II. KAFLI
Gjaldflokkar og gjaldstofn.
3. gr.
Gjaldflokkar og gjaldstofn magngjalds.
Af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer í A lið viðauka I við lög um vörugjald skal greiða vörugjald fyrir hvert kílógramm vörunnar án umbúða, eftir því sem tilgreint er í viðaukanum. [---]1)
1)Sbr.1. gr. reglugerðar nr. 84/2007.
4. gr.
Gjaldflokkar verðgjalds.
Af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer í C lið viðauka I við lög um vörugjald skal greiða 15% vörugjald. Af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer í D lið viðaukans skal greiða 20% vörugjald. Af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer í E lið viðaukans skal greiða 25% vörugjald.
5. gr.
Gjaldstofn verðgjalds við innflutning.
Gjaldstofn vörugjalds af innfluttum vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C-E liðum í viðauka I við lög um vörugjald er tollverð þeirra eins og það er ákveðið í 8.-10. gr. tollalaga*1), að viðbættum tollum eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt þeim lögum.
*1)Nú 14.-16. gr. tollalaga nr. 88/2005.
6. gr.
Gjaldstofn verðgjalds af innlendri framleiðsluvöru.
(1) Gjaldstofn vörugjalds af vörum sem framleiddar eru, unnið er að eða er pakkað innanlands og flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C-E liðum í viðauka I við lög um vörugjald er verksmiðjuverð þeirra.
(2) Verksmiðjuverð er söluverð vöru frá framleiðanda án frádráttar nokkurs kostnaðar eða þjónustugjalds.
(3) Samsvari verksmiðjuverð ekki heildarandvirði vöru, t.d. vegna þess að kaupandi eða annar framleiðandi leggur til hráefni, efnivörur eða annað verðmæti sem vörugjald hefur ekki þegar verið greitt af, skal heildarandvirði vörunnar teljast gjaldstofn til vörugjalds.
(4) Ef framleiðandi er jafnframt heildsali eða smásali vöru eða ef verksmiðjuverð vöru liggur ekki fyrir af öðrum ástæðum skal gjaldstofn vera almennt gangverð á sömu eða sams konar vöru við sölu frá framleiðendum. Ef slíkt almennt gangverð liggur ekki fyrir skal gjaldstofn vera verksmiðjuverð framleiðanda á sömu eða sams konar vöru í sambærilegum viðskiptum við óháða aðila.
(5) Ef framleiðandi og kaupandi eru háðir hvor öðrum í skilningi 2. mgr. 8. gr. tollalaga*1) er skattyfirvöldum heimilt að ákvarða gjaldstofn vörugjalds samkvæmt ákvæðum 4. mgr.