Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.4.2024 11:08:59

Reglugerð nr. 248/1990, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=248.1990.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila.

12. gr.

     Endurgreiða skal [ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra]2) virðisaukaskatt sem þau greiða [af innflutningi eða kaupum innanlands á eftirtalinni vöru, vinnu eða þjónustu]7):

  1. [Sorphreinsun, þ.e. söfnun, flutningi, urðun og eyðingu sorps og annars úrgangs, þ.m.t. brotamálma, sem fellur til í þjóðfélaginu, án tillits til þess hvort um reglubundna starfsemi er að ræða.]5) Virðisaukaskattur vegna endurvinnslu fellur ekki hér undir. [Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt sem sveitarfélög greiða vegna leigu eða kaupa á sorpgámum vegna staðbundinnar söfnunar sorps.]2)
  2. Ræstingu.
  3. [Snjómokstri og snjó- og hálkueyðingu með salti eða sandi.]5)
  4. Björgunarstörfum og öryggisgæslu vegna náttúruhamfara og almannavarna.
  5. [Þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda, tölvunarfræðinga og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.]3) 6)
  6. [Þjónustu vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar [skv. lögum nr. 40/2008, um samræmda neyðarsvörun]7).]4)
  7. [[[---]1)]2)]4)

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 548/1993. 2)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 146/1995. 3)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 601/1995. 4)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 256/1996. 5)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 695/1996. 6)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 287/20037)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

13. gr.

     Endurgreiðsla skv. 12. gr. tekur til virðisaukaskatts sem sveitarfélög og ríkisstofnanir greiða atvinnufyrirtækjum við kaup á [vöru,]1) vinnu og þjónustu sem þar um ræðir. Til atvinnufyrirtækja í þessu sambandi teljast opinber þjónustufyrirtæki, sbr. 2. gr. Jafnframt tekur endurgreiðslan til virðisaukaskatts sem fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga, stofnanir þeirra og þjónustudeildir, sbr. 3. gr., innheimta af óskattskyldum hluta sveitarfélags eða ríkisstofnun vegna vinnu og þjónustu skv. 12. gr.

1)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

14. gr.

(1) Uppgjörstímabil vegna endurgreiðslu er tveir mánuðir; janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember.

(2) Sækja skal um endurgreiðslu vegna hvers uppgjörstímabils til [Skattsins]3) á sérstökum eyðublöðum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Skilafrestur er 1. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. [Endurgreiðslubeiðni skal byggjast á fullnægjandi sölureikningum, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.]1)

(3) [Ríkisskattstjóri]3) skal athuga endurgreiðslubeiðni og leiðrétta hana ef hún er í ósamræmi við reglugerð þessa eða önnur fyrirmæli skattyfirvalda. Fallist [ríkisskattstjóri]3) á endurgreiðslubeiðni tilkynnir hann um það til innheimtumanns ríkissjóðs sem annast endurgreiðslu. Endurgreiðsla skal fara fram innan fimmtán daga frá lokum skilafrests. Frestur þessi framlengist þó ef [ríkisskattstjóri]3) getur, vegna atvika sem rekja má til umsækjanda, ekki gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim sem beiðnin byggist á. Endurgreiðslubeiðnir sem berast eftir lok skilafrests skulu afgreiddar með umsókn næsta tímabils.

(4) Endurgreiðsla má því aðeins fara fram að ákvörðun um virðisaukaskatt viðkomandi ríkisstofnunar eða sveitarfélags, þ.m.t. fyrirtækja, stofnana og þjónustudeilda þess, liggi fyrir. Kröfu um vangreiddan virðisaukaskatt þessara aðila ásamt álagi og dráttarvöxtum skal skuldajafna á móti endurgreiðslu.

[(5) Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst [Skattinum]3) eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.]2)

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 695/1996. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 554/20023)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑