Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 21:49:00

nr. 9/1991 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=9.1991.0)
Ξ Valmynd

Auglýsing
frá ríkisskattstjóra, nr. 9/1991, um reglur um beitingu álags á gjaldstofna þegar of seint eða ekki er fram talið.


Í samræmi við ákvæði 3. málsliðar 1. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. a-lið 6. gr. laga nr. 36/1991, sbr. og 2. málslið 1. mgr. 106. gr.*1), hefur ríkisskattstjóri sett svofelldar reglur um álagsbeitingu í þeim tilvikum þegar skattstjóri bætir álagi við þá skattstofna sem hann áætlar samkvæmt síðari málsgrein 95. gr. laga nr. 75/1981*2) o.fl.:

*1)Nú 108. gr. laga nr. 90/2003. *2)Nú 95. gr. laga nr. 90/2003.

  1. Um álag þegar ekki er talið fram.
    Við beitingu heimildar samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 106. gr. tekjuskattslaga nr. 75/1981*1), með síðari breytingum, má skattstjóri bæta allt að 15% álagi við þá stofna til tekjuskatts og útsvars sem hann áætlar umfram 95% af stofni sem staðgreiðslu var skilað af. Telst þannig útreiknuð fjárhæð réttilega ákvarðað álag á áætlaða gjaldstofna skv. 1. málslið 1. mgr. 106. gr. tekjuskattslaga*1).

*1)Nú 108. gr. laga nr. 90/2003.

  1. Um álag þegar framtal berst eftir lok framtalsfrests en áður en álagningu skattstjóra er lokið.
    Við beitingu heimildar samkvæmt 4. málslið 1. mgr. 106. gr. tekjuskattslaga nr. 75/1981*1), með síðari breytingum, má skattstjóri bæta 0,5% álagi á stofna til tekjuskatts og útsvars umfram 95% af stofni sem staðgreiðslu var skilað af fyrir hvern dag sem skil á framtali dragast fram yfir framtalsfrest, þó ekki hærra álagi en 10%. Telst þannig útreiknuð fjárhæð réttilega ákvarðað álag á gjaldstofna samkvæmt innsendu framtali skv. 2. málslið 1. mgr. 106. gr. tekjuskattslaga*1).

*1)Nú 108. gr. laga nr. 90/2003.

  1. Um álag þegar framtal berst sem skattkæra.
    Við beitingu heimildar samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 106. gr. tekjuskattslaga nr. 75/1981*1), með síðari breytingum, í þeim tilvikum þegar talið er fram eftir að álagningu skattstjóra er lokið, má skattstjóri bæta allt að 15% álagi við þá stofna til tekjuskatts og útsvars sem hann ákvarðar umfram 95% af stofni sem staðgreiðslu var skilað af. Telst þannig útreiknuð fjárhæð réttilega ákvarðað álag á gjaldstofna skv. 1. málslið 1. mgr. 106. gr. tekjuskattslaga*1).

*1)Nú 108. gr. laga nr. 90/2003.

Fara efst á síðuna ⇑