Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.4.2024 13:19:27

Reglugerð nr. 505/1998, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=505.1998.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Gjaldskylda, gjaldskyldir aðilar, gjaldflokkar.

Gjaldskylda.
1. gr.

(1) Greiða skal í ríkissjóð sérstakt gjald, áfengisgjald, af áfengi samkvæmt reglugerð þessari.

(2) Áfengi telst vera hver sá vökvi sem í er meira en 2,25% af vínanda að rúmmáli. Áfengismagn og áfengisinnihald skal ákveða við 20°C.

(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu vörur sem innihalda meira en 2,25% af vínanda, en eru óhæfar til neyslu og ekki er hægt að gera neysluhæfar, undanþegnar áfengisgjaldi. 

Gjaldskyldir aðilar og skráning.
2. gr.

(1) Gjaldskyldir eru allir þeir sem flytja inn áfengi eða framleiða áfengi hér á landi, til sölu eða vinnslu.

(2) Enn fremur skulu þeir greiða áfengisgjald sem flytja áfengi með sér til landsins eða fá það sent erlendis frá, til eigin nota.

(3) Ríkisskattstjóri skal halda skrá yfir gjaldskylda aðila skv. 1. mgr. Eigi skal færa aðila á skrá nema hann hafi tilskilið leyfi ríkislögreglustjóra skv. 6., 8. og 9. gr. áfengislaga nr. 75/1998

Gjaldflokkar.
3. gr.

(1) Áfengisgjald skal vera sem hér segir á hvern sentilítra af vínanda í hverjum lítra hins áfenga drykkjar samkvæmt flokkun hans í tollskrá:

  1. 58,70 kr. á hvern sentílítra umfram 2,25 sentílítra af öli sem flokkast í vörulið 2203, svo og af vörum sem innihalda blöndur af öli og óáfengum drykk og flokkast í vörulið 2206.
  2. 52,80 kr. á hvern sentílítra umfram 2,25 sentílítra af eftirtöldum vörum, enda sé varan að hámarki 15% að styrkleika og innihaldi eingöngu vínanda sem myndast hefur við gerjun, án hvers kyns eimingar:
    1. víni sem flokkast í vöruliði 2204 og 2205.
    2. gerjuðum drykkjarvörum sem flokkast í vörulið 2206, annað hvort óblönduðum eða þynntum með sams konar óáfengri drykkjarvöru og er að finna í hinni íblönduðu drykkjarvöru (t.d. cider).
  3. [70,78 kr.]1) á hvern sentílítra af öðru áfengi.

(2) Gjald skv. 1. mgr. skal reiknast hlutfallslega á brot af sentílítra af vínanda, reiknað með tveimur aukastöfum, og brot af lítra hins áfenga drykkjar.

(3) Ef umbúðir vöru greina ekki magn eða styrkleika áfengis sem aðilar sem tilgreindir eru í 2. mgr. 2. gr. flytja til landsins eða fá sent erlendis frá er tollyfirvöldum heimilt að meta magn eða styrkleika áfengis og ákvarða gjald samkvæmt því.

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 437/2005.

Fara efst á síðuna ⇑