Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 19:38:15

Lög nr. 65/2015 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=65.2015.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 65/2015, um leigu skráningarskyldra ökutækja.

9. gr.
Einkaleigur

(1) Heimilt er einstaklingum að leigja skráningarskyld ökutæki með milligöngu sérstakra einkaleiga. Hverjum einstaklingi er heimilt að leigja út tvö skráningarskyld ökutæki sem skráð eru á kennitölu viðkomandi.

(2) Einkaleigu er skylt að uppfylla skilyrði 3. gr. um starfsleyfi að frátöldu skilyrðinu um umsögn sveitarstjórnar í 2. mgr.

(3) Umsækjandi um starfsleyfi einkaleigu skal uppfylla skilyrði 4. gr., þar á meðal skilyrði um starfsábyrgðartryggingu sem Samgöngustofa metur gilda.

(4) Einkaleiga skal tryggja að skráningarskylt ökutæki sem það hefur á skrá sé skráð sem ökutæki í notkunarflokki ökutækjaleigu hjá Samgöngustofu. Einnig skal tryggja að ökutæki hafi lögbundna aðalskoðun samkvæmt umferðarlögum og að ökutækið sé tryggt lögbundinni ábyrgðartryggingu.

(5) Einkaleiga skal í hvívetna leysa störf sín af hendi svo sem góðar viðskiptavenjur bjóða og gæta þess að skráningarskyld ökutæki í útleigu, hvort sem er skoðunarskyld ökutæki eða ekki, séu ætíð í góðu ásigkomulagi, hljóti gott viðhald og eftirlit og fullnægi kröfum sem gerðar eru um þau í lögum eða reglugerðum. Einnig skal einkaleiga gæta að því að ökutæki séu í ásigkomulagi sem tekur mið af árstíma og færð.

(6) Skylt er að leyfisbréf til starfseminnar liggi frammi á starfsstöð.

(7) Um innheimtu og skil á virðisaukaskatti fer samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

(8) Ákvæði 5. gr. og 10.–14. gr. eiga við um einkaleigur.

(9) Ráðherra er heimilt að setja reglugerða) um einkaleigur þar sem m.a. er kveðið á um fyrirkomulag trygginga ökutækja og nánari skilyrði starfseminnar.

a)Sbr. reglugerð nr. 840/2015.
 

Fara efst á síðuna ⇑