Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 09:11:08

Reglugerð nr. 50/1993, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=50.1993.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI

Sameiginlegar reglur um bókhald virðisaukaskattsskyldra aðila.
13. gr.

(1) Færa skal bókhald samkvæmt reglugerð þessari á skýran og aðgengilegan hátt og haga því þannig að þar komi fram þær fjárhæðir sem skattaðili skal gefa upp á virðisaukaskattsskýrslu í lok hvers uppgjörstímabils. Ávallt skal vera hægt að rekja einstakar fjárhæðir í uppgjörsgögnum til þeirra færslna og fylgiskjala sem á er byggt í bókhaldi. Þannig skulu skattyfirvöld jafnan geta gengið úr skugga um réttmæti virðisaukaskattsskýrslna og þeirra fylgiskjala og uppgjörsgagna sem að baki liggja.

(2) Skattaðilar skulu færa bókhald samkvæmt reglugerð þessari fyrir hvert uppgjörstímabil áður en virðisaukaskattsskýrsla tímabilsins er send.

Kaup.
14. gr.

     Í bókhaldi skal skrá vegna hvers uppgjörstímabils þau kaup vöru og skattskyldrar þjónustu sem innlendir seljendur hafa gert skattaðila reikning fyrir á tímabilinu, svo og þann innflutning hans sem hefur verið tollafgreiddur á tímabilinu. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hvort greiðsla vegna kaupanna hefur verið innt af hendi.

15. gr.

(1) Skjöl, sem færsla innskatts í bókhald er byggð á, skulu uppfylla skilyrði II. kafla reglugerðar þessarar um form og efni. Önnur skjöl en frumrit sölureikninga, frumrit móttekinna kreditreikninga, [[frumrit gíróseðla]1), afreikningar og rafrænir sölureikningar]2), sbr. 3.-6. gr. og [5. mgr. 8. gr.]3), teljast ekki fullnægjandi til sönnunar innskatti. [Frumrit kvittunar eða sölureiknings eða rafrænn reikningur skal liggja til grundvallar færslu á innskatti vegna innborgunar á viðskipti, sbr. 7. gr.]4) Greiðsluskjal frá tollyfirvöldum þar sem virðisaukaskattur kemur sérstaklega fram skal liggja til grundvallar innskatti vegna eigin innflutnings skattaðila.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má færsla á innskatti vegna sameiginlegra innkaupa tveggja eða fleiri rekstraraðila, sem einn sölureikningur er gefinn út fyrir, byggjast á sameiginlegri greinargerð þar sem fram komi nafn og kennitala allra kaupenda, svo og skipting verðs og virðisaukaskatts. Árita skal á frumrit sölureiknings hver varðveitir það. Ljósrit áritaðs sölureiknings skal liggja fyrir í bókhaldi allra aðila ásamt greinargerð ef hún er gerð á sérstöku skjali. [Þegar um er að ræða rafrænan sölureikning skal ákvæðið um áritað frumrit teljast uppfyllt ef áritað prentað eintak reikningsins liggur fyrir hjá hverjum aðila kaupanna ásamt greinargerðinni.]2) [[Þá geta samrekstraraðilar sem halda sameiginlegt bókhald skv. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, fært innskatt eftir sérstakri sundurliðun að réttri tiltölu í viðeigandi reikninga í bókhaldi hvers aðila.]1)]3) *1)

(3) [Skjöl úr tekjuskráningarkerfi, sem fengið hafa samþykkt ríkisskattstjóra skv. 10. gr. geta legið til grundvallar færslu á innskatti í bókhaldi, önnur en greiðsluyfirlit greiðslukortafyrirtækja [, enda beri skjalið með sér tilvísun í samþykkt ríkisskattstjóra (TS-númer).]3)]1)

(4) [Ef seljandi gefur út rafrænan reikning og kaupandi er ekki með rafrænt bókhaldskerfi er prentað eintak rafræna reikningsins skv. III. kafla reglugerðar nr. 505/2013 innskattsskjal hans. Auk þeirra form- og efniskrafna sem gerðar eru í 1. mgr. skal á prentuðu eintaki rafræns reiknings koma fram að hann uppfylli kröfur reglugerðar nr. 505/2013.]3)4)

(5) [Að form- og efnisskilyrðum 4. og 5. gr. uppfylltum getur greiðslukvittun sjóðvélar, sem á uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi í skilningi 5. málsl. 5. mgr. 8. gr., legið til grundvallar innskatti enda komi sá uppruni fram við prentun hennar, sbr. 2. málsl. 4. mgr.]3)

(6) [Ákvæði 2. málsl. 4. mgr., eða eftir atvikum 5. mgr., taka einnig til prentaðs eintaks rafræns [reiknings]4) vegna sameiginlegra innkaupa, sbr. 2. mgr.]3)

1)Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 136/1997. 2)Sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 599/1999. 3)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 16/2001. 4)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 615/2013. *1)Efnislega hefur þessi málsliður ekki breyst. Hér er einungis um tilfærslu að ræða, þ.e. málsliður þessi var 4. málsl. 2. mgr. 15. gr. en verður 5. málsl.

16. gr.

     Færa skal til lækkunar á innskatti uppgjörstímabilsins þann virðisaukaskatt sem fram kemur á kreditreikningi seljenda vegna endursendrar vöru eða afsláttar frá verði áður keyptrar skattskyldrar vöru eða þjónustu, þar á meðal vegna skilyrts afsláttar sem verður virkur eftir afhendingu.

17. gr.

(1) Bókhaldi skal hagað þannig að skattyfirvöld geti haft eftirlit með því að aðili leiðrétti innskatt sinn ef breyting verður á forsendum frádráttar innskatts af keyptum varanlegum rekstrarfjármunum, sbr. IV. kafla reglugerðar um innskatt.a)

(2) Skattaðili skal færa upplýsingar um breytingar á forsendum frádráttar innskatts í bókhald sitt eða varðveita þær með bókhaldsgögnum.

(3) Ef starfsemi aðila er að hluta skattskyld en að hluta undanþegin skattskyldu (blönduð starfsemi) skal hann halda sérstakt yfirlit um kaup varanlegra rekstrarfjármuna. Sama gildir ef aðili notar varanlega rekstrarfjármuni þannig að innskattsfrádráttur vegna öflunar þeirra er aðeins heimill að hluta. Á yfirliti þessu skal sundurliða kaupverð án virðisaukaskatts, virðisaukaskatt sem greiddur var af kaupunum, virðisaukaskatt sem aðili getur talið til innskatts, svo og þær leiðréttingar á innskatti sem gerðar eru vegna viðkomandi rekstrarfjármunar. Hafi aðili yfirtekið leiðréttingarskyldu, sbr. 15. gr. reglugerðar um innskatt, skulu upplýsingar um fjárhæð þess innskatts, sem leiðréttingarskyldan tekur til, færðar á yfirlitið.

a)Sbr. reglugerð nr. 192/1993.

Sala.
18. gr.

     Til skattskyldrar veltu hvers uppgjörstímabils skal í bókhaldi telja hvers kyns afhendingu skattskyldrar vöru og þjónustu á tímabilinu, úttekt eiganda til eigin nota, svo og aðra afhendingu á tímabilinu sem telst til skattskyldrar veltu skv. 11. gr. laga nr. 50/1988, sbr. 12. gr. sömu laga. Innborganir, sbr. 3. mgr. 13. gr. laganna, skal telja til skattskyldrar veltu þess tímabils þegar þær eru mótteknar.

19. gr.

(1) [Tekjufærsla skal byggð á samritum af útgefnum sölureikningum, sbr. 3.-5. gr. og/eða [söluuppgjörsyfirliti]2) skv. 3. mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. gr. A og 1. mgr. 12. gr., eða gögnum úr tekjuskráningarkerfi sem aðili hefur fengið heimild fyrir, skv. 10. gr., svo og færslum í undirbók skv. 11. gr.]1)

(2) Þeir sem afhenda framleiðslu sína til vinnslu eða endursölu geta lagt afreikninga, sem samlög, samvinnufélög og aðrir slíkir aðilar gefa út, sbr. 6. gr., til grundvallar tekjufærslu sinni.

1)Sbr. 10. gr. reglugerðar 136/1997. 2)Sbr. 9. gr. reglugerðar 599/1999.

20. gr.

     Til sönnunar því að sala sé undanþegin skattskyldri veltu skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988 skal seljandi varðveita útflutningsskýrslu eða önnur sambærileg gögn með viðkomandi sölureikningum. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um hvaða gögn hér um ræðir.

Útlagður kostnaður.
21. gr.

(1) Kostnaður, sem seljandi hefur lagt út fyrir kaupanda, þarf ekki að teljast hluti skattverðs seljanda, enda endurkrefji hann kaupanda um kostnaðinn án nokkurs álags eða þóknunar, sölureikningur vegna kostnaðarins sé skráður á nafn kaupanda sem fái í hendur frumrit reikningsins [[eða prentað eintak [rafræns reiknings áritað um að hann sé úr rafrænu reikningakerfi]4)]2)]3) ásamt uppgjöri. Virðisaukaskattur vegna þessara innkaupa er ekki hluti innskatts seljanda.

(2) Í uppgjöri aðila skal tilgreina fjárhæðir allra reikninga vegna útlagðs kostnaðar, ásamt tegundum kostnaðar og nöfnum seljenda. Áritað eintak uppgjörsins (samrit) skal vera bókhaldsskjal seljanda.

(3) [Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að halda opinberum þjónustugjöldum, sem greidd eru í tengslum við sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu, fyrir utan skattverð sem útlögðum kostnaði, þótt frumrit reiknings sé skráð á seljanda og kaupandi fái ekki frumrit reiknings í hendur, enda sé kaupandi endurkrafinn um kostnaðinn án nokkurs álags eða þóknunar.]1)

1)Sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 136/1997. 2)Sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 599/1999. 3)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 16/2001. 4)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 615/2013.

Fara efst á síðuna ⇑