Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 23:39:46

Lög nr. 87/2004, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=87.2004.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Vörugjald af olíu, gjaldskylda og fjárhæð gjalds.

1. gr.

(1) Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af [gas-, dísil- og steinolíu sem flokkast í tollskrárnúmer 2710.1911, 2710.1912, 2710.1919 og 2710.1930]7) og nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Í lögum þessum er vörugjald á olíu nefnt olíugjald.

(2) Gjaldskylda skv. 1. mgr. nær einnig til olíu í öðrum tollskrárnúmerum sem blönduð hefur verið gjaldskyldri olíu, enda séu blöndurnar nothæfar sem eldsneyti á ökutæki.

(3) [Olíur sem ekki eru af jarðefnauppruna skulu þó undanþegnar olíugjaldi. Hafi íblöndunarefni sem ekki er af jarðefnauppruna verið blandað gjaldskyldri olíu skal sá hluti blöndunnar sem ekki er af jarðefnauppruna undanþeginn olíugjaldi.]5)

(4) Fjárhæð olíugjalds skal vera [66,00 kr.]1) 2) 3) 4) 6) 8) 9) 10) 11) 12) 13) 14) 15) á hvern lítra af olíu.*1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 162/2007. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 137/2008. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 60/2009. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 130/2009. 5)Sbr. 12. gr. laga nr. 156/2010. 6)Sbr. 17. gr. laga nr. 164/2010. 7)Sbr. 18. gr. laga nr. 164/2011. 8)Sbr. 1. gr. laga nr. 140/2013. 9)Sbr. 1. gr. laga nr. 46/2014. 10)Sbr. 32. gr. laga nr. 125/2015. 11)Sbr. 13. gr. laga nr. 126/2016. 12)Sbr. 20. gr. laga nr. 96/ 2017.13)Sbr. 8. gr. laga nr. 138/ 2018. 14)Sbr. 6. gr. laga nr. 135/2019. 15)Sbr. 7. gr. laga nr. 133/2020*1)Sjá ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 136/2005 og 81/2006.

2. gr.

     [Tollyfirvöld]2) annast álagningu og innheimtu olíugjalds af gjaldskyldri olíu sem aðrir en þeir sem skráðir hafa verið skv. 3. gr. flytja til landsins. Ríkisskattstjóri annast álagningu olíugjalds á þá sem skráningarskyldir eru skv. 3. gr. vegna sölu þeirra og eigin nota á gjaldskyldri olíu. [---]1).

1)Sbr. 104. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 50. gr. laga nr. 141/2019.

Gjaldskyldir aðilar.

3. gr.

(1) Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum eru:

  1. þeir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr.,
  2. þeir sem flytja inn, til endursölu eða eigin nota, olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr.,
  3. þeir sem kaupa olíu innan lands til endursölu.

[(2) Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga nr. 50/ 1988, um virðisaukaskatt, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.]1)

(3) Ríkisskattstjóri heldur skrá yfir gjaldskylda aðila skv. 1. mgr. Gjaldskyldir aðilar skv. 1. mgr., aðrir en þeir sem einvörðungu flytja inn olíu til eigin nota, skulu ótilkvaddir senda ríkisskattstjóra tilkynningu um starfsemi sína. Þeir sem hefja gjaldskylda starfsemi skulu senda tilkynningu til ríkisskattstjóra áður en starfsemin hefst.*1)

(4) Í tilkynningu skv. [3. mgr.]1) skal tilgreina nafn, heimili og kennitölu rekstraraðila, firmanafn og tegund framleiðslu eða innflutnings. Enn fremur skulu þeir sem flytja inn olíu til endursölu greina frá birgðageymslum, þ.m.t. sölustöðum, staðsetningu þeirra og stærð. Verði breytingar á gjaldskyldri starfsemi, þ.m.t. varðandi birgðageymslur, ber að tilkynna þær án tafar.*1)

(5) Ríkisskattstjóri rannsakar tilkynningar og getur hafnað skráningu ef skilyrðum þessarar greinar eða annarra ákvæða laga þessara er ekki fullnægt.*1)

(6) Hafni ríkisskattstjóri skráningu, sbr. [4. mgr.]1), ber viðkomandi að standa skil á olíugjaldi við tollafgreiðslu ef um innflutning er að ræða eða við afhendingu ef um innlenda framleiðslu eða aðvinnslu er að ræða.*1)

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 59/2017. *1)3., 4., 5. og 6. mgr. voru áður 2., 3., 4. og 5. mgr. en það breyttist með 21. gr. laga nr. 59/2017

Undanþágur og endurgreiðslur.
4. gr.

(1) [Gjaldskyldum aðilum skv. 3. gr. er heimilt að selja eða afhenda olíu skv. 1. gr. án innheimtu olíugjalds í eftirtöldum tilvikum]3):

  1. [til nota á varðskip, kaupskip og önnur skip sem notuð eru í atvinnurekstri og skráð eru 6 metrar eða lengri]3),
  2. [til nota á önnur skip og báta en greinir í 1. tölul.]3),
  3. til húshitunar og hitunar almenningssundlauga,
  4. til nota í iðnaði og á vinnuvélar,
  5. til nota á dráttarvélar [---]1),
  6. til raforkuframleiðslu,
  7. [til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota og eru með varanlegum áföstum búnaði til þeirra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu, t.d. kranabifreiðar, vörubifreiðar með krana yfir 25 tonnmetrum, borkranabifreiðar, steypuhræribifreiðar, götuhreinsibifreiðar, holræsabifreiðar, borholumælingabifreiðar og úðunarbifreiðar]1),
  8. [til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum]1),
  9. [til nota á bifreiðir í eigu björgunarsveita. Með björgunarsveit er átt við sjálfboðaliðasamtök sem hafa björgun mannslífa og verðmæta að aðalmarkmiði.]2)
     

(2) [Skilyrði sölu eða afhendingar olíu án innheimtu olíugjalds skv. 2.–9. tölul. 1. mgr. er að í olíuna hafi verið bætt litar- og merkiefnum, sbr. 5. gr.]3) Litaða olíu má ekki nota sem eldsneyti í öðrum tilvikum en lýst er í 1. mgr. Litar- og/eða merkiefni má hvorki fjarlægja að öllu leyti né að hluta. [Gjaldskyldum aðilum skv. 1. mgr. 3. gr. er óheimilt að selja litaða olíu í sjálfsafgreiðsludælum nema slík viðskipti eigi sér stað með sérstöku viðskiptakorti gjaldskylds aðila.]5)

(3) [Óheimilt er að nota litaða olíu á skráningarskyld ökutæki, sbr. 63. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, önnur en dráttarvélar skv. [5. tölul.]4) 1. mgr. og ökutæki skv. [7., 8.og 9. tölul.]4) 1. mgr.]1)

(4) [Eigendum ökutækja skv. [7. tölul.]4) 1. mgr. er heimilt að skrá umrædd ökutæki hjá [Samgöngustofu]7) sem ökutæki til sérstakra nota og öðlast þar með rétt á gjaldfrjálsri litaðri olíu samhliða því að þeir greiði sérstakt kílómetragjald skv. 6. mgr. 13. gr. Ökutæki skv. [8.og 9. tölul.]4) 1. mgr. og ökutæki sem skráð hafa verið til sérstakra nota skal auðkenna með sérstökum hætti í ökutækjaskrá.]1)

(5) [[Ráðherra]6) er heimilt að kveða á um skilyrði fyrir undanþágu í reglugerða), þ.m.t. hvaða ökutæki falla undir [7., 8. og 9. tölul.]4) 1. mgr. og um fyrirkomulag skráningar ökutækja skv. [7. og 8. tölul.]4) ]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 136/2005. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 81/2006. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 169/2006. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 162/2007. 5)Sbr. 1. gr. laga nr. 63/2010. 6)Sbr. 390. gr. laga nr. 126/2011. 7)Sbr. 28. gr. laga nr. 59/2013a)Reglugerð nr. 274/2006.

5. gr.

(1) Þeir sem gjaldskyldir eru skv. 3. gr. og óska eftir að fá heimild til að bæta litar- og/eða merkiefnum í [gas-, dísil- og steinolíu]3) vegna sölu eða afhendingar án gjalds, sbr. 4. gr., skulu senda umsókn til ríkisskattstjóra. Einungis þeim sem fengið hafa leyfi hjá ríkisskattstjóra er heimilt að bæta litar- og/eða merkiefnum í [gas-, dísil- og steinolíu]3)  samkvæmt lögum þessum. [[Ráðherra]2) er heimilt að kveða á um í reglugerð hvernig staðið skuli að sölu eða afhendingu á gjaldfrjálsri olíu.]1)

(2) Aðeins má lita olíu í búnaði sem viðurkenndur hefur verið af Löggildingarstofu.

(3) Ríkisskattstjóri getur afturkallað eða takmarkað leyfi til litunar á olíu ef í ljós kemur að búnaður uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett hafa verið, lituð olía er seld til annarra nota en tilgreind eru í 1. mgr. 4. gr. eða viðunandi eftirliti verður ekki komið við.

(4) [Ráðherra]2) skal í reglugerða) kveða á um gerð og samsetningu litar- og/eða merkiefnis, litunarbúnað og framkvæmd litunar að öðru leyti.

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 136/2005. 2)Sbr. 390. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 19. gr. laga nr. 164/2011a)Reglugerð nr. 283/2005.

6. gr.

[---]3)

(2) Endurgreiða skal olíugjald af olíu sem erlend sendiráð eða sendimenn erlendra ríkja kaupa vegna bifreiða í sinni eigu.a)

(3) [---]3) [Beiðnir um endurgreiðslu skv. 2. mgr. skulu afgreiddar af [því ráðuneyti er fer með málefni sendiráða og ræðisskrifstofa erlendra ríkja á Íslandi]2).]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 136/20052)Sbr. 390. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 28. gr. laga nr. 146/2012.  a)Reglugerð nr. 398/2005.

Bókhald.
7. gr.

(1) Gjaldskyldir aðilar sem stunda framleiðslu eða aðvinnslu, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 3. gr., skulu aðgreina í bókhaldi sínu kaup á olíu sem notuð er til framleiðslu eða aðvinnslu gjaldskyldrar olíu, olíu til annarrar framleiðslu og olíu sem afhent er öðrum. Jafnframt skulu þeir halda bókhald yfir aðfengna olíu, gjaldskylda sem gjaldfrjálsa, eigin notkun slíkrar olíu og afhendingu hennar. Að auki skulu þeir halda bókhald yfir aðfengið litar- og/eða merkiefni og notkun á því.

(2) Aðrir gjaldskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., skulu halda bókhald yfir aðfengna olíu, gjaldskylda sem gjaldfrjálsa, eigin notkun hennar og sölu eða afhendingu. Að auki skulu þeir halda bókhald yfir aðfengið litar- og/eða merkiefni og notkun á því.

(3) Við sölu eða afhendingu olíu skal gefa út sölureikning þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  1. útgáfudagur,
  2. útgáfustaður,
  3. afhendingarstaður ef annar en útgáfustaður,
  4. nafn og kennitala seljanda (birgðasala),
  5. nafn og kennitala kaupanda (móttakanda),
  6. magn, einingarverð og heildarverð gjaldskyldrar olíu.
     

(4) Auk upplýsinganna sem tilgreindar eru í 3. mgr. skal á sölureikningi koma fram hvort olíugjald er lagt á og hver fjárhæð olíugjalds er. Um varðveislu sölureikninga gilda ákvæði bókhaldslaga*1). Við afhendingu á litaðri olíu til nota sem greinir í 1. mgr. 4. gr. skal tilgreina á sölureikningi að um gjaldfrjálsa litaða olíu sé að ræða.

(5) Við staðgreiðslusölu smásöluverslana og hliðstæðra aðila er ekki skylt að gefa út sölureikning, sbr. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

*1)Sjá lög nr. 145/1994.
 

[---]1)
 

1)Sbr. 28. gr. laga nr. 146/2012.

Uppgjör og innheimta.
9. gr.

(1) Gjaldskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., skulu greiða olíugjald af gjaldskyldri olíu fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við sölu eða afhendingu og eigin notkun. Þeir sem flytja inn gjaldskylda olíu til eigin nota skulu greiða olíugjald við tollafgreiðslu.

(2) Við uppgjör olíugjalds má draga frá fjárhæð sem nemur sannanlega töpuðum útistandandi kröfum til greiðslu olíugjalds sem áður hefur verið skilað í ríkissjóð.
 

10. gr.

     Til gjaldskyldrar sölu eða afhendingar telst ekki:

  1. olía sem afhent er öðrum gjaldskyldum aðila,
  2. olía sem flutt er úr landi,
  3. olía sem sannanlega hefur farið forgörðum vegna leka, eldsvoða eða rýrnunar af öðrum sambærilegum ástæðum.
     [4.  olía sem seld er á loftför.]1

1)Sbr. 20. gr. laga nr. 164/2011.

11. gr.

(1) Uppgjörstímabil olíugjalds er einn mánuður. Gjalddagi er fimmtándi dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu gjaldskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., ótilkvaddir skila innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu, olíugjaldsskýrslu, yfir magn gjaldskyldrar og gjaldfrjálsrar olíu á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu olíugjaldsins. [Ráðherra]1) kveður í reglugerð á um greiðslustaði, greiðslufyrirkomulag og efni skýrslu, þar á meðal hvernig rafrænum skilum á skýrslu og greiðslu skuli háttað.a)

(2) Ríkisskattstjóri skal ákvarða olíugjald gjaldskylds aðila á hverju uppgjörstímabili. Hann skal rannsaka olíugjaldsskýrslur og leiðrétta þær ef þær eða einstakir liðir þeirra eru í ósamræmi við lög þessi eða fyrirmæli sem sett eru samkvæmt þeim. Þá skal ríkisskattstjóri áætla gjald af viðskiptum þeirra sem ekki senda skýrslur innan tilskilins frests, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Ríkisskattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldanda um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið [og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt]2). Þó er ríkisskattstjóra heimilt að leiðrétta augljósar reikningsskekkjur án sérstakrar tilkynningar til gjaldanda.

(3) Sé olíugjaldsskýrsla ekki afhent innan tilskilins frests eða olíugjald ekki greitt er ríkisskattstjóra enn fremur heimilt að afturkalla skráningu skv. 3. gr. þar til úr hefur verið bætt.

1)Sbr. 390. gr. laga nr. 126/2011. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 132/2018. a)Reglugerð nr. 597/2005.

12. gr.

(1) Komi í ljós annmarkar á olíugjaldsskýrslu, fyrir eða eftir ákvörðun skv. 11. gr., eða telji ríkisskattstjóri frekari skýringa þörf á einhverju atriði skal hann skriflega skora á gjaldskyldan aðila að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skriflegar skýringar og þau gögn sem ríkisskattstjóri telur þörf á. Fái ríkisskattstjóri fullnægjandi skýringar og gögn innan tilskilins frests ákvarðar hann eða endurákvarðar olíugjald samkvæmt olíugjaldsskýrslu og að fengnum skýringum og gögnum. Ef eigi er bætt úr annmörkum á olíugjaldsskýrslu, svar aðila berst ekki innan tilskilins frests, skýringar hans eru ófullnægjandi eða eigi eru send þau gögn sem óskað er eftir er ríkisskattstjóra heimilt að áætla olíugjald aðila.

(2) Við ákvörðun eða endurákvörðun skv. 1. mgr. skal ríkisskattstjóri tilkynna aðila skriflega um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar til að aðili geti tjáð sig skriflega um efni máls og lagt fram viðbótargögn. Við endurákvörðun skal ríkisskattstjóri þó veita aðila a.m.k. 15 daga frest frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar.

(3) Ríkisskattstjóri skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum þess frests sem hann hefur veitt aðila til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðunina og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi.
 

Fara efst á síðuna ⇑