Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.6.2024 16:00:47

Lög nr. 22/1991 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=22.1991.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 22/1991, um samvinnufélög.*1)

*1)Sbr. lög nr. 22/2001.

41. gr.

(1) Ađalfundur tekur ákvörđun um ráđstöfun arđs til stofnsjóđs félagsins. Ţar sem um er ađ rćđa B-deild stofnsjóđs skal skipta arđi milli deilda stofnsjóđs samkvćmt ákvćđum samţykkta og ákvörđun ađalfundar. Einungis er heimilt ađ úthluta sem arđi hagnađi samkvćmt samţykktum ársreikningi síđasta reikningsárs, yfirfćrđum hagnađi frá fyrri árum og frjálsum sjóđum eftir ađ dregiđ hefur veriđ frá tap, sem ekki hefur veriđ jafnađ, og ţađ fé sem samkvćmt lögum eđa félagssamţykktum skal lagt í varasjóđ eđa til annarra ţarfa. Ađalfundur getur ekki ákveđiđ hćrri greiđslur í stofnsjóđ en stjórn félagsins hefur lagt til eđa samţykkir, sbr. ţó 2. mgr.

(2) Eigendur B-deildar stofnsjóđs, sem samtals eiga minnst tíunda hluta sjóđsins, eiga á ađalfundi kröfu til ţess ađ fundurinn taki ákvörđun um ađ úthluta sem arđi til eigenda B-deildar stofnsjóđs fjárhćđ er nemur allt ađ helmingi ţess sem eftir stendur af árshagnađi félagsins ţegar tap fyrri ára hefur veriđ jafnađ og ţađ dregiđ frá sem samkvćmt lögum eđa félagssamţykktum skal lagt í varasjóđ eđa til annarra ţarfa. Eigendur hluta í B-deild stofnsjóđs geta ţó eigi krafist hćrri greiđslu međ ţessu móti en sem nemur 10% af nafnverđi hluta í B-deild, nema ţeim sé veittur frekari forgangsréttur í samţykktum félagsins. Eigendur hluta í B-deild stofnsjóđs geta einnig međ sama hćtti krafist útgáfu jöfnunarhluta ef skilyrđi til ţess eru fyrir hendi samkvćmt ákvćđum 51. gr.

(3) [Ađalfundur getur ákveđiđ ađ greiđa félagsmönnum út arđ međ peningum eđa öđrum verđmćtum í stađ ţess ađ leggja hann í stofnsjóđ. Gjalddagi arđs skal ekki vera síđar en sex mánuđum eftir ađ ákvörđun um úthlutun hans hefur veriđ tekin.]1)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 22/2001.
 

- - - - - - -
 

VIII. KAFLI
Ráđstöfun tekjuafgangs.
53. gr.

(1) Óheimilt er ađ úthluta af fjármunum félagsins til félagsmanna eđa annarra á annan hátt en segir í lögum ţessum.

(2) Samvinnufélag skal ráđstafa hagnađi samkvćmt ársreikningi liđins árs eins og hann er skilgreindur í ákvćđum 41. gr. Í samţykktum félagsins má heimila úthlutun tekjuafgangs til félagsmanna í hlutfalli viđ viđskipti ţeirra, ađ svo miklu leyti sem söluverđ til félagsmanna hefur veriđ ofan viđ kostnađarverđ eđa útborgađ verđ fyrir framleiđsluvörur eđa ţjónustu félagsmanna hefur reynst neđan viđ endanlegt fullnađarverđ. Ţó skal ávallt tekiđ tillit til sanngjarnra greiđslna í stofnsjóđ félagsins.

(3) Međ sömu skilyrđum og ađ framan greinir er framleiđslusamvinnufélagi heimilt ađ ráđstafa tekjuafgangi til félagsmanna í samrćmi viđ vinnuframlag hvers og eins. Setja skal nánari ákvćđi um slíka ráđstöfun í samţykktir félagsins.
 

54. gr.

(1) Minnst tíu hundrađshluta ţess hagnađar, sem ekki fer til ţess ađ jafna hugsanlegt tap fyrri ára og ekki er lagđur í ađra lögbundna sjóđi samvinnufélags, skal leggja í varasjóđ félagsins uns varasjóđur nemur tíu hundrađshlutum af fjárhćđ stofnsjóđs eđa samanlagđri fjárhćđ A- og B-deilda stofnsjóđs ţar sem um slíka skiptingu er ađ rćđa. Ţegar ţví marki hefur veriđ náđ skulu framlög vera minnst fimm hundrađshlutar ţar til sjóđurinn nemur einum fjórđa hluta af fjárhćđ stofnsjóđs. Í samţykktum félags er heimilt ađ mćla fyrir um skyldu til hćrri framlaga í varasjóđ.

(2) Heimilt er ađ nota varasjóđ til ađ jafna tap sem ekki er unnt ađ jafna međ öđrum hćtti.

(3) Heimilt er ađ leggja af hagnađi félagsins samkvćmt ákvćđum samţykkta ţess eđa ákvörđun félagsfunda til sjóđa innan ţess eđa stofnana utan ţess, sem ćtlađ er ađ styrkja málefni sem teljast til almenningsheilla, mannúđarmála eđa ćtlađ er ađ starfa í hliđstćđum tilgangi, ađ svo miklu leyti sem slíkt telst hćfilegt međ hliđsjón af tilganginum međ stofnun slíkra sjóđa, fjárhagsstöđu félagsins, svo og atvikum ađ öđru leyti.

(4) Félagsstjórn er heimilt ađ verja smávćgilegum fjárhćđum miđađ viđ fjárhagsstöđu félagsins í sama skyni og um getur í 3. mgr.
 

Fara efst á síđuna ⇑