Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 16:36:24

Reglugerð nr. 449/1990, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=449.1990.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Upphafsákvæði.

1. gr.

Eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð þessari skal endurgreiða

  1. [[[60% virðisaukaskatts]1)]2)]3) *1) sem byggjendur íbúðarhúsnæðis hafa greitt vegna vinnu manna á byggingarstað,
  2. [[[[60% virðisaukaskatts]1)]2)]3)]4) *2) sem eigendur íbúðarhúsnæðis hafa greitt vegna vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess, og
  3. hluta virðisaukaskatts af söluverði íbúðarhúsa sem framleidd eru í verksmiðju [---]5).
     

1)Sbr. a- og b-lið 1. gr. reglugerðar nr. 489/1992. 2)Sbr. a- og b-lið 1. gr. reglugerðar nr. 30/1993. 3)Sbr. a- og b-lið 1. gr. reglugerðar nr. 347/1996. (b-liður 1. gr. reglugerðar nr. 347/1996 var felldur brott með 1. gr. reglugerðar nr. 421/1996 enda hafði hann ekki lagastoð.) 4)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 697/1996. 5)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 574/1999. *1)Tók gildi 1. júlí 1996 sbr. 1. gr. laga nr. 86/1996. *2)Tók gildi 1. janúar 1997 sbr. 9. gr. laga nr. 149/1996.

2. gr.

(1) Endurgreiðsla samkvæmt reglugerð þessari tekur ekki til orlofshúsa, sumarbústaða eða bygginga fyrir starfsemi sem fellur undir ákvæði 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. [Þá tekur endurgreiðsla ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.]1)

[(2) Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.]2)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

Fara efst á síðuna ⇑