Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 19:16:00

Lög nr. 50/1988, kafli 12 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.12)
Ξ Valmynd

XII. KAFLI
Um eftirlit, upplýsingaskyldu og refsiákvæði.

38. gr.

(1) Öllum aðilum, bæði virðisaukaskattsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. [Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald- og skilaskyldu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við [ríkisskattstjóra  og [skattrannsóknarstjóra]7)].4)]2)

(2) Skattyfirvöld hafa þannig m.a. rétt til þess að krefjast upplýsinga af þeim er hafa keypt af skattskyldum aðila eða selt honum vörur eða haft við hann önnur viðskipti, þar með krefja húseigendur um upplýsingar um atvinnurekendur og aðra sem hafa verslun, verkstæði, skrifstofur eða aðra starfsstöð í húsum þeirra. Einnig skulu félög og félagasamtök atvinnurekenda, iðnaðarmanna og annarra viðkomandi aðila skyld að gefa upplýsingar um félaga sína og atvinnu þeirra og rekstur.

(3) Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum getur [---]2) [og lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda]6) [ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur]4) skatteftirlitsstörf, krafist þess að virðisaukaskattsskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum virðisaukaskattsskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur [skattrannsóknarstjóri]2) 7) vegna rannsókna skv. 39. gr. [[Skattrannsóknarstjóri]7) getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.]5)

(4) [Skattyfirvöld hafa enn fremur þær heimildir sem um getur í 3. mgr. gagnvart þeim aðilum sem ekki eru virðisaukaskattsskyldir.]2)

(5) Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri [eða [skattrannsóknarstjóri]7)]2) þá leitað um hann úrskurðar [héraðsdóms, en farið skal þá eftir reglum laga um meðferð [sakamála]3) eftir því sem á við].1) Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til [rannsóknar lögreglu].3)

1)Sbr. 99. gr. laga nr. 92/1991. 2)Sbr. 56. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 22. tölul. 234. gr. laga nr. 88/2008. 4)Sbr. 57. gr. laga nr. 136/2009.  5)Sbr. 35. gr. laga nr. 165/2010. 6)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/20197)Sbr. 30. gr. laga nr. 29/2021.  

39. gr.

[---]4)

(1) [Skattrannsóknarstjóri]1) 5) getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skattskil samkvæmt lögum þessum. [Hann skal annast rannsóknir í málum sem [---]4) ríkisskattstjóri vísar til hans, sbr. [6. mgr. 26. gr. ]3)]2) [---]5)

(2) Þegar aðgerðir [skattrannsóknarstjóra]1) 5) gefa tilefni til ákvörðunar eða endurákvörðunar á skatti samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast ákvörðunina eða endurákvörðunina [---].4)

1)Sbr. 57. gr. laga nr. 111/1992. 2)Sbr. 28. gr. laga nr. 122/1993. Ákvæði þessarar greinar eins og það birtist í Stjórnartíðindum er eftirfarandi: 2. málsl. 4. mgr. 39. gr. laganna orðast svo: "Hann skal …" . Ákvæðið virðist hins vegar bæði eiga við um 2. og 3. málsl. 3)Sbr. 8. gr. laga nr. 149/1996. 4)Sbr. 58. gr. laga nr. 136/2009. Með ákvæðinu voru ákvæði 1.-3. mgr. brottfelld. 5)Sbr. 30. gr. laga nr. 29/2021. Samkvæmt orðanna hljóðan ákvæðisins átti að fella brott 3. málsl. 2. mgr. 39. gr. en sú grein hefur eingöngu að geyma einn málslið. Að teknu tilliti til efni frumvarpsins o.fl. virðist ljóst að með breytingunni átt að fella brott 3. málsl. 1. mgr.

40. gr.

(1) [Skýri skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um virðisaukaskatt sinn eða afhendi hann eigi á lögmæltum tíma virðisaukaskattsskýrslu eða virðisaukaskatt sem hann hefur innheimt eða honum bar að innheimta skal hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin, vanrækt var greiðsla á eða endurgreidd var um of og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri þessari skattfjárhæð. [Fésektalágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindum virðisaukaskatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.]3) Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.

(2) Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir skyldu sína að halda tilskilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, þar með talið að hann vanrækir að skrá sölu sína í sjóðvél með fullnægjandi útbúnaði, skal hann sæta sektum samkvæmt ákvæðum laga um bókhald nema þyngri refsing liggi við brotinu skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.

(3) Vanræki maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi tilkynningarskyldu sína skv. 5. gr., upplýsingaskyldu skv. 38. gr. eða vanræki hann að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn svo sem ákveðið er í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim skal hann sæta sektum eða [fangelsi allt að 2 árum].2)

(4) Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju er varðar virðisaukaskattsskýrslur hans skal sæta sektum þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslur.

(5) Verði brot skv. 1. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr búinu sekt allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin eða vanrækt var að greiða og aldrei lægri fésekt en nemur þessari skattfjárhæð að viðbættum helmingi hennar. Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Sé svo ástatt sem í 4. mgr. segir má gera búinu sekt.

(6) Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi virðisaukaskattsskýrslur annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. mgr. þessarar greinar.

(7) Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.

(8) Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995. 2)Sbr. 191. gr. laga nr. 82/1998. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 134/2005.

41. gr.

(1) [Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 40. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu skv. 5. mgr. Við meðferð málsins hjá skattrannsóknarstjóra skal gæta ákvæða laga um tekjuskatt, eftir því sem við á, og veita sakborningi kost á að taka til varna. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar. Skattrannsóknarstjóri kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd.]10) Úrskurður [yfirskattanefndar]2) um sektir er fullnaðarúrskurður. Vararefsing fylgir ekki sektarúrskurðum nefndarinnar.

(2) [[Við ákvörðun sektar skv. 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra]10) heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda sé talið að brot sé skýlaust sannað, og verður máli þá hvorki vísað til [rannsóknar lögreglu]6) né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til [100 millj. kr.]10) [---]10) Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.

[(3) Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 40. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.]10)

(4) Vararefsing fylgir ekki ákvörðun [skattrannsóknarstjóra]9). Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum þessum. Einnig má beita 3. mgr. 28. gr. eftir því sem við á. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.]4)

(5) [Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum eða í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota.].10)

(6) [Skattakröfu má hafa uppi og dæma í sakamáli vegna brota á lögunum.]5)

(7) Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð. Um innheimtu sekta [---]10) gilda sömu reglur og um innheimtu skatts eftir lögunum, þar á meðal um lögtaksrétt.

(8) Sök skv. 40. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum [skattrannsóknarstjóra]3) 9) eða [héraðssaksóknara]6) 7) eða hjá löglærðum fulltrúum þeirra gegn skattaðila sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. [Þó fyrnist sök skv. 40. gr. vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum á tíu árum.]8)

1)Sbr. 11. tölul. 195. gr. laga nr. 19/19912)Sbr. 23. gr. laga nr. 30/19923)Sbr. 58. gr. laga nr. 111/19924)Sbr. 4. gr. laga nr. 134/2005. 5)Sbr. 22. tölul. 234. gr. laga nr. 88/2008. 6)Sbr. 5. gr. laga nr. 82/2011. 7)Sbr. 30. gr. laga nr. 47/2015. 8)Sbr. 12. gr. laga nr. 112/2016. Ákvæðið gildir einnig um brot sem framin eru fyrir gildistöku laga þessara, enda sé fyrningarfrestur þeirra ekki hafinn. 9)Sbr. 30. gr. laga nr. 29/202110)Sbr. 32. gr. laga nr. 29/2021.

[---]1)

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019.

Fara efst á síðuna ⇑