Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 09:04:41

Reglugerð nr. 449/1990, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=449.1990.5)
Ξ Valmynd

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 449/1990.
Bráðabirgðaákvæði með reglugerð nr. 449/1990 eru ekki birt hér.

Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 561/2002.

(1) Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu manna við nýbyggingu, endurbætur eða viðhald, sem sannanlega var innt af hendi og reikningsfærð fyrir 1. júlí 2002, skal verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu til og með 30. júní 2002. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna reikningsfærðrar sölu á verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum skal sömuleiðis verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu til og með 30. júní 2002. Endurgreiðslufjárhæð skal breytt til samræmis við mismun á lánskjaravísitölu júnímánaðar 2002 og einföldu meðaltali vísitölunnar í mánuðum endurgreiðslutímabilsins, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 13. gr.

(2) Hafi verksamningur vegna afhendingar á þjónustu skv. 1. málsl. 1. mgr. verið gerður fyrir 1. júlí 2002 og afhending farið fram bæði fyrir og eftir þann tíma skal einungis sá hluti endurgreiðslunnar vera verðtryggður er varðar vinnu sem innt var af hendi fyrir 1. júlí 2002.

 

Fara efst á síðuna ⇑