Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 08:30:55

Reglugerð nr. 248/1990, kafli 4 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=248.1990.4)
Ξ Valmynd

IV. KAFLI
Ýmis ákvæði.

15. gr.

     Útskattur af skattskyldri veltu samkvæmt reglugerð þessari skal reiknaður og stemmdur af við bókhald eftir hvert uppgjörstímabil. Við slíka afstemmingu skulu m.a. liggja fyrir upplýsingar um heildarkostnað við þá starfsemi sem skattskyld er skv. 4. gr. Hliðstæð afstemming skal fara fram á innskatti að því leyti sem hann er frádráttarbær frá útskatti samkvæmt reglugerð þessari.

16. gr.

     [Sveitarfélag getur fengið heimild ríkisskattstjóra til að greiða virðisaukaskatt við framvísun virðisaukaskattsskýrslu einu sinni á ári vegna þeirrar starfsemi sem skattskyld er skv. 4. gr. ef skattverð, ákvarðað skv. 4. mgr. 4. gr. er undir fjárhæðarmörkum 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.]1)

1)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

17. gr.

     Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

18. gr.

     Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 3. gr., 23. gr. og 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 561/1989, um greiðslu virðisaukaskatts af skattskyldri starfsemi sveitarfélaga og annarra opinberra aðila. Ákvæði reglugerðar þessarar um endurgreiðslu virðisaukaskatts taka til kaupa á vinnu og þjónustu, sbr. 12. gr., frá og með 1. janúar 1990.
 

Fara efst á síðuna ⇑