Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 08:36:50

Reglugerð nr. 515/1996, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=515.1996.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Almenn skráning.

1. gr.

(1) Hver sá, sem skattskyldur er skv. 3. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 50/1988, skal ótilkvaddur eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá [Skattinum]1) þar sem hann á lögheimili.

(2) Tilkynningar skv. 1. mgr. skal senda [Skattinum]1) á eyðublaði [RSK 5.02]1).

(3) Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna [Skattinum]1) skriflega eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað.

1)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

2. gr.

(1) Hver sá sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selur eða afhendir vöru eða verðmæti, ellegar innir af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu eða er skattskyldur að öðru leyti skv. 3. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 50/1988, skal skráður á virðisaukaskattsskrá, enda uppfylli hann skilyrði 2. mgr.

(2) Forsenda skráningar er að samanlagðar tekjur aðila af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu séu að jafnaði hærri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar, þar með talið vegna kaupa varanlegra rekstrarfjármuna. Eigi skal skrá aðila samkvæmt þessari grein nema sýnt þyki að starfsemin muni skila tekjum af sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu þegar á fyrsta uppgjörstímabili.

(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er aðili ekki skráningarskyldur ef samanlagðar tekjur hans af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu á tólf mánaða tímabili hafa ekki náð þeirri lágmarksfjárhæð sem greinir í 3. tölul. 4. gr. laga nr. 50/1988

3. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri]1) úrskurðar um hvort aðili sé skráningarskyldur skv. 2. gr. þegar tilkynning skv. 1. gr. hefur borist.

(2) [Ríkisskattstjóra]1) ber þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. að skrá aðila uppfylli hann skilyrði 4. eða 6. gr.

(3) [Ríkisskattstjóri]1)gefur út staðfestingu til skráningarskylds aðila um að skráning skv. 1. eða 2. mgr. hafi átt sér stað.

(4) Hafi aðili, sem að mati [ríkisskattstjóra]1) er skráningarskyldur skv. 2. gr., eigi tilkynnt starfsemi sína til skráningar, skal [ríkisskattstjóri]1) úrskurða hann á virðisaukaskattsskrá og tilkynna honum það. 

1)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑