Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 09:23:51

Lög nr. 50/1988, kafli 13 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.13)
Ξ Valmynd

[XIII. KAFLI]1)
Um endurgreiðslu virðisaukaskatts.

 

1)Sbr. 13. gr. laga nr. 119/1989. Við bættist nýr kafli (XIII. kafli) og tvær nýjar greinar (42. og 43. gr.).

42. gr.

(1) [---]11)
(2) Endurgreiða skal byggjendum íbúðarhúsnæðis [60% þess virðisaukaskatts]2) 4) 5) sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Endurgreiðslan skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga, eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti [---]10). [Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis [60% þess virðisaukaskatts]2) 4) 6) sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess.]1) [Endurgreiðsla vegna vinnu manna við endurbætur eða viðhald skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en [30 dögum]14) eftir að [ríkisskattstjóra]13) barst erindið.]10) [Endurgreiðsla til byggingaraðila sem byggir íbúðarhúsnæði til sölu eða leigu og er skattskyldur skv. 2. mgr. 3. gr. má því aðeins fara fram að hann hafi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu fyrir sama tímabil og endurgreiðslubeiðni hans tekur til og skal endurgreiðsla samkvæmt þessum málslið skuldajafnað á móti álögðum virðisaukaskatti sama tímabils.]14) [Ráðherra]15) setur með reglugerða) nánari ákvæði um framkvæmd þessara endurgreiðslna. Á sama hátt skal í reglugerð kveðið á um endurgreiðslu ákveðins hlutfalls virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum [og húseiningum]12).a)

(3) [Endurgreiða skal ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra virðisaukaskatt sem þau hafa greitt [af innflutningi eða kaupum]16) á eftirtalinni þjónustu eða vöru:

  1. Sorphreinsun, þ.e. söfnun, flutningi, urðun og eyðingu sorps og annars úrgangs, þar með talið brotamálma. Ákvæði þetta tekur einnig til leigu eða kaupa á sorpgámum vegna staðbundinnar sorphirðu.
  2. Ræstingu.
  3. Snjómokstri og snjó- og hálkueyðingu með salti eða sandi.
  4. Björgunarstörfum og öryggisgæslu vegna náttúruhamfara og almannavarna.
  5. Þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi, sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.
  6. Þjónustu vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar.]7)

[Ráðherra getur með reglugerðb) sett nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein.]10)

(4) [---]3) 14)

(5) [Endurgreiða skal virðisaukaskatt af rannsóknartækjum sem óskattskyldir rannsóknaraðilar kaupa fyrir styrkfé eða fá að gjöf.]8)

(6) [[Endurgreiða skal rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. gr. 2. gr., 19,35% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur.]18) [Ráðherra]15) setur nánari reglurc) um framkvæmd endurgreiðslunnar.]9)

(7) [Endurgreiða skal virðisaukaskatt af tækjum og búnaði sem mannúðar- og líknarstofnanir fá að gjöf eða kaupa fyrir styrkfé, enda sé um að ræða vöru sem nýtt er beint til viðkomandi starfsemi. Endurgreiðsluheimild samkvæmt þessari málsgrein er bundin sömu skilyrðum og gilda um gjafir til mannúðar- og líknarstarfsemi og koma fram í [b-lið 8. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 88/2005, sbr. 33. gr. reglugerðar nr. 630/2008, um ýmis tollfríðindi].16)]10)

(8) [Endurgreiða skal virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á ökutækjum sem ætluð eru fyrir starfsemi björgunarsveita, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á því að viðkomandi ökutæki verði einungis notuð í þágu björgunarsveita. [Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu við að breyta ökutækjum skv. 1. málsl. á þann hátt að þau verði sérútbúin til björgunarstarfa.]21) [Ráðherra]15) er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd endurgreiðslu skv. 7. og 8. mgr.]10)

[(9) Endurgreiða skal sveitarfélögum og stofnunum eða félögum alfarið í þeirra eigu sem sinna lögbundnu hlutverki sveitarfélags á sviði brunavarna, brunamála eða mengunarvarna virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á eftirfarandi ökutækjum og tækjabúnaði:

  1. Dælubifreiðum, tækjabifreiðum, vatnsflutningabifreiðum, björgunarbifreiðum, þ.e. mannflutningabifreiðum og stiga- og ranabifreiðum.
  2. Slökkvidælum, reykblásurum, rafstöðvum, slöngum, börkum, tækjum og öðrum tilheyrandi búnaði.
  3. Klippum, glennum, tjökkum, dælum og öðrum tilheyrandi sérhæfðum björgunarbúnaði sem er notaður við björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
  4. Ytri hlífðarfatnaði vegna slökkvistarfa og mengunaróhappa sem og reykköfunartækjum og tækjabúnaði þeim tengdum.
  5. Tækjabúnaði sem notaður er vegna mengunaróhappa og fjarskiptabúnaði fyrir slökkvilið svo sem boðtækjum, talstöðvum og farsímum.*1)

[(10) Endurgreiða skal virðisaukaskatt vegna kaupa á vörum og þjónustu hér á landi á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Með sama hætti skal endurgreiða virðisaukaskatt til erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem undanþegnir skulu virðisaukaskatti vegna kaupa á vörum og þjónustu hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.]19)

(11) Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis.]20)

(12) Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt grein þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.]16) *2)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 109/1990. 2)Sbr. 59. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 60. gr. laga nr. 111/1992. 4)Sbr. 34. gr. laga nr. 3/1993. 5)Sbr. 1. gr. laga nr. 86/1996. 6)Sbr. 9. gr. laga nr. 149/1996. 7)Sbr. 13. gr. laga nr. 55/1997. 8)Sbr. 22. gr. laga nr. 104/2000. 9)Sbr. 6. gr. laga nr. 105/2000. 10)Sbr. 4. gr. laga nr. 64/2002. 11)Sbr. 5. gr. laga nr. 175/2006. 12)Sbr. 1. gr. laga nr. 10/200913)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 14)Sbr. 11. gr. laga nr. 163/201015)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 16)Sbr. 5. gr. laga nr. 69/201217)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/201418)Sbr. 22. gr. laga nr. 125/2015. 19) Sbr. 10. gr. laga nr. 59/2017. 20)Sbr. 1. gr. laga nr. 28/2019. 21)Sbr. 1. gr. laga nr. 33/2022. a)Reglugerð nr. 449/1990. b)Reglugerð nr. 248/1990. c)Reglugerð nr. 541/2001. *1)Endurgreiða skal virðisaukaskatt skv. 9. mgr. frá og með 1. janúar 2012, sbr. 12. gr. laga nr. 69/2012. *2) Var upphaflega 10. mgr. en varð 11. mgr. skv. 10. gr. laga nr. 59/2017 og síðar 12. mgr. skv. 1. gr. laga nr. 28/2019.

[42. gr.A. [---]2)]1)

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 163/20102)Sbr. 2. gr. laga nr. 24/2013.

43. gr.

(1) [Ráðherra]4) getur kveðið svo á með reglugerða) að endurgreiða megi virðisaukaskatt af vörum sem [aðilar búsettir erlendis]3) kaupa hérlendis og hafa með sér er þeir hverfa úr landi, enda séu uppfyllt þau skilyrði sem hann telur nauðsynleg.

(2) [Ráðherra]4) getur ákveðið með reglugerðb) að hvaða marki skuli endurgreiða sendimönnum erlendra ríkja virðisaukaskatt af kaupum á vörum og þjónustu hér á landi.

(3) [[Ráðherra]4) er heimilt með reglugerðc) að setja reglur um endurgreiðslu virðisaukaskatts sem erlend fyrirtæki hafa greitt hérlendis við kaup á vörum eða þjónustu [eða innflutning á vörum]6) [þó ekki vörum og þjónustu til endursölu og endanlegrar neyslu hér á landi.]7). Endurgreiðsla samkvæmt þessari málsgrein getur eingöngu tekið til virðisaukaskatts af þeim aðföngum sem virðisaukaskattsskyldir aðilar geta talið til innskatts, sbr. 15. og 16. gr.]1) 2) [Fyrirtæki telst erlent í skilningi þessarar málsgreinar þegar aðili hefur hvorki búsetu né starfsstöð hér á landi.]6)

[(4) Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt grein þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.]6)

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 106/1990. 2)Sbr. 8. gr. laga nr. 40/1995. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 115/1997. 4)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/20115)Sbr. 6. gr. laga nr. 69/2012. 6)Sbr. 3. gr. laga nr. 24/2013. 7)Sbr. 12. gr. laga nr. 143/2018. a)Reglugerð nr. 1188/2014. Tollstjóri hefur eftirlit með framkvæmd endurgreiðslna samkvæmt reglugerðinni. b)Reglugerð nr. 957/2017. c)Reglugerð nr. 288/1995.

[43. gr. A

(1) Réttur til sérstakra endurgreiðslna skv. XIII. kafla og ákvæðum til bráðabirgða í lögum þessum fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst viðkomandi stjórnvaldi eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.]1)

[(2) Ákvörðun ríkisskattstjóra um sérstaka endurgreiðslu á virðisaukaskatti skv. XIII. kafla og ákvæðum til bráðabirgða í lögum þessum má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.]2)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 64/2002. 2)Sbr. 23. gr. laga nr. 125/2015.
 

Fara efst á síðuna ⇑