XI. KAFLI
Ýmis ákvæði.
54. gr.
Innleiðing.
Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2014/56/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2006/43/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikningsskila eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018, frá 27. apríl 2018 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 537/2014 um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum sem tengjast almannahagsmunum og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/909/EB eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018, frá 27. apríl 2018.
55. gr.
Gildistaka.
(1) Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020. Frá sama tíma falla úr gildi lög um endurskoðendur, nr. 79/2008.
(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast ákvæði 46. gr. gildi 27. apríl 2024 gagnvart þeim endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum sem hafa veitt endurskoðunarþjónustu til eininga tengdra almannahagsmunum samfellt í 20 ár eða lengur við gildistöku laga þessara og 27. apríl 2027 gagnvart þeim endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum sem hafa veitt endurskoðunarþjónustu til eininga tengdra almannahagsmunum samfellt í 11 ár eða lengur en skemur en 20 ár við gildistöku laga þessara.
56. gr.
Breyting á öðrum lögum.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
- Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum: 2. mgr. 90. gr. laganna fellur brott.
- Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, með síðari breytingum: Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
- Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum: 4. mgr. 70. gr. laganna fellur brott.