Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 16:22:27

Reglugerð nr. 449/1990, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=449.1990.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
[Um endurgreiðslu vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða húseininga.]1) 

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 

Aðilar sem rétt eiga til endurgreiðslu.
9. gr.

     [Rétt til endurgreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla eiga þeir sem framleiða hér á landi eða flytja inn verksmiðjuframleidd íbúðarhús eða húseiningar.]1) 2) Lóðahafar, sem kaupa verksmiðjuframleidd íbúðarhús, fá endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna við grunn o.fl., sbr. ákvæði II. kafla reglugerðar þessarar.

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 574/1999.   2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 439/2009.

Stofn til endurgreiðslu.
10. gr.

(1) Endurgreiðsla samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal nema eftirtöldu hlutfalli af heildarsöluverði verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa að meðtöldum [24%]5) virðisaukaskatti:

  1. Sé verksmiðjuframleitt hús afhent fullgert: [7,60%]1) 2) 3) 4) 5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.
  2. Sé verksmiðjuframleitt hús afhent tilbúið undir málningu og innréttingu: [8,60%]1) 2) 3) 4) 5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.
  3. Sé verksmiðjuframleitt hús afhent fokhelt: [6,15%]1) 2) 3) 4) 5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.
     

(2) Hlutföll endurgreiðslu, sbr. 1. mgr., miðast við að hús sé afhent uppsett til kaupanda á grunni sem hann leggur til.

(3) [Sé verksmiðjuframleitt hús eða húseining afhent óuppsett skal endurgreiðsla nema [5,35%]5) af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.]4)

1)Sbr. a-, b- og c-lið 2. gr. reglugerðar nr. 489/1992. 2)Sbr. a-, b- og c-lið 2. gr. reglugerðar nr. 30/1993. 3)Sbr. a-, b- og c-lið 2. gr. reglugerðar nr. 347/1996.  4)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 5)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

11. gr.

     [Endurgreiðsla fyrir hvert endurgreiðslutímabil skal taka til þeirra verksmiðjuframleiddra húsa eða húseininga sem afhent eru á tímabilinu.]2) Hafi sölureikningur verið gefinn út [---]2) áður en afhending fór fram skal þó miða við útgáfudag reiknings. Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt vegna fyrirframgreiðslna (innborgana fyrir afhendingu) á endurgreiðslutímabilinu, enda hafi fullnægjandi sölureikningur eða kvittun, sbr. 7. gr. reglug. nr. [50/1993]1),verið gefin út vegna innborgunar.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 357/1995.   2)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 439/2009.

Endurgreiðslubeiðni.
12. gr.

     [Þeir sem eiga rétt á endurgreiðslu vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða húseininga skulu eigi síðar en 15. dag næsta mánaðar eftir að endurgreiðslutímabili lýkur senda [Skattinum]2)3) endurgreiðslubeiðni með greinargerð um fjölda afhentra íbúðarhúsa eða húseininga og verð.]1)

 1)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 2)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1183/20143)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑