Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 08:41:04

Reglugerð nr. 944/2000 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=944.2000)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga.*1)

*1)Sbr. reglugerð nr. 721/2001561/2004 og 1064/2009.
 

[I. KAFLI
Almenn ákvæði.]1)
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.

1. gr.
Skilgreiningar.

Rekstrareining: Bókhaldslega aðskilinn starfsemisþáttur í sveitarfélagi, hvort sem um er að ræða fjárhagslega sjálfstæða einingu eða ekki.
Þjónustueining: Rekstrareining sem að hluta eða að öllu leyti er fjármögnuð með þjónustugjöldum.
Stofnanir sveitarfélaga: Rekstrareiningar sem að öllu jöfnu falla undir A-lið 13. gr. reglugerðar þessarar.
Fyrirtæki sveitarfélaga: Fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem falla undir B-lið 13. gr. reglugerðar þessarar.
 

2. gr.*1)
Reikningsskila- og upplýsinganefnd.

(1) [Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar reikningsskila- og upplýsinganefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð fimm fulltrúum. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn fulltrúi skipaður samkvæmt tilnefningu Hagstofu Íslands og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi. Fimm varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.

(2) Nefndin skal fjalla um og skilgreina upplýsingar sem sveitarfélög skulu veita og byggja meðal annars á reikningsskilum sveitarfélaga sem gerð eru á grundvelli laga um ársreikninga og sveitarstjórnarlaga. Í því sambandi skal nefndin semja reglur um skýrslugjöf sveitarfélaga og fjárhagsleg málefni og aðrar upplýsingar, svo sem um rafræn skil ársreikninga og fjárhagsáætlana auk annarra fjárhagslegra upplýsinga sveitarfélaga sbr. 17. gr. 

(3) Nefndin hefur jafnframt frumkvæði að því að skilgreina í samstarfi við sveitarfélög hvaða fjárhagslegra upplýsinga þörf er á að afla í þágu opinberra aðila, einkum er varðar upplýsingar sem ekki koma fram í ársreikningum. Nefndin skal í því sambandi vinna að söfnun og samræmingu ársfjórðungslegra upplýsinga frá sveitarfélögum. *2)

(4) Nefndin skal í störfum sínum stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum upplýsingum þeirra eftir því sem ráðuneytið ákveður.  

(5) Nefndin skal semja reglur um þau atriði reikningsskila sveitarfélaga, sem eru sérstök fyrir þau. Nefndin skal m.a. gefa út leiðbeiningar um flokkun og greiningu gjalda og tekna, eigna og skulda sveitarfélaga, sbr. 4. og 14. gr., form fjárhagsáætlana, sbr. 11. gr.,*3) og ársreikninga, sbr. 15. og 16. gr., ef þörf krefur.*2) 

(6) Reglur nefndarinnar skulu birtar með auglýsingu í Stjórnartíðindum eftir staðfestingu ráðuneytisins.

(7) Ráðuneytið skal sjá til þess að auglýsingar þess um bókhald, reikningsskil og skýrslugjöf sveitarfélaga séu aðgengilegar sveitarfélögum með útgáfu rafrænnar handbókar eða með öðrum sambærilegum hætti í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.]1)

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.   *1)Var áður 18. gr.   *2)Sjá auglýsingu nr. 414/2001, um flokkun og greiningu í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.   3)Á að vera 10. gr.

[II. KAFLI
Bókhald og áætlanagerð.]1)
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.

[3. gr. ]*1)
Bókhald sveitarfélaga.

     Sveitarfélög, þ.e. sveitarsjóðir, stofnanir sveitarfélaga og fyrirtæki þeirra, skulu haga bókhaldi sínu á skýran og aðgengilegan hátt. Að svo miklu leyti sem ekki er sérstaklega mælt fyrir á annan veg í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 og reglugerðum, sem settar hafa verið á grundvelli þeirra, gilda ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og góðar bókhaldsvenjur.

*1)Var áður 2. gr.

[4. gr.]*1)
Flokkun og greining í bókhaldi.

     Sveitarfélög skulu flokka og greina tekjur og gjöld, eignir og skuldir í bókhaldi sínu þannig að upplýsingar úr því séu í samræmi við reglugerð þessa og reglur sem reikningsskila- og upplýsinganefnd, skv. [2. gr.]1), samþykkir og ráðuneytið staðfestir og auglýsir.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.   *1)Var áður 3. gr.

[5. gr. ]*1)
Skipting á beinum rekstrarkostnaði.

(1) Í bókhaldi sveitarfélaga skal lögð áhersla á að leiða fram beinan rekstrarkostnað einstakra rekstrareininga á reikningsárinu.

(2) Gera skal reikninga fyrir hlutdeild í beinum rekstrarkostnaði svo og vöru og þjónustu, sem einstakar rekstrareiningar sveitarfélagsins fá frá öðrum rekstrareiningum þess. Reikningar þessir skulu ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði vegna viðkomandi rekstrarþáttar og skulu þeir færðir í bókhaldi viðkomandi rekstrareiningar með reglubundnum hætti innan reikningsársins.

*1)Var áður 4. gr.

[6. gr. ]*1)
Skipting á sameiginlegum rekstrarkostnaði.

     Sameiginlegur rekstrarkostnaður, þ.e. kostnaður sem ekki telst til beins rekstrarkostnaðar einstakra rekstrareininga sveitarfélags, skal færður á sérstakan málaflokk í bókhaldi þeirra. Til frádráttar á sama málaflokk skal færa reikninga sem gerðir eru vegna hlutdeildar rekstrareininga með sjálfstætt reikningshald í sameiginlegum rekstrarkostnaði. Reikningar þessir skulu ekki vera hærri en sem nemur kostnaðarverði og skulu þeir færðir í bókhaldi viðkomandi rekstrareiningar með reglubundnum hætti innan reikningsársins.

*1)Var áður 5. gr.

[7. gr.]*1)
Rekstur þjónustueininga.

(1) Sveitarfélög skulu leiða fram í bókhaldi sínu með glöggum hætti tekjur og gjöld þeirra rekstrareininga sem fjármagnaðar eru af þjónustugjöldum.

(2) Þess skal sérstaklega gætt að tekjur af þjónustugjöldum reynist ekki umfram heildarkostnað rekstrareininga, þegar til lengri tíma er litið.

*1)Var áður 6. gr.

[8. gr.]*1)
Eignaskrá.

(1) Sveitarfélög skulu halda sérstaka skrá um þá rekstrarfjármuni sína, sem ekki eru færðir meðal eigna í bókhaldi.

(2) Eignaskráin skoðast sem hluti af bókhaldsgögnum sveitarfélagsins.

*1)Var áður 7. gr.

[9. gr.]*1)
Ábyrgða- og skuldbindingaskrá.

(1) Sveitarfélög skulu halda skrá þar sem færðar eru allar fjárhagsábyrgðir eða aðrar skuldbindingar sem þau hafa tekið á sig og ekki eru færðar meðal skulda í bókhaldi. Í skránni skal koma fram hvenær sveitarfélagið tókst á hendur viðkomandi ábyrgð eða skuldbindingu og hverjum hún er veitt. Þegar ábyrgð eða skuldbindingu lýkur skal það fært í skrána.

(2) Skrá þessi skoðast sem hluti af bókhaldsgögnum sveitarfélagsins.

*1)Var áður 8. gr.

[10. gr.]*1)
Fjárhagsáætlun.

(1) [Fyrir lok desembermánaðar skal sveitarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun nærsta árs fyrir sveitarsjóð, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins]1).

(2) Sveitarfélög skulu haga áætlanagerð sinni á þann hátt að hún gefi glögga mynd af áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag og komi jafnframt að sem bestum notum við stefnumörkun og stjórnun sveitarfélagsins.

(3) Fjárhagsáætlun samkvæmt þessari grein skal vera meginregla um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja á viðkomandi reikningsári. Við gerð fjárhagsáætlunar skal hafa hliðsjón af fjárhagslegri stöðu sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja.

(4) Sveitarstjórn skal árlega gæta þess svo sem kostur er að heildarútgjöld sveitarfélags, þar með talin rekstrarútgjöld, fari ekki fram úr heildartekjum þess.

(5) Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings, sbr. 14. gr.

1)Sbr. 1. gr.reglugerðar nr. 561/2004.   *1)Var áður 9. gr.

[11. gr.]*1)
Reglur um skiptingu sameiginlegs rekstrarkostnaðar.

     Í fjárhagsáætlun skal sameiginlegum rekstrarkostnaði skipt á einstakar rekstrareiningar samkvæmt reglum sem sveitarstjórn setur, þannig að fyrir liggi áætlun um heildarkostnað einstakra rekstrareininga, sbr. 5. gr.*2)

*1)Var áður 10. gr.   *2)Á að vera 6. gr.

[12. gr.]*1)
Þriggja ára áætlun.

     Til viðbótar fjárhagsáætlun skv. 9. gr. skal sveitarstjórn árlega semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Áætlunin skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og skal hún unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan [tveggja mánaðar]1) frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar skv. 9. gr.*2)

1)Sbr. 2. gr.reglugerðar nr.561/2004.   *1)Var áður 11. gr.   *2)Á að vera 10. gr.

[III. KAFLI]1)
Ársreikningur og aðrar fjárhagslegar upplýsingar.
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.

[13. gr.]*1)
Reikningsskil sveitarfélaga.

(1) Reikningsskil sveitarfélaga skulu gefa glögga mynd af rekstri þeirra og efnahag. Að svo miklu leyti sem ekki er sérstaklega mælt fyrir á annan veg í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, gilda ákvæði laga um ársreikninga nr. 144/1994*2) og góðar reikningsskilavenjur.

(2) Reikningsár sveitarfélaga skal vera almanaksárið.

*1)Var áður 12. gr.   *2)lög nr. 3/2006.

[14. gr.]*1)
Flokkun í reikningsskilum sveitarfélaga.

     Í reikningsskilum sveitarfélaga skal skipta starfsemi þeirra þannig:

  1. sveitarsjóður, þ.e. aðalsjóður sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum,
  2. stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

*1)Var áður 13. gr.  

[15. gr.]*1)
Ársreikningur.

(1) Semja skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal semja samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

(2) Í ársreikningi sveitarfélags skal vera rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, yfirlit um sjóðstreymi og skýringar. Framsetning ársreiknings skal vera á formi sem reikningsskila- og upplýsinganefnd, skv. [2. gr.]1), samþykkir og ráðuneytið staðfestir.

(3) Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna reikningsársins skal birt í ársreikningnum til samanburðar.

(4) Ársreikningur skal fullgerður, endurskoðaður og tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir lok aprílmánaðar.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.   *1)Var áður 14. gr.  

[16. gr.]*1)
Skýringar í ársreikningi.

     Í skýringum í ársreikningi skal m.a. gera grein fyrir þeim reikningsskilaaðferðum sem beitt er við gerð ársreikningsins og öðrum þeim atriðum sem nauðsynleg eru við mat á afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, þar með talið yfirlit um fjárhagslegar skuldbindingar þess.

*1)Var áður 15. gr.  

[17. gr.]*1)
Aðrar fjárhagslegar upplýsingar.

(1) Samhliða gerð ársreiknings skulu sveitarfélög taka saman yfirlit um endanlegar fjárheimildir einstakra rekstrareininga, þar sem fram kemur samanburður við rauntölur um rekstur og fjárfestingu þeirra á rekstrarárinu. Í yfirliti þessu skal koma fram hlutdeild hverrar rekstrareiningar í sameiginlegum rekstrarkostnaði, sbr. 5. gr.*2)

(2) Yfirlit skv. 1. mgr. skal birt á formi sem reikningsskila- og upplýsinganefnd, skv. [2. gr.]1), samþykkir og ráðuneytið staðfestir. Yfirlitið skal lagt fram í sveitarstjórn um leið og ársreikningur og skoðast sem hluti af bókhaldsgögnum sveitarfélagsins.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.  *1)Var áður 14. gr.  *1)Á að vera 6. gr.

[IV. KAFLI]1)
Eftirlit og fyrirmæli ráðuneytisins.
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.

[18. gr.]*1)
Skil fjárhagsáætlunar, þriggja ára áætlunar og ársreiknings.

(1) [Sveitarfélög skulu senda [ráðuneytingu]3) fjárhagsáætlun sína fyrir næsta ár þegar hún hefur fengið afgreiðslu í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hið sama á við um þriggja ára áætlun. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun skal skila til ráðuneytisins á rafrænu formi sem uppfyllir kröfur sem ráðuneytið setur]1).

(2) Ráðuneytið getur veitt sveitarstjórnum lengri frest þegar brýnar ástæður eru fyrir hendi.

(3) Ársreikninga sveitarfélaga skal senda til [ráðuneytisins]3) og Hagstofu Íslands strax að lokinni samþykkt þeirra, en þó eigi síðar en 15. júní ár hvert, ásamt greinargerð endurskoðanda og skoðunarmanna. [Auk undirritaðs ársreiknings skal skila til ráðuneytisins rafrænu eintaki á formi sem ráðuneytið samþykkir]2).

1)Sbr. a. lið 3. gr.reglugerðar nr. 561/2004.   2)Sbr.b lið 31. gr.reglugerðar nr. 561/2004.   3)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.   *1)Var áður 17. gr.

[V. KAFLI]1)
Ýmis ákvæði.
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.

19. gr.
Gildistaka.

     Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 67. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, öðlast gildi 1. janúar 2001. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 280 25. maí 1989.
 

Fara efst á síðuna ⇑