Skattalagasafn ríkisskattstjóra 22.11.2024 01:05:00

Lög nr. 50/1988, kafli 11 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.11)
Ξ Valmynd

XI. KAFLI
Sérstök ákvæði um innflutning.

34. gr.

(1) Við innflutning á vöru skal virðisaukaskattur innheimtur af tollverði skattskyldrar vöru að viðbættum tolli og öðrum gjöldum sem á eru lögð við tollmeðferð.

(2) Um ákvörðun tollverðs skulu gilda ákvæði þar að lútandi í tollalögum, [nr. 88/2005],2) með síðari breytingum.

(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur [ráðherra]1) ákveðið að ákvæði [XV. kafla tollalaga, nr. 88/2005,]2 um greiðslufrest aðflutningsgjalda af innfluttum vörum, skuli gilda með sama hætti um greiðslu virðisaukaskatts við innflutning. Gjalddagi skal eigi vera síðar en á gjalddaga virðisaukaskatts þess tímabils þegar tollafgreiðsla fer fram.

[(4) Erlend atvinnufyrirtæki sem selja í áskrift hingað til lands blöð og tímarit á pappírsformi skulu innheimta og skila virðisaukaskatti af þeirri sölu hér á landi að því gefnu að ákvæði 3. tölul. 4. gr. um veltumörk eigi ekki við.

(5) Aðilar sem ber skylda til að greiða virðisaukaskatt skv. 4. mgr. skulu ótilkvaddir gera ríkisskattstjóra grein fyrir kaupunum í sérstakri skýrslu í því formi sem hann ákveður. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt skýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga. Um skattverð, uppgjör, álagningu, áætlun, endurákvörðun, álag, dráttarvexti og kærur skal, eftir því sem við getur átt, fara eins og í viðskiptum innan lands.]3)

1)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 69/2012. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 59/2018

35. gr.

(1) [Hver sá sem stundar starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 3. mgr. 2. gr. skal greiða virðisaukaskatt af þjónustu sem fellur undir skattskyldusvið laga þessara og keypt er til starfseminnar eða eftir atvikum veitt til starfseminnar frá atvinnufyrirtæki með heimilisfesti erlendis, útibúi eða fastri starfsstöð erlendis.

(2) Hver sá sem er skattskyldur samkvæmt lögum þessum skal greiða virðisaukaskatt af þjónustu sem fellur undir skattskyldusvið laga þessara og keypt er til starfseminnar eða eftir atvikum veitt til starfseminnar frá atvinnufyrirtæki með heimilisfesti erlendis, útibúi eða fastri starfsstöð erlendis að því leyti sem virðisaukaskatt af þjónustunni er ekki heimilt að telja til innskatts samkvæmt ákvæðum 3. og 4. mgr. 15. gr. og 16. gr. Þó skal ávallt greiða virðisaukaskatt samkvæmt þessari grein ef þjónusta er veitt eða hennar notið í tengslum við innflutning á vöru.

(3) Aðili sem fellur ekki undir 1. og 2. mgr. og kaupir þjónustu skv. d–j-lið 2. mgr. 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. frá atvinnufyrirtæki með heimilisfesti erlendis, útibúi eða fastri starfsstöð erlendis skal greiða virðisaukaskatt hér á landi af kaupum á slíkri þjónustu, nemi andvirði þeirra 10.000 kr. án virðisaukaskatts eða meira á hverju almennu uppgjörstímabili skv. 24. gr.

(4) Greiðsluskylda skv. 1.–3. mgr. á ekki við ef erlenda atvinnufyrirtækið, umboðsmaður þess eða annar aðili sem er í fyrirsvari fyrir það er skráður á grunnskrá virðisaukaskatts vegna starfsemi þess hér á landi.

(5) Atvinnufyrirtæki með heimilisfesti eða fasta starfsstöð erlendis sem selur þjónustu sem veitt er rafrænt, fjarskiptaþjónustu eða útvarps- og sjónvarpsþjónustu til annarra en atvinnufyrirtækja hér á landi skal innheimta og skila virðisaukaskatti af þeirri þjónustu hér á landi. Sama skylda hvílir á umboðsmanni eða öðrum þeim sem eru í fyrirsvari fyrir hið erlenda atvinnufyrirtæki. Seljandi, umboðsmaður hans eða annar sá sem er í fyrirsvari fyrir hið erlenda atvinnufyrirtæki skal ótil­kvaddur tilkynna starfsemi sína til ríkisskattstjóra skv. 5. gr. að því gefnu að ákvæði 3. tölul. 4. gr. eigi ekki við.

(6) Aðilar sem ber skylda til að greiða virðisaukaskatt skv. 1.–3. mgr. skulu ótilkvaddir gera ríkisskattstjóra grein fyrir kaupum á þjónustu í sérstakri skýrslu í því formi sem hann ákveður. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt skýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga. Um skattverð, uppgjör, álagningu, áætlun, endurákvörðun, álag, dráttarvexti og kærur skal, eftir því sem við getur átt, fara eins og í viðskiptum innan lands.

(7) Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. um nánari skilgreiningu á hugtökum.]1)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 59/2018.

36. gr.a)

(1) [Eftirfarandi vörur skulu undanþegnar virðisaukaskatti við innflutning:
 

  1. [Vörur sem eru tollfrjálsar eða undanþegnar tolli skv. 4. og 6. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum].6)
  2. [Vörur á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Sama á við um innflutning á vörum erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem skulu vera undanþegnir skyldu til greiðslu virðisaukaskatts samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.]8)
  3. Vörur sem undanþegnar eru skattskyldri veltu, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 12. gr.
  4. Listaverk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000–9703.0000 og listamaðurinn sjálfur flytur inn.
  5. Ritað mál sem sent er til vísindastofnana, bókasafna og annarra opinberra stofnana án endurgjalds án tillits til í hvaða formi efnið er, enda sé innflutningurinn ekki í viðskiptaskyni.
  6. Vörur, þó ekki áfengi eða tóbak, sem fluttar eru til landsins af aðilum sem skráðir eru skv. 5. gr., ef fob-verð sendingar nemur ekki hærri fjárhæð en 1.500 kr.
  7. [---]3)
  8. [Áfengi og tóbak skv. 5., 6. og 7. tölul. 1. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.]4)

[(2) Fella skal niður, lækka eða endurgreiða virðisaukaskatt í þeim tilvikum sem talin eru upp í 2.-12. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar eru tilgreind.]6)

(3) [Úrskurður [tollyfirvalda]9) um niðurfellingu, lækkun eða endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 1.–6. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. sætir kæru til [yfirskattanefndar]7) í samræmi við 118. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum.]6)]1)  *1) *3)

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 104/2000. 2)Sbr. 21. gr. laga nr. 155/2000. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 64/2002. 4)Sbr. 8. gr. laga nr. 167/20085)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 6)Sbr. 3. gr. laga nr. 69/2012. 7)Sbr. 10. gr. laga nr. 123/2014. 8)Sbr. 9. gr. laga nr. 59/20179)Sbr. 74. gr. laga nr. 141/2019*1)Greininni hefur áður verið breytt með 55. gr. laga nr. 111/1992, 27. gr. laga nr. 122/1993 og 12. gr. laga nr. 55/1997. *2)Sjá reglugerð nr. 630/2008.*3)Málsgreinin var áður 2. mgr. en með 3. gr. laga nr. 69/2012 bættist við ný málsgrein sem varð að 2. mgr.

37. gr.

(1) Virðisaukaskattur af innflutningi skal innheimtur með aðflutningsgjöldum.

(2) Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum eða reglugerð eða öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim um skattskyldu, úrskurð um skattskyldu, álagningu, innheimtu, lækkun eða endurgreiðslu vegna rýrnunar, skemmda eða endursendingar, lögvernd, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi virðisaukaskatt af innfluttum vörum og þjónustu, skulu gilda ákvæði tollalaga, [nr. 88/2005],1) með síðari breytingum, svo og reglugerðaa) og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim lögum.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 69/2012. a)Reglugerð nr. 1100/2008. Hún er sett á grundvelli ákvæða tollalaga og felldi m.a. á brott reglugerð nr. 390/1999.

Fara efst á síðuna ⇑