Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 20:39:32

Reglugerð nr. 436/1998, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=436.1998.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Gjaldskyldir aðilar og skráning.

7. gr.
Gjaldskyldir aðilar.

     Skylda til að standa skil á vörugjaldi hvílir á þessum aðilum:

  1. Innflytjendum, þ.e. öllum þeim sem flytja til landsins vörugjaldsskyldar vörur hvort sem er til eigin nota, framleiðslu eða endursölu.
  2. Gjaldskyldum framleiðendum, þ.e. öllum þeim sem framleiða, vinna að eða pakka vörugjaldsskyldum vörum innanlands.
  3. Sérstaklega skráðum heildsölum, þ.e. þeim sem flytja inn eða kaupa innanlands vörugjaldskyldar*1) vörur til heildsölu og fengið hafa sérstaka skráningu hjá skattstjóra, sbr. 9. gr.
     

*1)Svo birt í Stjórnartíðindum en á að vera vörugjaldsskyldar.

8. gr.
Tilkynningarskylda og skráning.

(1) Aðilar, sem eru gjaldskyldir skv. 7. gr., að undanskildum þeim sem flytja vörur til landsins til eigin nota, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst, tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóranum í Reykjavík sem annast skráningu gjaldskyldra aðila.

(2) Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna eigi síðar en 15 dögum eftir að breyting átti sér stað.

9. gr.
Sérstök skráning heildsala.

(1) Aðilar, sem flytja inn eða kaupa innanlands gjaldskyldar vörur til heildsölu, geta sótt um sérstaka skráningu til skattstjórans í Reykjavík. Slík skráning veitir aðilum heimild til að gera upp vörugjald miðað við breytingu á birgðastöðu á uppgjörstímabili.

(2) Skilyrði skráningar skv. 1. mgr. eru:

  1. Að aðili hafi heildsöluleyfi.
  2. Að aðili haldi sérstakt birgðabókhald yfir vörur, sem vegna skráningarinnar lúta sérreglum um uppgjör vörugjalds, í samræmi við reglur sem ríkisskattstjóri setur.a)

(3) Sérstaklega skráðum heildsölum er heimilt að flytja gjaldskyldar vörur til landsins eða kaupa gjaldskyldar vörur innanlands af gjaldskyldum aðilum samkvæmt 2. og 3. tölul. 7. gr. án þess að með því stofnist skylda til greiðslu vörugjalds á þeim tímapunkti, enda framvísi þeir skírteini því til staðfestingar.

a)Reglur nr. 358/1996, um birgðabókhald o.fl. vegna sérstakrar skráningar skv. 11. gr. reglugerðar um vörugjald nr. 356/1996 (nú samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 436/1998, um vörugjald).

Fara efst á síðuna ⇑