Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 19:38:28

Lög nr. 75/1998 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=75.1998.0)
Ξ Valmynd

Úr áfengislögum
nr. 75/1998.*1)

*1)Sbr. lög nr. 8/1999, 17/2003, 40/2005, 85/2007, 136/2009, 162/2010 og 126/2011.

4. gr.

(1) Innflutningur, heildsala, smásala [---]1) og framleiðsla áfengis sem fram fer í atvinnuskyni án leyfis samkvæmt lögum þessum varðar refsingu skv. 27. gr.

(2) Það varðar einnig refsingu skv. 27. gr., þótt ekki sé í atvinnuskyni:

  1. að framleiða áfengi til einkaneyslu eða sölu,

  2. að selja áfengi,

  3. að veita áfengi með öðrum hætti en heimilt er samkvæmt lögum þessum.

(3) Ólöglegur innflutningur áfengis varðar refsingu samkvæmt ákvæðum tollalaga.

(4) Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum. [---]1)

1)Sbr. 28. gr. laga nr. 85/2007.

5. gr.

(1) Leyfi til innflutnings, heildsölu, smásölu eða framleiðslu skal einungis veitt þeim sem tilkynnt hefur [ríkisskattstjóra]2) um atvinnustarfsemi sína og verið færður á fyrirtækjaskrá samkvæmt lögum um fyrirtækjaskrá og sem tilkynnt hefur [ríkisskattstjóra]4) um starfsemi sína samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.

(2) Til að fá útgefið leyfi skv. 1. mgr. 3. gr., annað en leyfi til smásölu, skal umsækjandi vera orðinn 20 ára. Ef umsækjandi er félag með ótakmarkaðri ábyrgð skulu eigendur og framkvæmdastjóri þess vera orðnir 20 ára. Ef um er að ræða félag með takmarkaðri ábyrgð skulu allir stjórnarmenn og framkvæmdastjóri fullnægja aldursskilyrðinu.

(3) Fyrir útgáfu leyfa samkvæmt lögum þessum skal greiða gjald samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs [nema annað sé tekið fram].1)

(4) Framleiðslu-, innflutnings-, heildsölu- eða smásöluleyfishafa er skylt að halda, eftir því sem við á, framleiðslu-, birgða- og sölubókhald. Ráðherra setur nánari reglur um færslu bókhalds samkvæmt þessari málsgrein.

(5) [[Ráðherra]5)6) getur með reglugerða) kveðið nánar á um fyrirkomulag veitingar leyfa til innflutnings, heildsölu eða framleiðslu áfengis í atvinnuskyni.]3)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 8/1999. 2)Sbr. 12. gr. laga nr. 17/2003. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 40/2005. 4)Sbr. 92. gr. laga nr. 136/2009. 5)Sbr. 154. gr. laga nr. 162/2010. 6)Sbr. 274. gr. laga nr. 126/2011a)Reglugerð nr. 828/2005. sbr 845/2007.

Fara efst á síðuna ⇑