Skattalagasafn ríkisskattstjóra 18.4.2024 01:26:43

Lög nr. 3/2006, kafli 12 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=3.2006.12)
Ξ Valmynd

XII. KAFLI
Viđurlög og málsmeđferđ.

120. gr.
[Stjórnvaldssektir vegna skila á ársreikningi.

(1) Ársreikningaskrá skal leggja stjórnvaldssektir á ţau félög sem vanrćkja skyldu samkvćmt lögum ţessum til ađ standa skil á ársreikningi eđa samstćđureikningi til opinberrar birtingar innan ţeirra fresta sem kveđiđ er á um í 109. gr. Ţegar frestur skv. 109. gr. til skila á ársreikningi eđa samstćđureikningi er liđinn skal ársreikningaskrá leggja á viđkomandi félag stjórnvaldssekt ađ fjárhćđ 600.000 kr. og jafnframt krefjast úrbóta.
    
(2) Skili félag ársreikningi eđa samstćđureikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal ársreikningaskrá lćkka sektarfjárhćđina um 90%. Ef úrbćtur eru gerđar innan tveggja mánađa frá tilkynningu sektarfjárhćđar skal lćkka sektarfjárhćđina um 60%. Ef úrbćtur eru gerđar innan ţriggja mánađa frá tilkynningu sektarfjárhćđar skal lćkka sektarfjárhćđina um 40%.

(3) Uppfylli ársreikningur eđa samstćđureikningur ekki ákvćđi laga ţessara ađ mati ársreikningaskrár skal hún tilkynna félagi um ţá afstöđu, gefa ţví kost á úrbótum og möguleika á ađ koma ađ andmćlum. Ef ekki berast fullnćgjandi skýringar eđa úrbćtur innan 30 daga skal lögđ á félagiđ stjórnvaldssekt ađ fjárhćđ 600.000 kr.

(4) Leggi félag fram fullnćgjandi upplýsingar eđa skýringar međ ársreikningi eđa samstćđureikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal ársreikningaskrá lćkka sektarfjárhćđina um 90%. Ef úrbćtur eru gerđar innan tveggja mánađa frá tilkynningu sektarfjárhćđar skal lćkka sektarfjárhćđina um 60%. Ef úrbćtur eru gerđar innan ţriggja mánađa frá tilkynningu sektarfjárhćđar skal lćkka sektarfjárhćđina um 40%.

(5) Stjórnvaldssektirnar eru ađfararhćfar. Sektir renna í ríkissjóđ ađ frádregnum kostnađi viđ innheimtuna. Ákvörđun ársreikningaskrár um álagningu sektar skv. 3. mgr. er kćranleg til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.

(6) Stjórnvaldssektum verđur beitt óháđ ţví hvort lögbrot eru framin af ásetningi eđa gáleysi.]1)
1) Sbr. a. liđur 71. gr. laga nr. 73/2016.

121. gr.

(1) [Ef ársreikningi eđa samstćđureikningi hefur ekki veriđ skilađ innan [sex]2) mánađa frá ţví ađ frestur skv. 109. gr. til skila á ársreikningi eđa samstćđureikningi er liđinn eđa frá ţví ađ ársreikningaskrá hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ skýringar eđa upplýsingar međ ársreikningi eđa samstćđureikningi sem lagđur hefur veriđ fram til opinberrar birtingar hafi ekki veriđ fullnćgjandi skal ársreikningaskrá krefjast skipta á búi félagsins. Ef ákvörđun ársreikningaskrár, um ađ skýringar eđa upplýsingar međ ársreikningi eđa samstćđureikningi hafi ekki veriđ fullnćgjandi, er kćrđ til yfirskattanefndar skal miđa upphaf frestsins viđ ţađ tímamark ţegar niđurstađa yfirskattanefndar liggur fyrir. Ráđherra setur nánari fyrirmćli um međferđ slíkra mála hjá ársreikningaskrá í reglugerđ.

(2) Ţegar hérađsdómara hefur borist krafa um skipti skv. 1. mgr. skal hann fara međ hana eftir fyrirmćlum laga um gjaldţrotaskipti o.fl. um međferđ kröfu lánardrottins um ađ bú skuldara verđi tekiđ til gjaldţrotaskipta. [Ef stjórn félags eđa framkvćmdastjóri ţess sćkir ţing getur hérađsdómari orđiđ viđ beiđni félagsins um ađ fresta međferđ kröfunnar í allt ađ tvo mánuđi.]2)

(3) Hérađsdómari skal kveđa upp úrskurđ um hvort orđiđ verđi viđ kröfu um ađ bú félags verđi tekiđ til skipta. Sé krafan tekin til greina skal fariđ međ búiđ eftir fyrirmćlum laga um skipti á dánarbúum o.fl. um međferđ dánarbús ţar sem erfingjar taka ekki á sig ábyrgđ á skuldbindingum ţess látna ađ öđru leyti en ţví ađ hluthafar njóta ekki ţeirrar stöđu sem erfingjar njóta viđ slík skipti fyrr en leitt er í ljós eftir lok kröfulýsingarfrests ađ eignir búsins muni hrökkva fyrir skuldum.1)
 

(4) Berist beiđni ţar ađ lútandi er ársreikningaskrá heimilt ađ fella niđur allar álagđar stjórn­valdssektir skv. 1.–6. mgr. 120. gr. í kjölfar móttöku:

 1. hlutafélagaskrár á skriflegri yfirlýsingu hluthafa í einkahlutafélagi um ađ allar gjald­fallnar og ógjaldfallnar skuldir félags hafi veriđ greiddar og ađ félaginu verđi slitiđ skv. 83. gr. a laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994,
 2. tilkynningar skilanefndar til hlutafélagaskrár um slit einkahlutafélags skv. 2. mgr. 91. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994,
 3. yfirlýsingar um afmáningu útibús erlends einkahlutafélags úr hlutafélagaskrá í sam­rćmi viđ XVI. kafla laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994,
 4. tilkynningar skilanefndar til hlutafélagaskrár um slit hlutafélags eđa samlags­hlutafélags skv. 2. mgr. 116. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995,
 5. yfirlýsingar um afmáningu útibús erlends hlutafélags úr hlutafélagaskrá í sam­rćmi viđ XVI. kafla laga um hlutafélög, nr. 2/1995,
 6. firmaskrár á tilkynningu um slit sameignarfélags skv. 6. mgr. 42. gr. laga um sameignarfélög, nr. 50/2007,
 7. sjálfseignarstofnanaskrár á yfirlýsingu um slit sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sbr. 36. gr. laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999,
 8. samvinnufélagaskrár á yfirlýsingu um slit samvinnufélags í samrćmi viđ 2. mgr. 67. gr. laga um samvinnufélög, nr. 22/1991, eđa
 9. fyrirtćkjaskrár á yfirlýsingu félagsmanna um slit samlagsfélags.

(5) Heimild ársreikningaskrár til ađ fella niđur álagđar stjórnvaldssektir er háđ ţví skilyrđi ađ ársreikningi félags hafi veriđ skilađ til ársreikningaskrár í samrćmi viđ ákvćđi laga ţessara.
1) Sbr. b. liđur 71. gr. laga nr. 73/2016. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 68/2020.

122. gr.
[Sektir eđa fangelsi.

Ţađ varđar viđurlögum skv. 124. gr. ađ brjóta gegn eftirtöldum ákvćđum laga ţessara og reglum settum á grundvelli ţeirra:

 1. 11. tölul. 2. gr. ef félag er ranglega flokkađ sem lítiđ félag eđa örfélag í ţví skyni ađ komast hjá ađ birta ţćr upplýsingar sem međalstórum og stórum félögum ber ađ birta.
 2. 3. gr. um skyldu til ađ semja ársreikning í samrćmi viđ lög ţessi, reglugerđir og settar reikningsskilareglur eftir ţví sem viđ á.
 3. 5. gr. ef ársreikningur, samstćđureikningur eđa sjóđstreymi gefur ekki glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbćru fé.
 4. 11. gr. um grunnforsendur ársreiknings.
 5. 14. gr. um efnahagsreikning.
 6. 16. gr. um eignfćrslu ţróunarkostnađar og óefnislegra réttinda.
 7. 17. gr. um fćrslu kostnađar viđ stofnun félags eđa hćkkun hlutafjár.
 8. 18. gr. um afföll og lántökukostnađ af seldum eđa keyptum verđbréfum.
 9. 20. gr. um tekjur og gjöld reikningsárs.
 10. 22. gr. um tekjur og gjöld sem tengjast ekki reglulegri starfsemi.
 11. 23. gr. um varanlega rekstrarfjármuni sem nýtast takmarkađan tíma.
 12. 26. gr. um gjöld sem stofnađ er til á reikningsárinu en varđa síđari reikningsár.
 13. 28. gr. um sjóđstreymi.
 14. 29.–42. gr. um matsreglur.
 15. 43. gr. um skýringar í ársreikningi.
 16. 65. og 66. gr. um upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar međ ársreikningi.
 17. 66. gr. a um skyldu stjórnar félaga sem fengiđ hafa skráningu fyrir einn eđa fleiri flokka hlutabréfa á skipulegum verđbréfamarkađi til upplýsingagjafar.
 18. 66. gr. b um undirritun yfirlýsingar stjórnarmanna í félagi sem gefiđ hefur út verđbréf sem tekin hafa veriđ til viđskipta á skipulegum verđbréfamarkađi innan Evrópska efnahagssvćđisins.
 19. 66. gr. c um birtingu yfirlýsingar um stjórnarhćtti.
 20. 66. gr. d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga.
 21. 67. gr. um skyldu til ađ semja samstćđureikning.
 22. 73. gr. um skyldu til ađ semja samstćđureikning samkvćmt ákvćđum VII. kafla.
 23. 74. gr. um eignarhluti í dótturfélögum.
 24. 75. gr. um ađferđir viđ mat á eignum og skuldum samstćđu.
 25. 77. gr. um samstćđureikning.
 26. 79. gr. um kaupađferđ viđ stofnun samstćđu.
 27. 82.–84. gr. um skýringar međ samstćđureikningi.
 28. 85. gr. um skýrslu stjórnar um samstćđu.
 29. 86. gr. um reikningsskil viđ samruna og skiptingu.
 30. 87. gr. a um skyldu félags sem gefiđ hefur út hlutabréf eđa skuldabréf sem tekin hafa veriđ til viđskipta á skipulegum verđbréfamarkađi í ríki innan Evrópska efnahagssvćđisins til ađ semja árshlutareikning vegna fyrstu sex mánađa reikningsársins.
 31. 87. gr. b um árshlutaskýrslu stjórnar félaga skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. vegna fyrstu sex mánađa reikningsársins.
 32. 87. gr. e um skyldu félags sem gefiđ hefur út hlutabréf eđa skuldabréf sem tekin hafa veriđ til viđskipta á skipulegum verđbréfamarkađi í ríki innan Evrópska efnahagssvćđisins til ađ birta árshlutareikning.
 33. 90. gr. um skyldu félags skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. til ađ beita alţjóđlegum reikningsskilastöđlum viđ gerđ samstćđureiknings síns.
 34. 91. gr. um skyldu félags, sem ekki uppfyllir lengur skráningu á skipulögđum verđbréfamarkađi í ríki innan Evrópska efnahagssvćđisins, í ađildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eđa í Fćreyjum, til ađ beita alţjóđlegum reikningsskilastöđlum.
 35. 96. gr. um val á endurskođanda, endurskođunarfyrirtćki eđa skođunarmönnum ársreikninga.
 36. 2. mgr. 97. gr. um hćfi skođunarmanna.
 37. 99. gr. um skyldu móđurfélags, sem skylt er ađ semja samstćđureikning skv. VII. kafla, til ađ kjósa einn eđa fleiri endurskođendur eđa endurskođunarfyrirtćki sem jafnframt skulu endurskođa dótturfélag ţess ef ţess er nokkur kostur.
 38. 102. gr. um endurskođun og yfirferđ ársreiknings.
 39. 103. gr. um upplýsingaskyldu stjórnar félags og framkvćmdastjóra viđ endurskođendur og skođunarmenn.
 40. 1. og 2. mgr. 104. gr. um áritun endurskođenda á ársreikning og samstćđureikning.
 41. 3. mgr. 104. gr. um undirritun skođunarmanna á ársreikning og samstćđureikning.
 42. 105. gr. um ábendingar og athugasemdir endurskođanda eđa skođunarmanns.
 43. 108. gr. um bann viđ ţví ađ endurskođendur eđa skođunarmenn og samstarfsmenn ţeirra veiti einstökum félagsađilum eđa óviđkomandi ađilum upplýsingar um hag félagsins.
 44. 108. gr. a um skipun endurskođunarnefndar viđ einingu tengda almannahagsmunum.
 45. 108. gr. d um skyldu endurskođanda eđa endurskođunarfyrirtćkis til ađ gera endurskođunarnefnd árlega grein fyrir störfum sínum og óhćđi og skila skriflegri skýrslu um mikilvćg atriđi sem fram hafa komiđ viđ endurskođunina.]1)

1) Sbr. c. liđur 71.. gr. laga nr. 73/2016.

123. gr.

[Endurskođendur eđa skođunarmenn gerast sekir um refsiverđ brot gegn lögum ţessum međ athöfnum eđa athafnaleysi ţví sem hér greinir:

 1. Ef ţeir taka ađ sér ađ framkvćma endurskođun eđa yfirferđ ársreiknings án ţess ađ uppfylla hćfisskilyrđi laganna.
 2. Ef ţeir haga störfum sínum andstćtt ákvćđum laga ţessara eđa í ósamrćmi viđ góđa endurskođunarvenju.
 3. Ef ţeir međ áritun eđa undirritun sinni gefa rangar eđa villandi upplýsingar eđa láta hjá líđa ađ geta um mikilsverđ atriđi er snerta rekstrarafkomu eđa efnahag félags.]1

1) Sbr. d. liđur 71.. gr. laga nr. 73/2016.


124. gr.

(1) [Hver sá sem af ásetningi eđa stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvćđum laga ţessara á ţann hátt sem lýst er í 122. og 123. gr. skal sćta sektum eđa fangelsi allt ađ sex árum, enda liggi ekki ţyngri refsing viđ broti samkvćmt öđrum lögum. Alvarleg brot gegn 122. og 123. gr. varđa refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga eđa fésektum ef málsbćtur eru miklar.

(2) Heimilt er ađ gera upptćkan međ dómi beinan eđa óbeinan hagnađ sem hlotist hefur af broti gegn ákvćđum laga ţessara er varđa sektum eđa fangelsi.

(3) Tilraun til brots eđa hlutdeild í brotum samkvćmt lögum ţessum er refsiverđ eftir ţví sem segir í almennum hegningarlögum.

(4) Gera má lögađila fésekt fyrir brot gegn lögum ţessum óháđ ţví hvort brotiđ megi rekja til saknćms verknađar fyrirsvarsmanns eđa starfsmanns lögađilans. Hafi fyrirsvarsmađur hans eđa starfsmađur gerst sekur um brot á lögum ţessum má auk ţeirrar refsingar, sem hann sćtir, gera lögađilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotiđ drýgt til hagsbóta fyrir lögađilann eđa hann hafi notiđ hagnađar af brotinu.]1)
1) Sbr. e. liđur 71.. gr. laga nr. 73/2016.

125. gr.

(1) [Hérađssaksóknari fer međ rannsókn alvarlegra brota á lögum ţessum. Teljist brot ekki svo alvarleg ađ varđi viđ 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga fer [skattrannsóknarstjóri]2) međ rannsóknir vegna brota á lögunum. Skattrannsóknarstjóri getur á hvađa stigi rannsóknar sem er vísađ máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáđum, [eđa ef hann telur ađ máliđ falli undir fyrirmćli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota]2).

(2) [Skattrannsóknarstjóri úrskurđar um]2) sektir vegna brota á lögum ţessum, annarra en brota gegn 120. gr., nema brot sćti rannsókn og dómsmeđferđ hérađssaksóknara skv. 1. mgr. [Skattrannsóknarstjóri]2) getur á hvađa stigi rannsóknar sem er vísađ máli til hérađssaksóknara af sjálfsdáđum, [eđa ef hann telur ađ máliđ falli undir fyrirmćli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota]2.

(3) Sakir samkvćmt lögum ţessum fyrnast á sex árum miđađ viđ upphaf rannsóknar á vegum hérađssaksóknara eđa [skattrannsóknarstjóra]2), gegn manni sem sökunaut, enda verđi ekki óeđlilegar tafir á rannsókn máls eđa ákvörđun refsingar.]1)
1) Sbr. f. liđur 71.. gr. laga nr. 73/2016. 2)Sbr. 33. gr. laga nr. 29/2021.

126. gr.

[…]1)
Sbr. 71. gr. laga nr. 73/2016.

Fara efst á síđuna ⇑