Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 14:45:35

Lög nr. 50/1988, kafli 9 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.9)
Ξ Valmynd

IX. KAFLI
Uppgjörstímabil, gjalddagar, álag, kærur o.fl.

24. gr.

(1) Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skráningarskyldir aðilar skulu eftir lok hvers uppgjörstímabils greiða ótilkvaddir virðisaukaskatt þann sem þeim ber að standa skil á samkvæmt lögum þessum. [[Ráðherra]9) ákveður í reglugerða) um greiðslustaði, greiðslufyrirkomulag og efni skýrslu, þar á meðal um rafræn skil á skýrslu og greiðslu.]3) [Ef virðisaukaskattsskyld velta skráningarskyldra aðila er minni en [4.000.000 kr.]2) 8) 10) á ári er ráðherra heimilt að kveða í reglugerð á um lengra uppgjörstímabil og annað greiðslufyrirkomulag en að framan getur.]1)

(2) Virðisaukaskatti ásamt virðisaukaskattsskýrslu skal skila eigi síðar en á fimmta degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna viðskipta á því tímabili. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir. [Virðisaukaskattsskýrslu skal skila rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Ríkisskattstjóri getur veitt heimild [---]11) til þess að skila virðisaukaskattsskýrslu á pappír ef gildar ástæður eru fyrir hendi og metur hann í hverju tilviki fyrir sig hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.]8)

(3) Sé innskattur á einhverju uppgjörstímabili hærri en útskattur skal skráningarskyldur aðili senda [ríkisskattstjóra]7) innan sömu tímamarka skýrslu í því formi er um getur í 1. mgr.

(4) Fyrirtæki geta fengið heimild hjá [ríkisskattstjóra]7) til þess að nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur vegna þess að verulegur hluti veltunnar er undanþeginn skv. 1. mgr. 12. gr. [---]5). [Sama gildir um fyrirtæki sem selja vöru og þjónustu sem fellur undir 2. mgr. 14. gr. en meiri hluti aðfanga þeirra vegna framleiðslu eða aðvinnslu ber virðisaukaskatt skv. 1. mgr. 14. gr.]6) Uppgjörstímabili má einungis breyta þannig að það sé miðað við upphaf tveggja mánaða tímabils skv. 1. mgr. Beiðni um slíka breytingu verður að hafa borist [ríkisskattstjóra]7) a.m.k. einum mánuði fyrir gildistöku væntanlegrar breytingar. Fái aðili heimild til að breyta uppgjörstímabili skal sú breyting gilda í a.m.k. tvö ár.

(5) Sérhver aðili, sem rekur starfsemi í fleiri en einni starfsgrein, skal láta í té sérstaka virðisaukaskattsskýrslu fyrir hverja þeirra eftir nánari ákvörðun [ríkisskattstjóra].7)

(6) [Ríkisskattstjóra]7) er heimilt að fallast á umsókn aðila, sem hefur með höndum margþættan atvinnurekstur, um að skila sérstakri skýrslu fyrir hverja sjálfstæða rekstrareiningu.

[(7)Virðisaukaskattsskýrslur félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga*1) skal byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum.]4)

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 122/1993.   2)Sbr. 7. gr. laga nr. 55/1997 (þessi heimildarfjárhæð gildir frá 1. júlí 1997).   3)Sbr. 5. gr. laga nr. 105/2000.   4)Sbr. 1. gr. laga nr. 34/2002.   5)Sbr. 3. gr. laga nr. 14/2007.   6)Sbr. 1. gr. laga nr. 157/20087)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009.  8)Sbr. 7. gr. laga nr. 163/2010. 9)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 10)Sbr. 2. gr. laga nr. 57/201611)Sbr. 24. gr. laga nr. 33/2020.  a)Reglugerð nr. 667/1995.   *1)Nú 8. gr. laga nr. 3/2006.

25. gr.

[(1) [Ríkisskattstjóri]3) skal ákvarða virðisaukaskatt skráðs aðila á hverju uppgjörstímabili.

(2) [Ríkisskattstjóri skal leiðrétta virðisaukaskattsskýrslur]7) ef þær eða einstakir liðir þeirra eru í ósamræmi við lög þessi eða fyrirmæli sem sett verða samkvæmt þeim. Þá skal [ríkisskattstjóri]3) áætla skatt af viðskiptum þeirra aðila sem ekki senda skýrslur innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að skattfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. [Ríkisskattstjóri]3) skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. Þó skal [ríkisskattstjóri]3) ávallt leiðrétta augljósar reikningsskekkjur án sérstakrar tilkynningar til skattgreiðenda.

(3) [---]7) Fallist [ríkisskattstjóri]3) á [skýrslu þar sem innskattur er talinn hærri en útskattur]7) tilkynnir hann aðila og innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður ríkissjóðs skal endurgreiða aðila mismuninn. Kröfu um vangoldin opinber gjöld og skatta til ríkissjóðs ásamt verðbótum, álagi og dráttarvöxtum skal skuldajafna á móti endurgreiðslum samkvæmt lögum þessum. [Endurgreiðslukröfum sem stofnast samkvæmt lögum þessum vegna tímabila fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.]5)

(4) Hafi skýrslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram innan [tuttugu og eins dags]4) frá lokum skilafrests. [Endurgreiðsla má þó aðeins fara fram ef álagning virðisaukaskatts á fyrra uppgjörstímabili, einu eða fleiri, er ekki byggð á áætlun skv. 2. málsl. 2. mgr. þessarar greinar eða 1.–3. mgr. 26. gr.]8) [---]8) [---]6) Geti [ríkisskattstjóri]3) ekki vegna aðstæðna aðila gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim er skýrslugjöfin byggist á, þar með talið að aðili hafi lagt fram röng eða villandi gögn [eða [hafi falið skattrannsóknarstjóra eða eftir atvikum tilkynnt héraðssaksóknara samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna brota]9) á lögum um bókhald og ársreikninga skv. [7. mgr.]6) 26. gr.],2) framlengist framangreindur frestur um þann tíma sem slíkar aðstæður ríkja.

(5) Komi í ljós að endurgreiðsla samkvæmt þessari grein hafi verið of há skal [ríkisskattstjóri]3) þegar í stað tilkynna aðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um. Aðila ber eigi síðar en sjö dögum eftir tilkynningu [ríkisskattstjóra]3) um of háa endurgreiðslu að greiða innheimtumanni það sem ofgreitt var.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 149/1996. 2)Sbr. 8. gr. laga nr. 55/1997. 3)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 8. gr. laga nr. 163/2010. 5)Sbr. 11. gr. laga nr. 50/2018. 6)Sbr. 5. gr. laga nr. 143/2018. 7)Sbr. 25. gr. laga nr. 33/20208)Sbr. 3. gr. laga nr. 141/20209)Sbr. 27. gr. laga nr. 29/2021.

26. gr.

(1) [Komi í ljós annmarkar á virðisaukaskattsskýrslu, fyrir eða eftir ákvörðun skv. 25. gr., eða telji [ríkisskattstjóri]2) frekari skýringa þörf á einhverju atriði varðandi virðisaukaskattsskil aðila skal hann skriflega skora á aðila að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skriflegar skýringar og þau gögn sem [ríkisskattstjóri]2) telur þörf á að fá. [Jafnframt skal aðili ótilkvaddur leiðrétta virðisaukaskattsskil sín, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, þ.m.t. ef fram kemur mismunur á innsendum virðisaukaskattsskýrslum annars vegar og bókhaldi og ársreikningi hins vegar. Þrátt fyrir ákvæði 3. og 4. mgr. 15. gr. er heimilt að leiðrétta vantalinn innskatt að hámarki 100.000 kr. með skilum á virðisaukaskattsskýrslu þess uppgjörstímabils skv. 24. gr. þegar það uppgötvast, þó ekki síðar en með skilum á skýrslu fyrir síðasta uppgjörstímabil viðkomandi rekstrarárs.]7) Fái [ríkisskattstjóri]2) fullnægjandi skýringar og gögn innan frests ákvarðar hann eða endurákvarðar virðisaukaskatt samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu og fengnum skýringum og gögnum. Ef eigi er bætt úr annmörkum á virðisaukaskattsskýrslu, svar aðila berst ekki innan tiltekins tíma, skýringar hans eru ófullnægjandi eða eigi eru send þau gögn sem óskað er eftir er [ríkisskattstjóra]2) heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila.

(2) Þá er [ríkisskattstjóra]2) heimilt að áætla virðisaukaskatt ef í ljós kemur að virðisaukaskattsskýrsla styðst ekki við tilskilið bókhald samkvæmt lögum nr. 145/1994, um bókhald, samkvæmt ákvæðum laga þessara eða ákvæðum reglugerða settra samkvæmt þeim. Jafnframt er [ríkisskattstjóra]2) heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila ef í ljós kemur að færsla á innskatti eða útskatti, eða öðrum þáttum sem virðisaukaskattsskýrsla byggist á, styðst ekki við lögmæt gögn. Sama gildir ef bókhald og þau gögn, sem liggja fyrir um fjárhæðir virðisaukaskattsskýrslu, verða ekki talin nægilega örugg eða ef tekjuskráning, þar með talin notkun sjóðvélar eða útbúnaður hennar eða notkun og form reikninga, er ekki í samræmi við ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Enn fremur er heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila ef ekki er lagt fram bókhald eða þau gögn sem skattyfirvöld kunna að biðja um til að sannprófa virðisaukaskattsskýrslu. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að skattfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. Ákvæði 27. gr. á við um áætlun samkvæmt þessari grein.

[(3) Hafi aðili sætt áætlun á grundvelli 2. mgr. 25. gr. en síðar kemur í ljós að áætlun hefur verið lægri en sá skattur sem honum bar að greiða skal áætla honum virðisaukaskatt að nýju í samræmi við það. Á sama hátt skal ákvarða eða endurákvarða aðila skatt ef í ljós kemur að honum hefur ekki verið gert að greiða virðisaukaskatt af allri sölu sinni, þ.m.t. sölu rekstrarfjármuna, eða ef ekki hefur verið lagður skattur á hann.]7)

(4) Við ákvörðun eða endurákvörðun, sbr. [1.-3. mgr.]7), skal [ríkisskattstjóri]2) tilkynna aðila skriflega um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar til að aðili geti tjáð sig skriflega um efni máls og lagt fram viðbótargögn. Við endurákvörðun skal [ríkisskattstjóri]2) þó veita aðila a.m.k. 15 daga frest frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar. Sé ekki kunnugt um dvalarstað aðila er [ríkisskattstjóra]2) heimilt að gera breytingar án þess að tilkynna um þær.

(5) [Ríkisskattstjóri]2) skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum þess frests sem [ríkisskattstjóri]2) hefur veitt aðila til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun skv. [4. mgr.]7) og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi, [almennri póstsendingu eða rafrænt].3) Tilkynning um skattbreytingu skal send viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar. [---]3 Heimilt er aðila að kæra úrskurð [ríkisskattstjóra]2) til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd. *2)

(6) Heimild til endurákvörðunar virðisaukaskatts samkvæmt þessari grein nær til skatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Sama gildir um endurákvörðun á áður ofendurgreiddum skatti. Fari fram rannsókn [hjá skattrannsóknarstjóra]8) eða hjá [héraðssaksóknara]4) 5) á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst. [Heimild til endurákvörðunar skatts samkvæmt þessari grein skal þó taka til síðustu tíu ára á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram vegna tekna og eigna skattaðila í lágskattaríkjum, hvort heldur sem tekjur þessar eða eignir eru gefnar upp af sjálfsdáðum eða uppgötvast við skatteftirlit eða á annan hátt.]6) *2)

(7) Hafi [---]3 [ríkisskattstjóri]2) grun um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga hafi verið framin [fer skattrannsóknarstjóri með meðferð málsins og getur lokið því með ákvörðun sektar]8).]1) *1) *2)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 149/19962)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 55. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 5. gr. laga nr. 82/20115)Sbr. 30. gr. laga nr. 47/2015. 6)Sbr. 11. gr. laga nr. 112/2016. 7)Sbr. 6 gr. laga nr. 143/2018. 8)Sbr. 28. gr. laga nr. 29/2021*1)Greininni hefur áður verið breytt með 10. gr. laga nr. 119/1989 og 23. gr. laga nr. 122/1993. *2)4.-7. mgr. voru áður 3.-6. mgr. en númer þeirra tóku breytingum með 6. gr. laga nr. 143/2018.

27. gr.

(1) Sé virðisaukaskattur ekki greiddur á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar skatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu eða til viðbótar þeim skatti sem honum bar að standa skil á, sbr. 19. gr. Sama gildir ef virðisaukaskattsskýrslu hefur ekki verið skilað eða verið ábótavant og virðisaukaskattur því áætlaður eða endurgreiðsla skv. [25. gr.]6) hefur verið of há. [Þá skal aðili sæta álagi ef endurgreiðsla skv. [3. og 4. mgr.]8) 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. hefur verið of há.]7)

(2) Álag skv. 1. mgr. skal vera [1%]1) 5) af þeirri fjárhæð, sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en [10%.]1) 5)

(3) Við útreikning á álagi á áætlaðan virðisaukaskatt telst gjalddagi sá sami og gjalddagi virðisaukaskatts þess uppgjörstímabils sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á vangreiddan, ógreiddan eða ofendurgreiddan virðisaukaskatt eldri tímabila.

(4) Sendi aðili fullnægjandi virðisaukaskattsskýrslu innan kærufrests, sbr. 29. gr., skal hann greiða virðisaukaskatt samkvæmt skýrslunni auk álags skv. 2. mgr. Kæri aðili áætlaðan virðisaukaskatt skal hann greiða virðisaukaskatt samkvæmt kæruúrskurði auk álags skv. 2. mgr.

(5) [---]9)

(6) Fella má niður álag skv. 2. mgr. ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og geta skattyfirvöld metið það í hverju tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi. [---]9)

[---]2) 5) 6)
[---]3) 6)
[---]4) 6)
[---]6)

1)Sbr. 11. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 106/1990. 3)Sbr. 53. gr. laga nr. 111/1992. 4)Sbr. 24. gr. laga nr. 122/1993. 5)Sbr. 6. gr. laga nr. 40/1995. 6)Sbr. 5. gr. laga nr. 149/1996. 7)Sbr. 9. gr. laga nr. 55/1997. 8)Sbr. 4. gr. laga nr. 175/2006. 9)Sbr. 7. gr. laga nr. 143/2018.

[27. gr. A.

(1) Hafi skattaðili sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. samfellt í [tvö uppgjörstímabil]3) eða lengur er ríkisskattstjóra heimilt að fella hann af virðisaukaskattsskrá.

(2) [Aðili]4) sem hefur verið felldur af virðisaukaskattsskrá skv. 1. mgr. getur ekki skráð sig aftur nema hann hafi gert fullnægjandi skil á virðisaukaskattsskýrslum og virðisaukaskatti. Í stað fullnægjandi skila á virðisaukaskatti getur ríkisskattstjóri heimilað skattaðila að leggja fram tryggingu í formi skilyrðislausrar sjálfsskuldarábyrgðar banka fyrir endurákvörðuðum virðisaukaskatti skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar, að viðbættu álagi, vöxtum og öðrum innheimtukostnaði.

(3) [Aðili]4) sem hefur verið skráður að nýju á virðisaukaskattsskrá skv. 2. mgr. skal nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil í að minnsta kosti tvö ár frá og með því tímabili sem skráning á sér stað að nýju og skal gjalddagi vera 15 dögum eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hafi skattaðili gert fullnægjandi skil á þessu tímabili skal hann að því loknu standa skil á virðisaukaskatti samkvæmt almennum reglum 24. gr.

(4) Ákvæði 3. mgr. gilda einnig um nýskráningu á virðisaukaskattsskrá skv. 5. gr. og endurskráningu skv. 2. mgr. þessarar greinar ef [aðili]4) sjálfur, eigandi, framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður, sé um félag að ræða, hefur orðið gjaldþrota á næstliðnum fimm árum fyrir skráningu á virðisaukaskattsskrá.

[(5) Komi í ljós að aðili, sem felldur hefur verið af virðisaukaskattsskrá skv. 1. mgr., innheimti virðisaukaskatt í viðskiptum sínum eftir tímamark afskráningar skal hann skila þeim skatti í ríkis­sjóð án frádráttar í formi innskatts skv. 3. og 4. mgr. 15. gr. Verði leiðréttingu komið við gagn­vart kaupanda fellur skilaskylda samkvæmt þessari málsgrein niður.]4)

(6) [Ráðherra] er heimilt í reglugerð2) að kveða nánar á um framkvæmd þessarar greinar.]1) *1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 163/20102)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 42/2013. 4)Sbr. 8. gr. laga nr. 143/2018. *1)Málsgreinin var áður 5. mgr. en með 8. gr. laga nr. 143/2018 bættist við ný málsgrein sem varð að 5. mgr.
 

[27. gr. B

(1) Berist virðisaukaskattsskýrsla eftir að skattaðili hefur sætt áætlun skal ríkisskattstjóri leggja á hann gjald að fjárhæð 5.000 kr. fyrir hverja virðisaukaskattsskýrslu sem hefur ekki verið skilað á réttum tíma skv. 2. mgr. 24. gr.

(2) Fella má niður gjald skv. 1. mgr. ef skattaðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og metur ríkisskattstjóri það í hverju tilviki hvað skuli telja gildar ástæður í þessu sambandi.

(3) Innheimtumaður ríkissjóðs annast innheimtu gjaldsins sem rennur í ríkissjóð.]1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 163/2010.

[27. gr. C

(1) Ef máli er vísað til meðferðar hjá lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.

(2) Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. óháð því hvort endurákvörðun skv. 26. gr. hafi þegar farið fram.

(3) Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna vegna kröfu um refsingu kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun virðisaukaskatts skv. 26. gr.

(4) Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.]1)

1)Sbr. 29. gr. laga nr. 29/2021.

28. gr.

(1) Sé virðisaukaskattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga, sbr. 24. gr., skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Sama gildir ef endurgreiðsla hefur verið of há [eða ef virðisaukaskattur er endurákvarðaður til hækkunar]10). [---]5) [Gildisdagur vaxtatímabils dráttarvaxta skal vera sá sami og gjalddagi viðkomandi uppgjörstímabils. Fella má niður dráttarvexti hafi utanaðkomandi og óviðráðanleg ytri atvik, sem aðili ber ekki ábyrgð á, hamlað greiðslu á réttum tíma. Við endurákvörðun virðisaukaskatts sem tekur til fleiri en eins uppgjörstímabils innan sama árs og skuld og inneign myndast við sömu skattbreytingu skal jafna inneign vegna ofgreiðslu á fyrra uppgjörstímabili á móti skuld á síðara uppgjörstímabili áður en til álagningar dráttarvaxta kemur, hafi inneign myndast á fyrra uppgjörstímabili. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd ákvæða þessarar málsgreinar, þar á meðal um gildisdag vaxtatímabils í þeim tilvikum þegar skuld og inneign myndast við sömu skattbreytingu.]10)

(2) Virðisaukaskattur, álag, dráttarvextir og kröfur um endurheimtu of hárra endurgreiðslna njóta lögtaksréttar. [---]1) Óheimilt er að slíta félagi fyrr en kröfur þessar hafa verið greiddar að fullu fyrir allan starfstíma þess. Hafi félagi verið slitið án þess að kröfur þessar hafi verið greiddar bera skilanefndarmenn [---]3) ábyrgð á greiðslu þeirra. Stjórnarmenn félaga, sjóða og stofnana, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. og 4. tölul. 3. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt],8) bera óskipta ábyrgð á kröfum samkvæmt þessari málsgrein.

(3) Innheimtumaður getur látið lögreglu stöðva atvinnurekstur þeirra aðila sem ekki gera fullnægjandi skil á skattinum, álagi skv. 27. gr. eða dráttarvöxtum skv. 1. mgr. þessarar greinar á tilskildum tíma með því m.a. að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð.

(4) Nú á aðili rétt á endurgreiðslu skv. [25. eða 29. gr.]6) 10) og hún er ekki innt af hendi innan mánaðar frá lokum frests samkvæmt sömu [greinum]10) og skal þá ríkissjóður greiða aðila dráttarvexti, sbr. 1. mgr., af þeirri fjárhæð sem endurgreiða skal.

(5) [Vanræki skattskyldur aðili að færa tilskilið bókhald samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laga þessara eða nota tilskilið söluskráningarkerfi samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim eða ef söluskráningarkerfi er verulega áfátt skal ríkisskattstjóri eða [skattrannsóknarstjóri]11) með ábyrgðarbréfi eða á annan sannanlegan hátt beina til hans fyrirmælum um úrbætur. Ef fyrirmælum þessum er ekki sinnt innan 15 daga getur [skattrannsóknarstjóri]11 eða ríkisskattstjóri látið lögreglu stöðva atvinnurekstur viðkomandi á sama hátt og greinir í 3. mgr. þessarar greinar og þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar. Sama gildir hafi skattaðili vanrækt tilkynningarskyldu skv. 5. gr., skilaskyldu skv. 24. gr. eða sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. í tvö uppgjörstímabil eða fleiri á næstliðnum tveimur árum frá yfirstandandi uppgjörstímabili skv. 24. gr.]2) 9)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 78/1989. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 106/1990. 3)Sbr. 135. gr. laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum. 4)Sbr. 54. gr. laga nr. 111/1992. 5)Sbr. 25. gr. laga nr. 122/1993. 6)Sbr. 6. gr. laga nr. 149/1996. 7)Sbr. 10. gr. laga nr. 55/1997. 8)Sbr. 75. gr. laga nr. 129/2004. 9)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/2014. 10)Sbr. 9. gr. laga nr. 143/2018. 11)Sbr. 30. gr. laga nr. 29/2021.

29. gr.

(1) [Ákvörðun [ríkisskattstjóra]3) á virðisaukaskatti skv. 25. gr. er kæranleg til hans innan 30 daga frá því er skatturinn var ákveðinn. Kærufrestur reiknast frá póstlagningu tilkynningar um skattákvörðun. Við ákvörðun virðisaukaskatts án sérstakrar tilkynningar til kæranda reiknast kærufrestur þó frá gjalddaga uppgjörstímabilsins, sbr. 24. gr. Kærur skulu vera skriflegar og rökstuddar. Innsend fullnægjandi virðisaukaskattsskýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 25. gr.

(2) Ef virðisaukaskattur er endurákvarðaður samtímis ákvörðun, sbr. 26. gr., er endurákvörðunin jafnframt kæranleg til [ríkisskattstjóra]3) innan 30 daga frá því er skatturinn var ákveðinn, enda liggi ekki fyrir álagning skv. 98. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt].2) [Ef áætlun er breytt á grundvelli 3. mgr. 26. gr. eftir lok kærufrests fær aðili kærufrest að nýju.]6)

(3) [Ríkisskattstjóri]3) skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests kveða upp rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi, [almennri póstsendingu eða rafrænt].4) [Ef kveðinn er upp úrskurður vegna skýrslu sem berst eftir lok skilafrests skv. 24. gr., þar sem innskattur er talinn hærri en útskattur, skal endurgreiðsla fara fram innan sjö daga frá úrskurðardegi.]6)

(4) Úrskurði [ríkisskattstjóra]3) má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

(5) [Ágreining um skattskyldu og skatthæð má bera undir dómstóla.]5)

(6) Áfrýjun eða deila um skattskyldu frestar ekki gjalddaga skattsins né leysir undan neinum þeim viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans, en verði skattur lækkaður eftir úrskurði eða dómi skal endurgreiða það sem lækkuninni nemur.]1) *1)

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 149/1996. 2)Sbr. 76. gr. laga nr. 129/20043)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 56. gr. laga nr. 136/2009. 5)Sbr. 9. gr. laga nr. 123/2014. 6)Sbr. 10. gr. laga nr. 143/2018. *1)Greininni hefur áður verið breytt með 12. gr. laga nr. 119/1989, 23. gr. laga nr. 30/1992 og 26. gr. laga nr. 122/1993.
 

[29. gr. A.

Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina beiðni aðila um breytingu á ákvörðun um virðisaukaskatt, þó lengst sex tekjuár aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni. Beiðni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum. Þá skulu skilyrði 26. gr. uppfyllt ef um hækkun er að ræða. Víkja má frá þessum tíma­mörkum ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Aðila er heimilt að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.]1)

1)
Sbr. 11. gr. laga nr. 143/2018.

Fara efst á síðuna ⇑