Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 08:48:19

Reglugerð nr. 283/2005, kafli 7 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=283.2005.7)
Ξ Valmynd

VII. KAFLI
Önnur ákvæði.

18. gr.

(1) Ríkisskattstjóri getur afturkallað heimild leyfishafa til litunar á olíu, ef búnaður er notaður eða útbúinn á þann hátt að hann uppfylli ekki nákvæmnisskilyrði, skilyrði varðandi gerð eða uppsetningu búnaðar, eða eftirliti eftirlitsaðila verði ekki við komið á viðunandi hátt.

(2) Leyfishafi skal bera allan kostnað í tengslum við leyfisveitingu, uppsetningu og rekstur litunarbúnaðar, kaup á merkiefni og litarefni, og prófanir faggiltra prófunarstofa eða á vegum Löggildingarstofu. Verði uppvíst um óheimila notkun leyfishafa á litaðri olíu getur ríkisskattstjóri krafist þess að eldsneytistankar, geymar o.fl., verði tæmdir og hreinsaðir áður en þeir eru teknir til geymslu annarrar vöru en litaðrar olíu.
 

Fara efst á síðuna ⇑