Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 16:37:17

Lög nr. 50/1988, kafli 10 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.10)
Ξ Valmynd

X. KAFLI
Sérstök ákvæði um landbúnað.

30. gr.

(1) Skráningarskyldir aðilar, sem stunda landbúnað, skulu færðir á sérstaka skrá, landbúnaðarskrá, og skal um virðisaukaskattsskil þeirra fara eftir þessum kafla.

(2) Starfsemi, sem fellur undir [flokk 1]1) í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, önnur en þjónusta við búrekstur, telst landbúnaður í skilningi 1. mgr.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 40/1995.

31. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 24. gr. skulu þeir sem um ræðir í 30. gr. skila innheimtumanni ríkissjóðs virðisaukaskatti ásamt virðisaukaskattsskýrslu tvisvar á ári. Skýrslu vegna fyrri hluta árs skal skilað ásamt virðisaukaskatti í síðasta lagi 1. september ár hvert og vegna síðari hluta árs 1. mars ár hvert. Að öðru leyti skulu ákvæði IX. kafla gilda um virðisaukaskattsskil þeirra sem stunda landbúnað eftir því sem við getur átt, sbr. þó 32. og 33. gr.

32. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. skulu þeir, sem um ræðir í 30. gr. og hafa 60% eða meira af heildaratvinnurekstrartekjum af annars konar starfsemi en landbúnaði, skila virðisaukaskatti ásamt skýrslum á reglulegum skiladögum skv. 24. gr.

33. gr.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. er [ríkisskattstjóra]1) heimilt að fallast á beiðni þeirra sem stunda landbúnað um aukauppgjör á virðisaukaskatti ef í ljós kemur að þeir eiga kröfu á verulegri endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á fjárfestingar- og rekstrarvörum. [Ráðherra]2) getur í reglugerða) sett nánari skilyrði fyrir því hvenær fallast beri á beiðni um aukauppgjör virðisaukaskatts samkvæmt þessari grein.

(2) Ef nauðsyn ber til er [ráðherra]2) heimilt að setja í reglugerða) aðrar reglur en kveðið er á um í þessum kafla og IX. kafla um uppgjörstímabil og skil þeirra bænda sem fá söluverð afurða sinna ekki gert upp með reglubundnum hætti a.m.k. sex sinnum á ári. Heimilt er að láta reglur þessar á sama hátt taka til viðskiptaaðila þeirra bænda sem hér um ræðir. Reglugerð þessi skal sett að höfðu samráði við [ráðherra er fer með málefni landbúnaðar]2).

1)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011a)Reglugerð nr. 667/1995.
 

Fara efst á síðuna ⇑