iðnþarfa, efnarannsókna eða annarra verklegra nota geta fengið heimild hjá ríkisskattstjóra til kaupa á vínanda án áfengisgjalds.

(3) Aðilar sem óska eftir heimild til niðurfellingar gjalds við innflutning eða kaup á áfengi eða vínanda samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. skulu sækja um heimild til ríkisskattstjóra. Umsókn skal vera á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(4) Telji ríkisskattstjóri að fullnægjandi upplýsingar séu komnar fram gefur hann út sérstakt skírteini til viðkomandi. Í skírteininu skulu tilgreindar heimildir til niðurfellingar gjalds vegna innflutnings eða kaupa á áfengi eða vínanda, eftir því sem við á hverju sinni. Ríkisskattstjóri getur takmarkað magn áfengis eða vínanda sem heimilt sé að fá gjald fellt niður af á grundvelli skírteinis.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005.

Niðurfelling og endurgreiðsla gjalds vegna innflutnings eða kaupa skírteinishafa.
[12. gr.]1)

(1) Handhafar áfengisgjaldsskírteinis skv. 1. mgr. [11. gr.]2), sbr. 4. mgr. sömu greinar, skulu fá fellt niður gjald við innflutning á áfengi eða vínanda til framleiðslu sinnar.

(2) Innflytjandi getur á gjalddaga hvers uppgjörstímabils fengið endurgreitt gjald af áfengi eða vínanda sem hann hefur flutt til landsins og gjald reiknaðist af við innflutninginn, hafi hann selt vöruna án áfengisgjalds til handhafa áfengisgjaldsskírteinis. Skilyrði endurgreiðslu er að kaupandi framvísi skírteini við kaupin og innflytjandi skrái númer þess og gildistíma á sölureikninginn.

(3) Sækja skal til ríkisskattstjóra um endurgreiðslu skv. 2. mgr. á sérstakri skýrslu sem vera skal á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Á skýrslunni skulu koma fram upplýsingar um sölu þess áfengis eða vínanda sem endurgreiðslubeiðnin snertir, m.a. heiti kaupenda, heildarsölumagn og fjárhæð gjalds sem óskað er endurgreiðslu á. Innflytjanda er heimilt að láta ríkisskattstjóra í té yfirlit yfir þá viðskiptavini sem kaupa af honum vínanda eða áfengi án áfengisgjalds á grundvelli skírteinis og þarf hann þá ekki að tilgreina nöfn kaupenda á skýrslu hverju sinni. Skýrslu skal skilað eigi síðar en tveimur dögum fyrir gjalddaga uppgjörstímabils.

(4) Fallist ríkisskattstjóri á skýrsluna án frekari skýringa skal endurgreiðsla fara fram á næsta gjalddaga þar á eftir.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005. 2)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 437/2005.

Fara efst á síðuna ⇑