Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 15:20:03

Reglugerð nr. 194/1990, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=194.1990.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Ýmis ákvæði.

8. gr.

(1) Erlendur aðili sem selur hér á landi skattskylda þjónustu samkvæmt lögum nr. 50/1988 er skyldur til að tilkynna um starfsemi sína til [Skattsins]2), innheimta virðisaukaskatt af þessum viðskiptum og standa skil á honum í ríkissjóð samkvæmt almennum reglum laganna, enda eigi 3. tölul. 4. gr. þeirra ekki við um hann. Í þessum tilvikum kemur eigi til skattheimtu skv. II. kafla reglugerðar þessarar.

(2) [Hafi erlendur aðili sem selur hér á landi skattskylda þjónustu ekki fasta starfsstöð hérlendis ber honum að fela umboðsmanni með heimilisfesti hér á landi að vera í fyrirsvari fyrir sig, þ.m.t. að tilkynna um starfsemina til [Skattsins]2), innheimta virðisaukaskatt af skattskyldri þjónustu og skila í ríkissjóð.

(3) Hafi erlendur aðili skv. 2. mgr. ekki umboðsmann eða fyrirsvarsmann hér á landi og vanrækir að tilkynna til [Skattsins]2) um starfsemi sína ber kaupandi þjónustunnar ábyrgð á virðisaukaskattsskilum hins erlenda aðila vegna þeirrar þjónustu sem hann er kaupandi að. Um skattskil í slíkum tilvikum gilda ákvæði 4. og 6. gr.]1)

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 275/19962)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

9. gr.

(1) Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. 40. gr. laga nr. 50/1988.

(2) [Komi í ljós að aðili hafi vanrækt að greiða virðisaukaskatt skv. 4. eða 7. gr. eða ekki greitt skattinn á tilskildum tíma skv. 6. gr. skal hann auk hins vangreidda skatts sæta álagi skv. 27. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.]1)

1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 275/1996.

10. gr.

     Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 12. gr. og 35. gr. laga nr. 50/1988 og öðlast þegar gildi. Ákvæði I. kafla taka þó til viðskipta frá og með 1. janúar 1990.
 

Fara efst á síðuna ⇑