Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.4.2024 20:57:25

nr. 834/2003, kafli 9 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=834.2003.9)
Ξ Valmynd

IX. KAFLI
Ákvæði um samstæðureikningsskil.

81. gr.

(1) Móðurfyrirtæki skulu semja ársreikning og skýrslu stjórnar fyrir samstæðu. Ársreikningur fyrir samstæðu, samstæðureikningsskil, skal vera í samræmi við ákvæði þessa kafla.

(2) Í ársskýrslu móðurfyrirtækis skulu koma fram upplýsingar um samstæðuna í heild í samræmi við ákvæði 89. gr. laga nr. 161/2002.

82. gr.

(1) Dótturfyrirtæki, sem falla undir ákvæði 1. mgr. 22. gr. laga nr. 161/2002, skulu ekki tekin með í samstæðureikningsskilum nema Fjármálaeftirlitið ákveði annað, sbr. 4. mgr. 104. gr. laga nr. 161/2002.

(2) Önnur dótturfyrirtæki en þau, sem falla undir 1. mgr. þessarar greinar, skulu tekin með í samstæðureikningsskilum nema Fjármálaeftirlitið veiti undanþágu frá þeirri reglu, sbr. 5. mgr. 104. gr. laga nr. 161/2002.

83. gr.

(1) Samstæðureikningsskil skulu hafa að geyma efnahagsreikning, rekstrarreikning, sjóðstreymi og skýringar.

(2) Ákvæði 2.-8. kafla þessara reglna skulu gilda um gerð samstæðureikningsskila eftir því sem við getur átt.

(3) Samstæðureikningsskilin og skýrslu stjórnar skal birta opinberlega í samræmi við 3. mgr. 95. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 8. mgr. 97. gr. sömu laga.

(4) Reikningsár samstæðureikningsskila skal vera almanaksár.

84. gr.

(1) Eignir og skuldir þeirra fyrirtækja, sem mynda samstæðu, skal reikna með að fullu við gerð efnahagsreiknings fyrir samstæðuna.

(2) Gjöld og tekjur þeirra fyrirtækja, sem mynda samstæðu, skal reikna með að fullu við gerð rekstrarreiknings fyrir samstæðuna. Gjöld og tekjur fyrirtækja, sem yfirtekin hafa verið á árinu, skulu þó einungis reiknuð með frá yfirtökudegi.

(3) Hlutir í samstæðugerðum fyrirtækjum í eigu annarra en samstæðufyrirtækjanna skulu tilgreindir sem hlutdeild minnihluta.

85. gr.

     Bókfærðu virði eignarhluta í dótturfyrirtækjum skal jafnað út á móti hlutdeild í bókfærðu eigin fé dótturfyrirtækjanna.

86. gr.

(1) Innbyrðis gjöld og tekjur milli félaga í samstæðu skal jafna út, svo og innbyrðis eignir og skuldir.

(2) Til innbyrðis tekna telst hluti móðurfélags í tekjum af eignatilfærslum innan samstæðunnar svo framarlega sem eignin hefur ekki þegar verið afskrifuð um samsvarandi fjárhæð í því félagi sem aflaði hennar.

87. gr.

     Ákvæði VI. Kafla laga nr. 144/19941), um ársreikninga, með áorðnum breytingum, gilda að öðru leyti en fram kemur í þessum reglum um samstæðureikningsskil þeirra fyrirtækja sem reglurnar taka til.
1)Nú VII. kafla laga nr. 3/2006.
 

Fara efst á síðuna ⇑