Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 01:15:53

Lög nr. 128/2011 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=128.2011.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum

nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestingarsjóði*1)

*1)Sbr. lög nr. 12/2013.

 2. gr.
Orðskýringar.

Í lögum þessum merkir:
  1. Verðbréfasjóður: Sjóður sem gefur út hlutdeildarskírteini sem eru innleysanleg að kröfu eigenda þeirra. Sjóðurinn hefur hlotið staðfestingu Fjármálaeftirlitsins og hefur heimild til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu.
  2. Fjárfestingarsjóður: Sjóður sem gefur út hlutdeildarskírteini og hefur hlotið stað­festingu Fjármálaeftirlitsins. Sjóðurinn hefur ekki heimild til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu.
  3. Fagfjárfestasjóður: Sjóður um sameiginlega fjárfestingu sem eingöngu stendur fag­fjárfestum til boða.
  4. Rekstrarfélag: Fjármálafyrirtæki sem fengið hefur starfsleyfi skv. 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki og rekur sjóði um sameiginlega fjárfestingu skv. II.–IV. kafla laga þessara.
  5. Vörslufyrirtæki: Fjármálafyrirtæki, samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, sem upp­fyllir skilyrði II. kafla C laga þessara.
  6. Fjármálagerningur: Fjármálagerningur samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfa­viðskipti.
  7. Peningamarkaðsgerningar: Þeir flokkar auðseljanlegra gerninga sem viðskipti fara venjulega fram með á skammtímamarkaði (peningamarkaði), svo sem víxlar ríkis og sveitarfélaga, innlánsskírteini og viðskiptabréf að undanskildum greiðsluskjölum. Líftími eða endurmatstímabil arðsemi þeirra má ekki vera umfram 397 daga.
  8. Hlutdeildarskírteini: Fjármálagerningur sem er staðfesting á tilkalli allra þeirra sem eiga hlutdeild í sjóði um sameiginlega fjárfestingu eða einstakri deild hans til verð­bréfaeignar sjóðsins. Eigendur hlutdeildarskírteina eiga rétt til tekna og eigna sjóðs­ins eða viðkomandi deildar í sama hlutfalli og nemur hlutdeild þeirra í heildar­fjölda útgefinna hlutdeildarskírteina.
  9. Fagfjárfestir: Fagfjárfestir samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti.
  10. Almenningur: Þeir sem ekki teljast til fagfjárfesta samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti.
  11. Reiðufé: Laust fé sem sjóður getur notað fyrirvaralaust til fjárfestinga. Það telst ekki til innlána og er ekki hluti af fjárfestingarstefnu sjóðs.
  12. Innlán: Fjárfesting þar sem sérstaklega hefur verið samið um binditíma og vexti. Innlán eru hluti af fjárfestingarstefnu verðbréfasjóðs.
  13. Markaðssetning: Tilboð eða hvatning, með auglýsingum eða annarri kynningu, um kaup á hlutdeildarskírteinum eða hlutum í verðbréfasjóði eða öðrum sjóði um sameiginlega fjárfestingu.
  14. Staðfesting: Með staðfestingu verðbréfasjóðs eða fjárfestingarsjóðs er átt við heimild Fjármálaeftirlitsins til handa rekstrarfélagi til að starfrækja verðbréfa- eða fjár­festingar­sjóð.
  15. [Samruni: Samruni þar sem:
 a. einum eða fleiri verðbréfasjóðum (samrunasjóðum), eða einstökum deildum samrunasjóðs sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., er slitið án skuldaskila og allar eignir og skuldbindingar samrunasjóðsins eru yfirfærðar til annars starfandi verðbréfasjóðs (yfirtökusjóðs), eða einstakra deilda yfirtökusjóðs sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., í skiptum fyrir útgáfu hlutdeildarskírteina til handa eigendum hlutdeildarskírteina samrunasjóðsins og, ef við á, greiðslu reiðufjár sem er ekki umfram 10% verðmætis þeirra hlutdeildarskírteina,
b. tveimur eða fleiri verðbréfasjóðum (samrunasjóðum), eða einstökum deildum samrunasjóða séu þeir deildaskiptir skv. 12. gr., er slitið án skuldaskila og allar eignir og skuldbindingar samrunasjóðanna eru yfirfærðar í verðbréfasjóð (yfirtökusjóð) sem þeir stofna, eða til einstakra deilda yfirtökusjóðs sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., í skiptum fyrir útgáfu hlutdeildarskírteina til handa eigendum hlutdeildarskírteina samrunasjóðanna og, ef við á, greiðslu reiðufjár sem er ekki umfram 10% verðmætis hreinnar eignar þeirra hlutdeildarskírteina,
c. einn eða fleiri verðbréfasjóðir (samrunasjóðir), eða einstakar deildir verðbréfasjóðs sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., halda áfram starfsemi sinni en yfirfæra hreina eign sína til annarrar deildar sama verðbréfasjóðs eða yfir í verðbréfasjóð (yfirtökusjóð) sem stofnaður er eða einstakra deilda hans sé hann deildaskiptur skv. 12. gr.

  1. Innlendur samruni: Samruni verðbréfasjóða sem hafa staðfestu og staðfestingu hér á landi og hafa ekki markaðssett hlutdeildarskírteini sín í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins.
  2. Millilandasamruni: Samruni verðbréfasjóða þar sem:
a. að minnsta kosti tveir verðbréfasjóðanna eru með staðfestu og staðfestingu í mismunandi aðildarríkjum,
b. verðbréfasjóðir með staðfestu og staðfestingu í sama aðildarríki renna saman í nýjan verðbréfasjóð með staðfestu og staðfestingu í öðru aðildarríki,
c. verðbréfasjóðir með staðfestu og staðfestingu hér á landi, þar sem að minnsta kosti einn verðbréfasjóðanna hefur markaðssett hlutdeildarskírteini sín í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, renna saman. 

  1. Fylgisjóður: Verðbréfasjóður, eða einstakar deildir verðbréfasjóðs sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., sem hefur fengið heimild til að fjárfesta að minnsta kosti 85% eigna sinna í hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðs eða einstakra deilda hans sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., þrátt fyrir 1. mgr. 39. gr.
  2. Höfuðsjóður: Verðbréfasjóður, eða einstakar deildir verðbréfasjóðs sé hann deildaskiptur skv. 12. gr., sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
a. hefur að minnsta kosti einn fylgisjóð úr hópi eigenda hlutdeildarskírteina,
b. er ekki sjálfur fylgisjóður,
c. er ekki eigandi hlutdeildarskírteina fylgisjóðs.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 12/2013.
 
49. gr.
Ársreikningur og árshlutauppgjör.
Í ársreikningi og árshlutauppgjörum rekstrarfélags skulu sérgreindar upplýsingar um verðbréfasjóð og sérhverja deild hans. Ráðherra er heimilt að gefa úr reglugerða) sem kveður nánar á um sérgreindar upplýsingar um verðbréfasjóði í ársreikningum og árshlutauppgjörum rekstrarfélaga.

a)Reglugerð nr. 792/203 og reglur nr. 97/2004, sbr. reglur nr. 1065/2009.
Fara efst á síðuna ⇑