Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 50/1988.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 50/1988 eru ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 111/1992.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 111/1992 eru ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 122/1993.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 122/1993 eru ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 149/1996.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 149/1996 eru ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða nr. X (samkvæmt lögum nr. 57/2001.)
[Heimilt er að endurgreiða þeim sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi, 2/3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur er vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða og almenningsvagna á tímabilinu 1. janúar 2011 til og með [31. desember 2014].3) 4) 5) Endurgreiðsluheimildin vegna hópferðabifreiða er bundin við ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, eru skrá fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni og eru nýskráð á tímabilinu og búin aflvélum samkvæmt EURO 5 staðli ESB. [Ráðherra]2) setur nánari reglura) um framkvæmd endurgreiðslunnar.]1)
1)Sbr. 13. gr. laga nr. 163/2010. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 183/2011. 4)Sbr. 11. gr. laga nr. 69/2012. 5)Sbr. 10. gr. laga nr. 139/2013. a)Reglugerð nr. 686/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XI með lögum nr. 72/2005.
[---]1) 2) 3) 4)
1)Sbr. 14. gr. laga nr. 163/2010. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 183/2011. 4)Sbr. 9. gr. laga nr. 69/2012.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XII (samkvæmt lögum nr. 175/2006.)
Endurgreiða skal veitingahúsum, mötuneytum og öðrum hliðstæðum aðilum, sem selja tilreiddan mat, fjárhæð er nemur 112,5% af innskatti uppgjörstímabilsins janúar-febrúar 2007 vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt. Endurgreiðsla þessi skal þó ekki vera hærri en svo að útskattur vegna sölu á tilreiddum mat að frádreginni endurgreiðslu samsvari að minnsta kosti 14% af hráefnisverði að viðbættum 19,25% af mismun söluverðs á tilreiddum mat og hráefnisverðs matvælaaðfanga.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XIII (samkvæmt lögum nr. 140/2008.)
(1) Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt af áður skráðu vélknúnu ökutæki sem hefur verið afskráð og flutt úr landi enda sé ástand ökutækisins í samræmi við eðlilega notkun og aldur að mati tollstjóra. Fjárhæð endurgreiðslu skal miða við þann virðisaukaskatt sem greiddur var við innflutning ökutækisins. Sú fjárhæð skal lækka um 2% fyrir hvern byrjaðan mánuð fyrstu 12 mánuðina eftir nýskráningu ökutækisins og 1,5% fyrir hvern byrjaðan mánuð eftir það þar til 100% fyrningu er náð. Hafi eigandi hins útflutta ökutækis fengið virðisaukaskatt af því endurgreiddan í formi innskatts skapast ekki réttur til endurgreiðslu. Samanlögð endurgreiðsla virðisaukaskatts samkvæmt ákvæði þessu og vörugjalds samkvæmt bráðabirgðaákvæði XI í lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. skal ekki vera hærri en 2.000.000 kr. fyrir hvert ökutæki.
(2) Tollstjóra er heimilt að innheimta skoðunargjald vegna skoðunar á notuðum ökutækjum sem flytja á úr landi skv. 1. mgr. Gjald þetta skal standa straum af launakostnaði tollstarfsmanna og aksturskostnaði vegna framkvæmdar skoðunarinnar.
(3) Heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 1. mgr. gildir til og með 31. desember 2009. Tollstjórinn í Reykjavík annast endurgreiðslu.
(4) Ráðherra skal í reglugerða) setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, svo sem nánari skilyrði fyrir endurgreiðslu, um ástand ökutækja, um gögn sem leggja þarf fram með umsókn um endurgreiðslu og um eftirlit og kæruheimildir.
a)Reglugerð nr. 1144/2008.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XIV (samkvæmt lögum nr. 157/2008.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins september og október 2008, hinn 5. desember 2008, heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna uppgjörstímabilsins, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. lög nr. 130/2008, um breyting á tollalögum.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XV (samkvæmt lögum nr. 10/2009.)
(1) Þrátt fyrir ákvæði [2. mgr. 42. gr.]3) skal á tímabilinu 1. mars 2009 til [1. janúar 2015]3)5)6)7) endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði [2. mgr. 42.]3) gr. á umræddu tímabili.
(2) Á tímabilinu 1. mars 2009 til [1. janúar 2015]3)5)6)7) skal endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu [---]2) vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess háttar húsnæðis. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt [af þjónustu [---]2)]1) vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess háttar húsnæðis. [Ráðherra]4) er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd þessarar endurgreiðslu.
(3) Ákvæði 1. mgr. nær á viðkomandi tímabili jafnframt til annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 19/2009. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 64/2009. 3)Sbr. 15. gr. laga nr. 163/2010. 4)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 5)Sbr. 3. gr. laga nr. 183/2011. 6)Sbr. 3. gr. laga nr. 146/2012. 7)Sbr. 11. gr. laga nr. 139/2013.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XVI (samkvæmt lögum nr. 17/2009.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna reglubundinna uppgjörstímabila á árinu 2009, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða III í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XVII (samkvæmt lögum nr. 14/2010.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna janúar og febrúar annars vegar og mars og apríl hins vegar, á árinu 2010, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða V í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XVIII (samkvæmt lögum nr. 25/2010.)
(1) Skattskyldum aðilum sem við gildistöku ákvæðis þessa hafa leyfi til að reka bílaleigu samkvæmt lögum nr. 64/2000, um bílaleigur, er heimilt við kaup á notuðum fólksbifreiðum að reikna innskatt af kaupverði bifreiða sem verða til útleigu, þó svo að virðisaukaskattur
hafi ekki verið lagður á við sölu á viðkomandi bifreiðum til bílaleigunnar. Innskatturinn skal nema 20,32% af kaupverði bifreiðar.
(2) Fjöldi keyptra bifreiða samkvæmt heimild 1. mgr. má ekki vera meiri en 15% af heildarfjölda fólksbifreiða sem eru í eigu bílaleigunnar 1. júlí 2010.
(3) Endursala bifreiða sem um ræðir í 1. mgr. telst til skattskyldrar veltu skv. 11. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Sundurliða skal í bókhaldi upplýsingar um kaup og sölu bifreiðanna í samræmi við 9. gr. a reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt.
(4) Heimild skv. 1. og 2. mgr. gildir til 31. desember 2010.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XIX (samkvæmt lögum nr. 165/2010.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XX (samkvæmt lögum nr. 22/2011.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar á árinu 2011, sbr. 1. mgr. 24. gr. heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VII í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXI (samkvæmt lögum nr. 46/2011.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2011, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VIII í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXII (samkvæmt lögum nr. 183/2011.)
(1) Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal um leiðréttingu virðisaukaskatts, sem innheimtur var á grundvelli samninga sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 og dómum eða úrskurðum með sambærilegri niðurstöðu um réttaráhrif lánssamninga sem kveðnir eru upp eftir 20. október 2011, fara sem hér segir:
- Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur fjármálafyrirtækis færði virðisaukaskatt af viðskiptum sem þessum til innskatts að fullu samkvæmt ákvæðum 16. gr. skal ekki fara fram leiðrétting á sölureikningum sem fjármálafyrirtæki hefur þegar gefið út, sem og virðisaukaskattsskilum fjármálafyrirtækis og viðskiptavinar vegna þessara viðskipta umfram það sem almennar leiðréttingarheimildir 26. gr. gera kröfu um.
- Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur fjármálafyrirtækis hafði ekki heimild til að færa virðisaukaskatt af viðskiptunum til innskatts, eða hafði einungis heimild til að færa hluta af honum til innskatts, skulu fjármálafyrirtæki og viðskiptavinur sem hafði hlutfallslegan innskattsrétt leiðrétta virðisaukaskattsskilin í einu lagi, þ.e. mismun þegar greidds virðisaukaskatts og þess virðisaukaskatts sem borið hefði að innheimta við sölu. Leiðréttingu á virðisaukaskattsskilum skal miða við uppgjörstímabilið þegar endurútreikningur fjármálafyrirtækis gagnvart viðskiptavini liggur fyrir og skal jafnframt viðeigandi leiðrétting gerð á skattframtali viðkomandi árs. Komi upp ágreiningur um útreikning skal leiðrétting fara fram á því uppgjörstímabili þegar úr honum er leyst. Við leiðréttingu samkvæmt þessum tölulið skal ekki beita álagi og dráttarvöxtum samkvæmt lögum þessum. Þá skal endurgreiðsla úr ríkissjóði vegna leiðréttingarinnar ekki bera vexti.
(2) Verði gerðar breytingar á inntaki samningssambands fjármálafyrirtækis og viðskiptavinar þess í kjölfar dómsniðurstöðu fer um virðisaukaskattsframkvæmd vegna breyttra samninga eftir almennum reglum laga þessara.
(3) Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXIII (samkvæmt lögum nr. 18/2012.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna á árinu 2012, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða IX í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXIV (samkvæmt lögum nr. 69/2012.)
[(1) Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. Ákvæði þetta skal jafnframt gilda um niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning [og fyrstu sölu ]2)4) notaðrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu.
(2) Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns- eða vetnisbifreið:
- Að hámarki 1.440.000 kr. frá 1. janúar til og með 30. júní 2020.
- Að hámarki 1.560.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember [2022]4).
- [Að hámarki 1.320.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.]4)
(3) Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af tengiltvinnbifreið:
- Að hámarki 960.000 kr. frá 1. janúar [2020 til og með 31. desember 2021]2).
- [---]2).
- Að hámarki 480.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2022.
(4) Við skattskylda sölu rafmagns- eða vetnisbifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
- Að hámarki 6.000.000 kr. frá 1. janúar til og með 30. júní 2020.
- Að hámarki 6.500.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember [2022]4).
- [Að hámarki 5.500.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.]4)
(5) Við skattskylda sölu tengiltvinnbifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
- Að hámarki 4.000.000 kr. frá 1. janúar [2020 til og með 31. desember 2021]2).
- [---]2).
- Að hámarki 2.000.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2022.
(6) Skilyrði undanþágu skv. 1.–5. mgr. eru eftirfarandi:
- Ökutækið sé skráð sem bifreið í ökutækjaskrá, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og falli undir vöruliði 8703 eða 8704 í tollskrá.
- Við innflutning og skattskylda sölu tengiltvinnbifreiðar skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi vera [40 g]3) eða minna á hvern ekinn kílómetra samkvæmt evrópsku aksturslotunni. Hafi koltvísýringslosunin verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi samkvæmt evrópsku aksturslotunni vera [45 g]3) eða minna á hvern ekinn kílómetra. Hafi koltvísýringslosunin einvörðungu verið skráð samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi vera [50 g]3) eða minna á hvern ekinn kílómetra.
(7) Þrátt fyrir 1.–5. mgr. er óheimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja fjárhæð til undanþeginnar veltu:
- [---]5)
- [---]5)
- Af tengiltvinnbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 15.000 slíkar bifreiðar, sem notið hafa þess háttar ívilnana, hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
[(8) Við endursölu bifreiða skv. 1. mgr. er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
- Að hámarki 6.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar til og með 31. desember 2022.
- Að hámarki 5.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.
- Að hámarki 2.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar til og með 31. desember 2023.
Heimild þessarar málsgreinar er bundin þeim skilyrðum að virðisaukaskattur hafi verið felldur niður við innflutning eða fyrstu sölu bifreiðarinnar og að skattaðili geti lagt fram reikninga eða önnur gögn til Skattsins sem staðfesta að niðurfelling virðisaukaskatts hafi átt sér stað.]4)
(9) Við innflutning og skattskylda sölu nýs rafmagns- eða vetnisbifhjóls, létts bifhjóls sem knúið er rafmagni eða reiðhjóls er heimilt á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. Ákvæðið skal jafnframt gilda um niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning og fyrstu sölu notaðs rafmagns- eða vetnisbifhjóls enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu.
(10) Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt:
- [Af rafmagns- eða vetnisbifhjóli að hámarki 1.440.000 kr. frá 1. janúar 2020 til og með 30. júní 2020, að hámarki 1.560.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2022 og að hámarki 1.320.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.]5) Bifhjólið skal skráð sem bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, vera eingöngu knúið rafmagni eða vetni og falla undir vöruliði 8703, 8704 eða 8711 í tollskrá.
- Af léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni að hámarki 96.000 kr. Létt bifhjól eða reiðhjól skal falla undir b-lið 28. tölul. eða b-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vörulið 8711 í tollskrá. Létt bifhjól [í flokki II]4) skal vera skráð sem létt bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 28. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019.
- Af reiðhjóli með stig- eða sveifarbúnaði og öðrum tegundum reiðhjóla að hámarki 48.000 kr. Reiðhjól skal falla undir a- eða c-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vöruliði 8711 eða 8712 í tollskrá.
(11) Við skattskylda sölu bifhjóls, létts bifhjóls og reiðhjóls er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
- [Af rafmagns- eða vetnisbifhjóli að hámarki 6.000.000 kr. frá 1. janúar 2020 til og með 30. júní 2020, að hámarki 6.500.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2022 og að hámarki 5.500.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.]5) Bifhjólið skal skráð sem bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, vera eingöngu knúið rafmagni eða vetni og falla undir vöruliði 8703, 8704 eða 8711 í tollskrá.
- Af léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni að hámarki 400.000 kr. Létt bifhjól eða reiðhjól skal falla undir b-lið 28. tölul. eða b-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vörulið 8711 í tollskrá. Létt bifhjól [í flokki II]5) skal vera skráð sem létt bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 28. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019.
- Af reiðhjóli með stig- eða sveifarbúnaði og öðrum tegundum reiðhjóla að hámarki 200.000 kr. Reiðhjól skal falla undir a- eða c-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vöruliði 8711 eða 8712 í tollskrá.
(12) Nýti skattaðili sér heimild skv. [4., 5., 8. eða 11. mgr.]4) ber honum samhliða skilum á virðisaukaskattsskýrslu að tilkynna ríkisskattstjóra á hverju uppgjörstímabili um að slík sala hafi átt sér stað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
(13) Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágu samkvæmt þessu ákvæði.]1)
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 154/2019. 2)Sbr. 39. gr. laga nr. 133/2020. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 141/2020. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 33/2022. 5)Sbr. 4. gr. laga nr. 128/2022.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXV (samkvæmt lögum nr. 21/2013.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2013, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða X í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXVI (samkvæmt lögum nr. 141/2013.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2014, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XI í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXVII (samkvæmt lögum nr. 68/2014.)
Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis.*1)
*1)Ákvæðið gildir í 5 ár frá gildistöku þess.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXVIII (samkvæmt lögum nr. 125/2014.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna á árinu 2015, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XII í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXIX (samkvæmt lögum nr. 124/2015.)
(1) Heimilt er að fella niður virðisaukaskatt við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Skilyrði undanþágu samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi:
- að fyrir liggi skrifleg yfirlýsing gefanda, og eftir atvikum innflytjanda, um gjöfina og af henni megi ráða að lyfin verði afhent án endurgjalds,
- að fyrir liggi skrifleg staðfesting gjafþega á því að um gjöf sé að ræða sem afhent verði án endurgjalds og að lyfin verði notuð við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum.
(2) Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágunnar.
(3) Ákvæði þetta gildir [frá og með 1. janúar 2021 til og með 31. desember 2023]1).
1)Sbr. 5. gr. laga nr. 141/2020.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXX (samkvæmt lögum nr. 125/2015.)
Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 2015 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 2016 [---]1).
1)Sbr. 5. gr. laga nr. 54/2016.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXI (samkvæmt lögum nr. 33/2016.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2016, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VII í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXII (samkvæmt lögum nr. 154/2019.)
(1) Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 42. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 heimilt að endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað við uppsetningu hleðslustöðvar fyrir bifreiðar í eða við íbúðarhúsnæði. Jafnframt er heimilt á sama tímabili að endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna uppsetningar hleðslustöðvar fyrir bifreiðar í eða við íbúðarhúsnæði. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. mgr. 42. gr. á umræddu tímabili.
(2) Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 er heimilt að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði. Sækja skal um endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
(3) Samanlögð fjárhæð styrks og endurgreidds virðisaukaskatts frá opinberum aðilum vegna uppsetningar og/eða kaupa á hleðslustöð skal ekki vera hærri en heildarfjárhæð vinnu við slíka uppsetningu og/eða kaup. Gera skal grein fyrir slíkum styrkjum við framlagningu umsóknar um endurgreiðslu.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXIII (samkvæmt lögum nr. 25/2020.)
(1) Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 42. gr. skal á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með [31. desember 2021]2) endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. mgr. 42. gr. á umræddu tímabili.
(2) Á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með [31. desember 2021]2) skal endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu sem veitt er innan þess tímabils vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess háttar húsnæðis. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu sem veitt er innan þess tímabils vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess háttar húsnæðis.
(3) Á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með [31. desember 2021]2) skal endurgreiða eigendum eða leigjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis.
(4) Á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með [31. desember 2021]2) skal endurgreiða einstaklingum utan rekstrar 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils vegna bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Skilyrði endurgreiðslu er að fólksbifreið sé í eigu umsækjanda og að fjárhæð vinnuliðar sé að lágmarki 25.000 kr. án virðisaukaskatts. Endurgreiðsla eftir ákvæði þessu skal innt af hendi á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 90 dögum eftir að Skattinum barst erindið.
[(5) Ákvæði 1. mgr. nær á viðkomandi tímabili jafnframt til annars húsnæðis sem alfarið er í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga, enda sé húsnæðið skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.]1)
(6) Endurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu tekur ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla. Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu er að seljandi þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.*1)
(7) Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu.*1)
1)Sbr. 3. gr. laga nr. 37/2020. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 141/2020. *1)6. og 7. mgr. voru áður 5. og 6. mgr. en það breyttist með 3. gr. laga nr. 37/2020.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXIV (samkvæmt lögum nr. 25/2020.)
(1) [Eftirtöldum aðilum skal endurgreiða 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með [31. desember 2021]2) á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra, auk virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu á slíku mannvirki:
- Mannúðar- og líknarfélögum.
- Íþróttafélögum, heildarsamtökum á sviði íþrótta og héraðs- og sérsamböndum.
- Björgunarsveitum, landssamtökum björgunarsveita og slysavarnadeildum og einstökum félagseiningum sem starfa undir merkjum samtakanna.
- Félögum og félagasamtökum sem sinna æskulýðsmálum.
- Þjóðkirkjunni, þjóðkirkjusöfnuðum og öðrum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum.]1)
(2) Endurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu tekur til mannvirkja sem að yfirgnæfandi hluta eru nýtt í þágu meginstarfsemi umsækjanda samkvæmt samþykktum hans. Endurgreiðsla tekur ekki til íbúðar- og frístundahúsnæðis eða mannvirkja sem einkum eru notuð í atvinnustarfsemi í samkeppni við annan atvinnurekstur. Þá tekur endurgreiðsla ekki til virðisaukaskatts sem telja má til innskatts, sbr. VII. kafla.
(3) Frekari skilyrði fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi:
- Umsækjandi sé skráður í fyrirtækjaskrá Skattsins og sé hvorki í heild né að hluta í opinberri eigu, þ.e. hvorki opinberra hlutafélaga, ríkis, sveitarfélaga eða stofnana né í eigu félags alfarið í þeirra eigu.
- Virðisaukaskattur sem umsókn tekur til stafi ekki af kostnaði vegna lögbundinna skyldna opinberra aðila, svo sem lögmæltra verkefna ríkis, sveitarfélaga og/eða félaga eða stofnana alfarið í þeirra eigu vegna byggingar mannvirkis.
- Samanlögð fjárhæð endurgreidds virðisaukaskatts og styrks frá opinberum aðilum vegna framkvæmdar sé ekki hærri en heildarfjárhæð vinnu við framkvæmdir.
- Umsækjandi hagi bókhaldi sínu þannig að unnt sé að hafa eftirlit með því að virðisaukaskattur verði leiðréttur ef breyting verður á forsendum fyrir endurgreiðslu skv. 4. mgr.
- Umsækjandi sé ekki í vanskilum vegna opinberra gjalda eða afdreginna lífeyrisiðgjalda. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila og lífeyrissjóði.
(4) Verði breyting á forsendum endurgreiðslu innan tíu ára frá því að framkvæmd fór fram, svo sem ef viðkomandi mannvirki er selt eða tekið til annarrar notkunar en varðar meginstarfsemi umsækjanda samkvæmt samþykktum hans, skal umsækjandi leiðrétta virðisaukaskatt og endurgreiða ríkissjóði þá fjárhæð sem hann hefur móttekið vegna þess mannvirkis.
(5) Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu.
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 73/2020. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 141/2020.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXV (samkvæmt lögum nr. 25/2020.)
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2020, sbr. 2. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, að teknu tilliti til ákvæða laga þessara, þótt engum eða einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XVII í tollalögum, nr. 88/2005.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXVI (samkvæmt lögum nr. 25/2020.)
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 25. gr. skal gildisdagur endurgreiðslu vegna uppgjörstímabila á árinu 2020 vera gjalddagi uppgjörstímabils hafi skýrslu verið skilað á tilskildum tíma. Að öðru leyti gilda ákvæði 25. gr. um endurgreiðsluna.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXVII (samkvæmt lögum nr. 25/2020.)
Á árinu 2020 er Skattinum heimilt, samkvæmt tilmælum eða að höfðu samráði við ráðherra, að fella niður álag skv. 27. gr., tímabundið eða ótímabundið, enda hamli utanaðkomandi eða óviðráðanleg atvik almennt greiðslu virðisaukaskatts á réttum tíma.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXVIII (samkvæmt lögum nr. 33/2020.)
(1) Álagi skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. skal ekki beitt [frá 1. janúar 2020 til 1. maí 2021]1) ef máli skattaðila vegna þeirra atvika sem eru tilefni endurákvörðunar skv. 26. gr. hefur verið vísað til refsimeðferðar skv. 41. gr.
(2) Ef meðferð máls sem vísað hefur verið til rannsóknar lögreglu skv. 4. mgr. 41. gr. lýkur með því að rannsókn er hætt þar sem sakargögn hafa ekki þótt nægjanleg til ákæru eða vegna þess að það sem fram er komið þykir að rannsókn lokinni ekki nægilegt eða líklegt til að leiða til sakfellingar, eða ef atvikin eru af öðrum ástæðum ekki lengur til rannsóknar sem saknæm háttsemi, er heimilt að endurupptaka úrskurð um skattbreytingar vegna atvikanna og bæta álagi á vantalda skattstofna skv. 1. og 2. mgr. 27. gr., enda sé úrskurður þar um kveðinn upp innan sex mánaða frá lokum málsmeðferðar lögreglu. Sama á við ef málsmeðferð lýkur með frávísun yfirskattanefndar vegna þess að sökunautur hlítir ekki málsmeðferð hennar, sbr. 4. mgr. 41. gr., eða án sektarákvörðunar eftir sektarboð skv. 2. mgr. 41. gr., enda sé staða skattaðila sem sakbornings felld niður. Heimild til álagsbeitingar samkvæmt þessari málsgrein takmarkast ekki af ákvæðum 6. mgr. 26. gr.
(3) Ákvæði þetta tekur til allra mála sem ekki hafa verið tekin til úrskurðar um endurákvörðun við gildistöku laga þessara.
1)Sbr. 10. gr. laga nr. 140/2020.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XXXIX (samkvæmt lögum nr. 154/2019.)*1)
(1) Útleiga á skráningarskyldu ökutæki sem fallið hefur undir ívilnun á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XXIV er að fullu undanþegin skattskyldri veltu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Leigusali er handhafi leyfis til að stunda eignaleigu eða fjármögnunarleigu skv. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 20. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eða starfsleyfis til rekstrar ökutækjaleigu skv. 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015, og uppfyllir að öðru leyti skilyrði laga þessara.
- Virðisaukaskattur hefur verið felldur niður eða talinn til undanþeginnar veltu samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXIV við kaup eða innflutning leigusala á ökutækinu.
(2) Nýti skattaðili sér þessa heimild vegna skattskyldrar sölu ber honum samhliða skilum á virðisaukaskattsskýrslu að tilkynna ríkisskattstjóra á hverju uppgjörstímabili um að slík útleiga hafi átt sér stað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
(3) Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2023. Útleiga skráningarskylds ökutækis samkvæmt ákvæði þessu sem fer fram eftir gildistöku þess telst til undanþeginnar veltu án tillits til dagsetningar leigusamnings. Fari útleiga skráningarskylds ökutækis samkvæmt ákvæði þessu fram eftir 31. desember 2023 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum án tillits til dagsetningar leigusamnings.
*1)Ath. ber að við birtingu laga nr. 154/2019 var kveðið á um að ákvæði þetta ætti að bera númerið XXXIII en áður en að ákvæðið tók gildi 1. janúar 2020 bættust við lög nr. 50/1988 ný ákvæði til bráðabirgða, sbr. lög nr. 25/2020 og 33/2020, sem hliðruðu til númerum ákvæðanna.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XL (samkvæmt lögum nr. 154/2019.)*1)
(1) Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 skal við innflutning og skattskylda sölu nýrrar hópbifreiðar í almenningsakstri sem eingöngu er knúin metani, metanóli, rafmagni eða vetni sem orkugjafa fella niður virðisaukaskatt af söluverði eða telja það til undanþeginnar veltu. Ákvæði þetta skal jafnframt gilda um niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning og fyrstu sölu notaðrar hópbifreiðar í almenningsakstri sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu.
(2) Það er skilyrði undanþágu að bifreiðin falli undir 24. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019. Nýti skattaðili sér þessa heimild ber honum samhliða skilum á virðisaukaskattsskýrslu að tilkynna ríkisskattstjóra á hverju uppgjörstímabili um að slík sala hafi átt sér stað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er óheimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja fjárhæð til undanþeginnar veltu af hópbifreiðum í almenningsakstri frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 120 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
*1)Ath. ber að við birtingu laga nr. 154/2019 var kveðið á um að ákvæði þetta ætti að bera númerið XXXIV en áður en að ákvæðið tók gildi 1. janúar 2020 bættust við lög nr. 50/1988 ný ákvæði til bráðabirgða, sbr. lög nr. 25/2020 og 33/2020, sem hliðruðu til númerum ákvæðanna.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XLI (samkvæmt lögum nr. 141/2020.)
(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 13. gr. er á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021 heimilt að falla frá eða fresta innheimtu og skilum á virðisaukaskatti vegna sölu skattskyldrar þjónustu sem innt er af hendi á grundvelli skriflegra samninga til a.m.k. tveggja ára um fastignaleigu og til a.m.k. sex mánaða um aðstöðuleigu og leigu lausafjármuna að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum:
- Leigutaki á við verulega rekstrarörðugleika að stríða á tímabilinu vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innan lands og á heimsvísu sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru.
- Fyrir liggur skriflegur samningur milli leigusala og leigutaka um tímabundna niðurfellingu leigugjalds eða um tímabundna frestun á innheimtu þess vegna rekstrarörðugleika leigutaka, sbr. a-lið. Í samningi aðila skulu m.a. koma fram upplýsingar um viðkomandi fasteign eða leigumun, þar á meðal heimilisfang og fastanúmer fasteignar og skráningarnúmer leigumunar, ef um það er að ræða, leigutímabil, leigufjárhæðir og um upphaf og áætluð lok þess tímabils sem samningur kveður á um. Leigusali skal senda afrit samnings til Skattsins með skilum á virðisaukaskattsskýrslu á gjalddaga þess uppgjörstímabils þegar samningur er undirritaður eða eigi síðar en 31. desember 2021.
- Leigusali fasteignar hefur fengið heimild til frjálsrar skráningar á virðisaukaskattsskrá, sbr. ákvæði 1. mgr. 6. gr. laga þessara og II. kafla reglugerðar nr. 577/1989 um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign.
(2) Kveði samningur skv. b-lið 1. mgr. á um frestun á innheimtu leigugjalds skal uppgjör virðisaukaskatts af leigugjaldinu fara fram með skilum á virðisaukaskattsskýrslu á gjalddaga næsta uppgjörstímabils eftir að samkomulagið fellur úr gildi en í síðasta lagi 5. febrúar 2022.
(3) Að uppfylltum skilyrðum a–c-liðar 1. mgr. er leigusala heimilt að bakfæra skattskylda veltu og útskatt vegna ógreiddra leigugjalda frá og með 1. mars 2020 enda skili hann skýrslu vegna þess uppgjörstímabils sem óskast leiðrétt á fyrsta uppgjörstímabili eftir gildistöku ákvæðisins. Samhliða bakfærslu skv. 1. málsl. skal fara fram leiðrétting á innskatti leigutaka vegna ógreiddra leigugreiðslna.
(4) Samningar milli tengdra aðila, sbr. 9. gr., ganga ekki gegn þessu ákvæði.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XLII (samkvæmt lögum nr. 141/2020.)
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 2. gr. skal sala á stökum aðgangi að streymi frá tónleikum, listdanssýningum og leiksýningum, sbr. 2. málsl. 4. tölul. 3. mgr. 2. gr., vera undanþegin virðisaukaskatti á tímabilinu 1. nóvember 2020 til og með 30. júní 2021, enda sé um einskiptissölu að ræða og aðgangur að upptöku af atburðinum ekki aðgengilegur lengur en í 48 klst. frá kl. 12 daginn eftir að viðburði lýkur. Jafnframt er skilyrði að viðburður sem streymt er frá sé háður fjöldatakmörkunum vegna sóttvarnaráðstafana, sbr. 12. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997.
Ákvæði til bráðabirgða nr. XLIII (samkvæmt lögum nr. 69/2021.)
Þrátt fyrir 46. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu þeirra virðisaukaskattsskráa sem við gildistöku þessa ákvæðis hafa vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru ekki verið lagðar fram. Virðisaukaskattsskrár sem svo háttar um skulu lagðar fram eigi síðar en 31. maí 2022.